Rækjuvinnslunni á Hólmavík borgið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. september 2019 19:00 Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri StrandabyggðarJói K Tekist hefur að bjarga rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík með nýju hlutafé og nauðasamningum við kröfuhafa. Hefði vinnslan stöðvast hefði það haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarfélagið en rækjuvinnslan er stærsti vinnustaður samfélagsins. Útganga Breta úr ESB hefur haft mikil áhrif. Endurskipulagning á rekstri rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík hefur gengið vel og er útlit fyrir að búið sé að bjarga þessum stærsta vinnustað bæjarfélagsins sem telur um 440 manns. Sveitarstjóri Strandabyggðar segir að það hefði haft gífurleg áhrif hefði vinnslunni verið hætt. „Það er í fyrsta lagi starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Fyrir sveitarfélagið að sjálfsögðu tekjur en þetta hefði haft svo mörg og óþægileg margföldunaráhrif að það er eiginlega hugsun sem vil ekki klára og þarf ekki núna,“ segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar.Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri RækjuvinnslunnarTuttugu starfsmenn vinna hjá Hólmadrangi en ásamt afleiddum störfum og störfum sem tengjast rekstrinum með einhverjum hætti tæplega sjötíu. Fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun á síðasta ári en um miðjan júlí staðfesti héraðsdómur Vestfjarða nauðasamninga fyrirtækisins og er kröfuhöfum greitt eftir samningum. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir það fyrir elju starfsfólksins að tekist hafi að halda vinnslunni áfram. „Ég er með gott starfsfólk og það kom ekkert annað til greina heldur en að halda áfram. Og enn fremur frá lánardrottnum, sem að við erum nú búin að ganga frá samningum við, að þar var mikill skilningur og vilji fyrir því að við myndum halda áfram starfsemi,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri Rækjuvinnslunnar. Rækjuvinnsla Hólmadrangs er vel búin tækjum og fer hver rækja í gegnum strangt gæðaferli áður en henni er komið söluumbúðir. 99 prósent af rækjunni sem er fullunnin er innflutt og jafn stórt hlutfall er flutt úr landi. Sigurbjörn segir að reksturinn hafi verið endurskipulagður og að nýr eigandi, fyrirtækið Snæfell, hafi komið inn í hluthafahópinn. Rækjuiðnaðurinn hefur heilt yfir átt erfitt uppdráttar síðustu misseri og hafa gengisþróun og Brexit haft langvarandi áhrif en lang stærsti hluti vinnslu Hólmadrangs fer á Bretlandsmarkað. „Markaðirnir eru ágætir, ég hef heyrt að það sé bara mjög gott á þeim og einna helsti markaðurinn er Bretland. Það er að vísu alltaf þessi óvissa með Brexit og útgöngu þeirra og við munum þurfa mæta því þegar þar að kemur,“ segir Sigurbjörn. Brexit Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri StrandabyggðarJói K Tekist hefur að bjarga rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík með nýju hlutafé og nauðasamningum við kröfuhafa. Hefði vinnslan stöðvast hefði það haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarfélagið en rækjuvinnslan er stærsti vinnustaður samfélagsins. Útganga Breta úr ESB hefur haft mikil áhrif. Endurskipulagning á rekstri rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík hefur gengið vel og er útlit fyrir að búið sé að bjarga þessum stærsta vinnustað bæjarfélagsins sem telur um 440 manns. Sveitarstjóri Strandabyggðar segir að það hefði haft gífurleg áhrif hefði vinnslunni verið hætt. „Það er í fyrsta lagi starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Fyrir sveitarfélagið að sjálfsögðu tekjur en þetta hefði haft svo mörg og óþægileg margföldunaráhrif að það er eiginlega hugsun sem vil ekki klára og þarf ekki núna,“ segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar.Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri RækjuvinnslunnarTuttugu starfsmenn vinna hjá Hólmadrangi en ásamt afleiddum störfum og störfum sem tengjast rekstrinum með einhverjum hætti tæplega sjötíu. Fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun á síðasta ári en um miðjan júlí staðfesti héraðsdómur Vestfjarða nauðasamninga fyrirtækisins og er kröfuhöfum greitt eftir samningum. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir það fyrir elju starfsfólksins að tekist hafi að halda vinnslunni áfram. „Ég er með gott starfsfólk og það kom ekkert annað til greina heldur en að halda áfram. Og enn fremur frá lánardrottnum, sem að við erum nú búin að ganga frá samningum við, að þar var mikill skilningur og vilji fyrir því að við myndum halda áfram starfsemi,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri Rækjuvinnslunnar. Rækjuvinnsla Hólmadrangs er vel búin tækjum og fer hver rækja í gegnum strangt gæðaferli áður en henni er komið söluumbúðir. 99 prósent af rækjunni sem er fullunnin er innflutt og jafn stórt hlutfall er flutt úr landi. Sigurbjörn segir að reksturinn hafi verið endurskipulagður og að nýr eigandi, fyrirtækið Snæfell, hafi komið inn í hluthafahópinn. Rækjuiðnaðurinn hefur heilt yfir átt erfitt uppdráttar síðustu misseri og hafa gengisþróun og Brexit haft langvarandi áhrif en lang stærsti hluti vinnslu Hólmadrangs fer á Bretlandsmarkað. „Markaðirnir eru ágætir, ég hef heyrt að það sé bara mjög gott á þeim og einna helsti markaðurinn er Bretland. Það er að vísu alltaf þessi óvissa með Brexit og útgöngu þeirra og við munum þurfa mæta því þegar þar að kemur,“ segir Sigurbjörn.
Brexit Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30