Baulað á heimaliðið í opnunarleik NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 11:30 Adrian Amos, varnarmaður Green Bay Packers, er hér búinn að stela sendingu og nánast tryggja sigur síns liðs á móti Chicago Bears í nótt. Getty/Jonathan Daniel Green Bay Packers hafði betur á móti Chicago Bears í opnunarleik NFL-tímabilsins á Soldier Field í Chicago í nótt en hundraðasta tímabil ameríska fótboltans hófst með leik á milli fornfrægustu félaga deildarinnar. Green Bay Packers sýndi styrk sinn og þá sérstaklega í vörninni í 10-3 sigri en leikmenn heimaliðsins í Chicago Bears komust lítið áfram gegn Packers vörninni. Svo illa leit sóknarleikur Chicago Bears út í þessum leik að áhorfendur í Chicago bauluðu hátt á leikmenn sína eftir hverja vonbrigðasóknina á fætur annarri. 3 stig á heimavelli í leik þegar liðinu var spáð sigri er eitthvað sem fólkið í Chicago sætti sig alls ekki við.Former Bear Adrian Amos comes up with the end zone interception! @_SmashAmos31#GoPackGo : NBC : NFL App // Yahoo Sports // https://t.co/VF2AxoC5r2pic.twitter.com/ssUdV434LZ — NFL (@NFL) September 6, 2019 Mitchell Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, leit ekki vel út í þessum leik og margir kenndu því um að hann spilaði aðeins þrjár sóknir á öllu undirbúningstímabilinu. Hann sjálfur þvertók hins vegar fyrir það í viðtölum eftir leikinn. Aðeins 26 af 45 sendingar Mitchell Trubisky heppnuðust í leiknum og sendingar hans fóru aðeins 228 jarda. Trubisky kastaði boltanum líka frá sér þegar hann reyndi að troða honum á mann í vonlausri stöðu. Gamla brýnið Jimmy Graham skoraði eina snertimark leiksins í öðrum leikhluta eftir leiftursókn og flotta sendingu í boði Aaron Rodgers. Þessi sókn var frábær en annars var lítið að frétta í sóknarleik liðanna nær allan leikinn.FINAL: The @packers WIN the #NFL100 season opener! #GoPackGo (by @Lexus) pic.twitter.com/GulV1W92mC — NFL (@NFL) September 6, 2019 NFL deildin heldur áfram á sunnudaginn og þá verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Sá fyrri er leikur Jacksonville Jaguars og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 17.00 en sá síðari er leikur Dallas Cowboys og New York Giants sem hefst klukkan 20.20. Bandaríkin NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Green Bay Packers hafði betur á móti Chicago Bears í opnunarleik NFL-tímabilsins á Soldier Field í Chicago í nótt en hundraðasta tímabil ameríska fótboltans hófst með leik á milli fornfrægustu félaga deildarinnar. Green Bay Packers sýndi styrk sinn og þá sérstaklega í vörninni í 10-3 sigri en leikmenn heimaliðsins í Chicago Bears komust lítið áfram gegn Packers vörninni. Svo illa leit sóknarleikur Chicago Bears út í þessum leik að áhorfendur í Chicago bauluðu hátt á leikmenn sína eftir hverja vonbrigðasóknina á fætur annarri. 3 stig á heimavelli í leik þegar liðinu var spáð sigri er eitthvað sem fólkið í Chicago sætti sig alls ekki við.Former Bear Adrian Amos comes up with the end zone interception! @_SmashAmos31#GoPackGo : NBC : NFL App // Yahoo Sports // https://t.co/VF2AxoC5r2pic.twitter.com/ssUdV434LZ — NFL (@NFL) September 6, 2019 Mitchell Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, leit ekki vel út í þessum leik og margir kenndu því um að hann spilaði aðeins þrjár sóknir á öllu undirbúningstímabilinu. Hann sjálfur þvertók hins vegar fyrir það í viðtölum eftir leikinn. Aðeins 26 af 45 sendingar Mitchell Trubisky heppnuðust í leiknum og sendingar hans fóru aðeins 228 jarda. Trubisky kastaði boltanum líka frá sér þegar hann reyndi að troða honum á mann í vonlausri stöðu. Gamla brýnið Jimmy Graham skoraði eina snertimark leiksins í öðrum leikhluta eftir leiftursókn og flotta sendingu í boði Aaron Rodgers. Þessi sókn var frábær en annars var lítið að frétta í sóknarleik liðanna nær allan leikinn.FINAL: The @packers WIN the #NFL100 season opener! #GoPackGo (by @Lexus) pic.twitter.com/GulV1W92mC — NFL (@NFL) September 6, 2019 NFL deildin heldur áfram á sunnudaginn og þá verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Sá fyrri er leikur Jacksonville Jaguars og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 17.00 en sá síðari er leikur Dallas Cowboys og New York Giants sem hefst klukkan 20.20.
Bandaríkin NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira