Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Hörður Ægisson skrifar 9. september 2019 06:15 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Væntingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utanaðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi forstjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnarmennirnir í HS Orku, Gylfi Árnason og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarðvarma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sameiningu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Erlendum tölvuþrjótum tókst fyrr í sumar að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út umtalsverða greiðslu frá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur fjárhæðin á fjórða hundrað milljóna króna. Væntingar eru hins vegar um að hægt verði að endurheimta upphæðina að miklum hluta en HS Orka er að helmingshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins staðfestir HS Orka að starfsfólk þess hafi nýlega orðið þess vart að utanaðkomandi aðili hefði brotist inn í kerfi félagsins og tekist að blekkja út verulega greiðslu frá fyrirtækinu. Unnið sé núna með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimt fjármunanna. „Fyrir snörp viðbrögð bæði starfsmanna félagsins og lögregluyfirvalda hefur félagið ástæðu til að ætla að stóran hluta fjárhæðarinnar megi endurheimta og líklega geti það dregið umtalsvert úr afleiðingum glæpsins,“ segir í svarinu. Þá muni málið engin áhrif hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins. Í lok síðasta mánaðar var tilkynnt að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, og þá lét Reynir Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá fyrirtækinu, einnig af störfum. Ásgeir gegnir starfi forstjóra þangað til eftirmaður hans verður ráðinn. Íslensku stjórnarmennirnir í HS Orku, Gylfi Árnason og Anna Skúladóttir, sem höfðu setið í stjórn félagsins um árabil, sögðu sig jafnframt úr stjórninni nokkrum dögum áður. HS Orka er í jafnri eigu Jarðvarma, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, og breska sjóðastýringarfyrirtækisins Ancala Partners. Félögin keyptu í sameiningu tæplega 67 prósenta hlut í HS Orku í maí síðastliðnum fyrir um 47 milljarða króna en fyrir áttu lífeyrissjóðirnir um þriðjungshlut. HS Orka á og rekur tvö jarðvarmaver, í Svartsengi og á Reykjanesi, og er eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega níu milljörðum króna í fyrra og var EBITDA-hagnaður HS Orku um 3,2 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30
Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. 30. ágúst 2019 08:45