Rækjuvinnslunni á Hólmavík borgið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. september 2019 19:00 Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri StrandabyggðarJói K Tekist hefur að bjarga rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík með nýju hlutafé og nauðasamningum við kröfuhafa. Hefði vinnslan stöðvast hefði það haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarfélagið en rækjuvinnslan er stærsti vinnustaður samfélagsins. Útganga Breta úr ESB hefur haft mikil áhrif. Endurskipulagning á rekstri rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík hefur gengið vel og er útlit fyrir að búið sé að bjarga þessum stærsta vinnustað bæjarfélagsins sem telur um 440 manns. Sveitarstjóri Strandabyggðar segir að það hefði haft gífurleg áhrif hefði vinnslunni verið hætt. „Það er í fyrsta lagi starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Fyrir sveitarfélagið að sjálfsögðu tekjur en þetta hefði haft svo mörg og óþægileg margföldunaráhrif að það er eiginlega hugsun sem vil ekki klára og þarf ekki núna,“ segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar.Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri RækjuvinnslunnarTuttugu starfsmenn vinna hjá Hólmadrangi en ásamt afleiddum störfum og störfum sem tengjast rekstrinum með einhverjum hætti tæplega sjötíu. Fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun á síðasta ári en um miðjan júlí staðfesti héraðsdómur Vestfjarða nauðasamninga fyrirtækisins og er kröfuhöfum greitt eftir samningum. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir það fyrir elju starfsfólksins að tekist hafi að halda vinnslunni áfram. „Ég er með gott starfsfólk og það kom ekkert annað til greina heldur en að halda áfram. Og enn fremur frá lánardrottnum, sem að við erum nú búin að ganga frá samningum við, að þar var mikill skilningur og vilji fyrir því að við myndum halda áfram starfsemi,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri Rækjuvinnslunnar. Rækjuvinnsla Hólmadrangs er vel búin tækjum og fer hver rækja í gegnum strangt gæðaferli áður en henni er komið söluumbúðir. 99 prósent af rækjunni sem er fullunnin er innflutt og jafn stórt hlutfall er flutt úr landi. Sigurbjörn segir að reksturinn hafi verið endurskipulagður og að nýr eigandi, fyrirtækið Snæfell, hafi komið inn í hluthafahópinn. Rækjuiðnaðurinn hefur heilt yfir átt erfitt uppdráttar síðustu misseri og hafa gengisþróun og Brexit haft langvarandi áhrif en lang stærsti hluti vinnslu Hólmadrangs fer á Bretlandsmarkað. „Markaðirnir eru ágætir, ég hef heyrt að það sé bara mjög gott á þeim og einna helsti markaðurinn er Bretland. Það er að vísu alltaf þessi óvissa með Brexit og útgöngu þeirra og við munum þurfa mæta því þegar þar að kemur,“ segir Sigurbjörn. Brexit Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri StrandabyggðarJói K Tekist hefur að bjarga rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík með nýju hlutafé og nauðasamningum við kröfuhafa. Hefði vinnslan stöðvast hefði það haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarfélagið en rækjuvinnslan er stærsti vinnustaður samfélagsins. Útganga Breta úr ESB hefur haft mikil áhrif. Endurskipulagning á rekstri rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík hefur gengið vel og er útlit fyrir að búið sé að bjarga þessum stærsta vinnustað bæjarfélagsins sem telur um 440 manns. Sveitarstjóri Strandabyggðar segir að það hefði haft gífurleg áhrif hefði vinnslunni verið hætt. „Það er í fyrsta lagi starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Fyrir sveitarfélagið að sjálfsögðu tekjur en þetta hefði haft svo mörg og óþægileg margföldunaráhrif að það er eiginlega hugsun sem vil ekki klára og þarf ekki núna,“ segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar.Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri RækjuvinnslunnarTuttugu starfsmenn vinna hjá Hólmadrangi en ásamt afleiddum störfum og störfum sem tengjast rekstrinum með einhverjum hætti tæplega sjötíu. Fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun á síðasta ári en um miðjan júlí staðfesti héraðsdómur Vestfjarða nauðasamninga fyrirtækisins og er kröfuhöfum greitt eftir samningum. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir það fyrir elju starfsfólksins að tekist hafi að halda vinnslunni áfram. „Ég er með gott starfsfólk og það kom ekkert annað til greina heldur en að halda áfram. Og enn fremur frá lánardrottnum, sem að við erum nú búin að ganga frá samningum við, að þar var mikill skilningur og vilji fyrir því að við myndum halda áfram starfsemi,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri Rækjuvinnslunnar. Rækjuvinnsla Hólmadrangs er vel búin tækjum og fer hver rækja í gegnum strangt gæðaferli áður en henni er komið söluumbúðir. 99 prósent af rækjunni sem er fullunnin er innflutt og jafn stórt hlutfall er flutt úr landi. Sigurbjörn segir að reksturinn hafi verið endurskipulagður og að nýr eigandi, fyrirtækið Snæfell, hafi komið inn í hluthafahópinn. Rækjuiðnaðurinn hefur heilt yfir átt erfitt uppdráttar síðustu misseri og hafa gengisþróun og Brexit haft langvarandi áhrif en lang stærsti hluti vinnslu Hólmadrangs fer á Bretlandsmarkað. „Markaðirnir eru ágætir, ég hef heyrt að það sé bara mjög gott á þeim og einna helsti markaðurinn er Bretland. Það er að vísu alltaf þessi óvissa með Brexit og útgöngu þeirra og við munum þurfa mæta því þegar þar að kemur,“ segir Sigurbjörn.
Brexit Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30