Ólympískar skattahækkanir Katrín Atladóttir skrifar 19. september 2019 08:00 Frá árinu 2012 til 2018 hækkuðu skatttekjur Reykjavíkur um 48% umfram verðlag, eða 27,5 milljarða. Samt sem áður hafa skuldir borgarinnar aukist um 63% umfram verðlag, á fordæmalausum góðæristímum. Flestir skattar og opinber gjöld eru og hafa verið í leyfðu hámarki. Á þessu tímabili hafa mörg sveitarfélög ásamt íslenska ríkinu lækkað skuldir sínar. Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall tekna sinna til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins frá síðasta ári. Rekstrartekjur Reykjavíkur námu tæpum 120 milljörðum árið 2018, sem þýðir að borgin hafði rúmar 330 milljónir til ráðstöfunar hvern einasta dag ársins. Það virðist þó ekki nóg. Djúpir vasar Á fundi borgarstjórnar í byrjun september var samþykkt að skoða nánar tillögu Sósíalista um að leita til hinna sveitarfélaga landsins með það að markmiði að mynda samstöðu um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur með lögum frá Alþingi. Þrátt fyrir gríðarlegan tekjuvöxt leitast meirihluti borgarstjórnar eftir því að skattleggja íbúa borgarinnar enn frekar til að leysa rekstrarvandann, nú þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sem betur fer er ólíklegt að þessar hugmyndir verði að veruleika, enda standa flest sveitarfélög í landinu ágætlega vel að vígi. Þá ber að hafa í huga að mikil hækkun á fjármagnstekjuskatti myndi hafa ýmiss konar óæskileg áhrif, svo sem að draga úr sparnaði landsmanna. Fyrst og síðast er umhugsunarvert að ætla að skattleggja sig út úr rekstrarvanda. Þá er athyglisvert að Viðreisn, sem á tyllidögum þykist vera frjálslyndur flokkur, tekur fagnandi undir þetta nýsköpunarstarf í skattheimtu. Ef meirihlutinn gæti sýnt jafn mikla hugmyndaauðgi á kostnaðarhliðinni og á tekjuhliðinni, væri Reykjavík eflaust í glimrandi málum. En það er því miður ekki þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Katrín Atladóttir Reykjavík Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2012 til 2018 hækkuðu skatttekjur Reykjavíkur um 48% umfram verðlag, eða 27,5 milljarða. Samt sem áður hafa skuldir borgarinnar aukist um 63% umfram verðlag, á fordæmalausum góðæristímum. Flestir skattar og opinber gjöld eru og hafa verið í leyfðu hámarki. Á þessu tímabili hafa mörg sveitarfélög ásamt íslenska ríkinu lækkað skuldir sínar. Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall tekna sinna til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins frá síðasta ári. Rekstrartekjur Reykjavíkur námu tæpum 120 milljörðum árið 2018, sem þýðir að borgin hafði rúmar 330 milljónir til ráðstöfunar hvern einasta dag ársins. Það virðist þó ekki nóg. Djúpir vasar Á fundi borgarstjórnar í byrjun september var samþykkt að skoða nánar tillögu Sósíalista um að leita til hinna sveitarfélaga landsins með það að markmiði að mynda samstöðu um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur með lögum frá Alþingi. Þrátt fyrir gríðarlegan tekjuvöxt leitast meirihluti borgarstjórnar eftir því að skattleggja íbúa borgarinnar enn frekar til að leysa rekstrarvandann, nú þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sem betur fer er ólíklegt að þessar hugmyndir verði að veruleika, enda standa flest sveitarfélög í landinu ágætlega vel að vígi. Þá ber að hafa í huga að mikil hækkun á fjármagnstekjuskatti myndi hafa ýmiss konar óæskileg áhrif, svo sem að draga úr sparnaði landsmanna. Fyrst og síðast er umhugsunarvert að ætla að skattleggja sig út úr rekstrarvanda. Þá er athyglisvert að Viðreisn, sem á tyllidögum þykist vera frjálslyndur flokkur, tekur fagnandi undir þetta nýsköpunarstarf í skattheimtu. Ef meirihlutinn gæti sýnt jafn mikla hugmyndaauðgi á kostnaðarhliðinni og á tekjuhliðinni, væri Reykjavík eflaust í glimrandi málum. En það er því miður ekki þannig.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun