Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 15:15 Bílalestin lokaði hægri akrein Kringlumýrarbrautar í suðurátt, nánast frá Háaleitisbraut að Miklubraut. Ásmundur Jónsson Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. Allir voru þeir á frönskum bílnúmerum og sagði bílstjóri sem ræddi við fréttastofu að bílalestin hafi náð langleiðina frá Háaleitisbraut að Miklubraut til suðurs. Bílarnir stóðu óhreyfðir á hægri akrein, með tilheyrandi umferðartruflunum, allt þar til lögreglan skarst í leikinn og fylgdi bílalestinni úr bænum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir í samtali við Vísi að um borð í flutningabílunum sjö hafi verið útlenskir bílstjórar, að öllum líkindum franskir. Þeir hafi ekki aðeins ákveðið að leggja bílunum þarna á akreininni - heldur einnig ákveðið að leggja sig í bílunum.Sjá einnig: Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Þeir hafi talið sig nauðbeygða til þess því þeir þurftu að uppfylla hvíldarákvæði - „og töldu sig geta lagt þarna. Þannig að þeir voru reknir í burtu og fylgt upp á Esjumela þar sem þeir gætu komið sér fyrir, án þess að af myndu hljótast umferðartruflanir,“ segir Guðbrandur. Hann segir lögregluna ekki hafa skipt sér af ferð bílanna að öðru leyti. Því geti hann ekki svarað því í hvaða erindagjörðum þeir frönsku eru hér á landi. Tungumálaörðugleikar hafi heldur ekki bætt úr skák. Þeir hafi þó geta útskýrt að þeir væru á norðurleið, og því var þeim fylgt að Esjumelum sem fyrr segir. Guðbrandur segir þá frönsku ekki telja sig hafa gert neitt rangt, þeir hafi aðeins viljað uppfylla fyrrnefnd hvíldarákvæði. „Maður hefur heyrt flutningabílstjóra tala um það að skorti hvíldarplön víðar,“ segir Guðbrandur og Ásmundur Jónsson, bílstjórinn sem tók myndina hér að ofan, tekur í sama streng. Eigi bílstjórar að geta orðið við kröfum um reglulega hvíld við aksturinn þurfi þeir að hafa til þess aðstöðu, sem er af skornum skammti við hringveginn.Uppfært 19. september: Flutningabílarnir voru að flytja einstaka fornbíla fyrir hollenska ferðaskrifstofu, eins og sjá má með því að smella hér. Bílar Frakkland Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. Allir voru þeir á frönskum bílnúmerum og sagði bílstjóri sem ræddi við fréttastofu að bílalestin hafi náð langleiðina frá Háaleitisbraut að Miklubraut til suðurs. Bílarnir stóðu óhreyfðir á hægri akrein, með tilheyrandi umferðartruflunum, allt þar til lögreglan skarst í leikinn og fylgdi bílalestinni úr bænum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir í samtali við Vísi að um borð í flutningabílunum sjö hafi verið útlenskir bílstjórar, að öllum líkindum franskir. Þeir hafi ekki aðeins ákveðið að leggja bílunum þarna á akreininni - heldur einnig ákveðið að leggja sig í bílunum.Sjá einnig: Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Þeir hafi talið sig nauðbeygða til þess því þeir þurftu að uppfylla hvíldarákvæði - „og töldu sig geta lagt þarna. Þannig að þeir voru reknir í burtu og fylgt upp á Esjumela þar sem þeir gætu komið sér fyrir, án þess að af myndu hljótast umferðartruflanir,“ segir Guðbrandur. Hann segir lögregluna ekki hafa skipt sér af ferð bílanna að öðru leyti. Því geti hann ekki svarað því í hvaða erindagjörðum þeir frönsku eru hér á landi. Tungumálaörðugleikar hafi heldur ekki bætt úr skák. Þeir hafi þó geta útskýrt að þeir væru á norðurleið, og því var þeim fylgt að Esjumelum sem fyrr segir. Guðbrandur segir þá frönsku ekki telja sig hafa gert neitt rangt, þeir hafi aðeins viljað uppfylla fyrrnefnd hvíldarákvæði. „Maður hefur heyrt flutningabílstjóra tala um það að skorti hvíldarplön víðar,“ segir Guðbrandur og Ásmundur Jónsson, bílstjórinn sem tók myndina hér að ofan, tekur í sama streng. Eigi bílstjórar að geta orðið við kröfum um reglulega hvíld við aksturinn þurfi þeir að hafa til þess aðstöðu, sem er af skornum skammti við hringveginn.Uppfært 19. september: Flutningabílarnir voru að flytja einstaka fornbíla fyrir hollenska ferðaskrifstofu, eins og sjá má með því að smella hér.
Bílar Frakkland Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. 19. september 2019 10:30