Gerum landsbyggðina máttuga aftur! Einar Freyr Elínarson skrifar 4. september 2019 07:00 Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með menntun. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem flytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ungmenni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ungmenni sem búa við þennan veruleika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt markmið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki flosni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að flytja á suðvesturhornið þegar styttist í framhaldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: -Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili. -Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. -Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenningssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. -Veita foreldrum á landsbyggðinni skattaafslætti eða endurgreiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. -Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka menntunarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreyttara atvinnulíf og öflugra menningarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Freyr Elínarson Skóla - og menntamál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með menntun. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ættingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem flytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ungmenni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ungmenni sem búa við þennan veruleika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt markmið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki flosni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að flytja á suðvesturhornið þegar styttist í framhaldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: -Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili. -Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. -Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenningssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. -Veita foreldrum á landsbyggðinni skattaafslætti eða endurgreiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. -Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka menntunarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreyttara atvinnulíf og öflugra menningarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun