Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Eiður Þór Árnason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 15. september 2019 13:48 Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. Fréttablaðið/Gunnar - Getty/Matjaz Slanic Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að afleiðingar drónaárása á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í gær, geti teygt anga sína hingað til lands og haft áhrif á verðlag hér á landi. Verstu spár hljóði upp á eldsneytishækkanir sem nái um og yfir tíu prósentum og myndu hafa víðtæk áhrif um allan heim. Jón Bjarki telur að þróunin á komandi vikum fari allt eftir því hvað gerist á næstu dögum.Sjá einnig: Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir„Samkvæmt mati kollega minna í erlendum greiningardeildum þá eru til skammtímabirgðir til að bregðast við þessu falli í framleiðslugetu Sádanna og ef að svo fer að þeir nái að laga framleiðslugetuna á næstu dögum og málin taka almennt þá stefnu að sáttavilji muni ríkja á svæðinu, þá geta áhrifin orðið takmörkuð.“Áhrif á eldsneytisverð gætu þó orðið mun meiri „Bandaríkin voru fljót að kenna Íran um árásina þó að Íran neiti því og hópar í Jemen hafi lýst ábyrgðinni á sig, sem gerir það miklu erfiðara fyrir Bandaríkin að gangast við því að létta til dæmis tímabundið viðskiptahömlum á útflutning Írana á olíu, sem gæti lagað framboðsstöðuna töluvert á komandi dögum.“Sjá einnig:Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-ArabíuAukin spenna gæti leitt til mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði sem hefðu áhrif um allan heim. „Þannig að ef spenna eykst á svæðinu og/eða lengra líður þangað til framleiðslugeta kemst í lag, tala þá ekki um hvort tveggja, þá verða áhrifin á eldsneytisverð óhjákvæmilega umtalsverð. Menn eru að tala um jafnvel einhverja tveggja stafa tölu í prósentuhækkunum á eldsneyti og það finnum við fyrir hér á Íslandi eins og aðrir,“ bætti Jón Bjarki við.Segir stöðuna eiga eftir að ráðast á allra næstu dögum „Bara á allra næstu dögum þá annars vegar skýrist hvort að Sádarnir verði fljótir að laga framleiðslugetuna hjá sér eða hvort að það er eitthvað sem tekur vikur eða mánuði, og hvaða stefnu pólitíkin á svæðinu tekur. Hvort að þetta verður svona áminning til manna að bera klæði á vopnin og reyna að stofna til meiri friðar á svæðinu eða hvort að haukarnir nái yfirhöndinni og það gæti jafnvel orðið enn meiri spenna milli Írans og Bandaríkjanna,“ sagði Jón Bjarki. Jón segir jafnframt að það myndi hafa áhrif á innflutningsverð og verðlagsþróun hér á landi. „Ef að þróunin verður óhagstæð bæði varðandi framleiðslugetuna og pólitíkina, þá eru áhrifin að fara að verða umtalsverð á verð á eldsneyti, og það hefur áhrif á okkur, á flugfargjöld, almennt innflutningsverð og verðlagsþróun.“ Bandaríkin Bensín og olía Efnahagsmál Íran Neytendur Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að afleiðingar drónaárása á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í gær, geti teygt anga sína hingað til lands og haft áhrif á verðlag hér á landi. Verstu spár hljóði upp á eldsneytishækkanir sem nái um og yfir tíu prósentum og myndu hafa víðtæk áhrif um allan heim. Jón Bjarki telur að þróunin á komandi vikum fari allt eftir því hvað gerist á næstu dögum.Sjá einnig: Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir„Samkvæmt mati kollega minna í erlendum greiningardeildum þá eru til skammtímabirgðir til að bregðast við þessu falli í framleiðslugetu Sádanna og ef að svo fer að þeir nái að laga framleiðslugetuna á næstu dögum og málin taka almennt þá stefnu að sáttavilji muni ríkja á svæðinu, þá geta áhrifin orðið takmörkuð.“Áhrif á eldsneytisverð gætu þó orðið mun meiri „Bandaríkin voru fljót að kenna Íran um árásina þó að Íran neiti því og hópar í Jemen hafi lýst ábyrgðinni á sig, sem gerir það miklu erfiðara fyrir Bandaríkin að gangast við því að létta til dæmis tímabundið viðskiptahömlum á útflutning Írana á olíu, sem gæti lagað framboðsstöðuna töluvert á komandi dögum.“Sjá einnig:Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-ArabíuAukin spenna gæti leitt til mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði sem hefðu áhrif um allan heim. „Þannig að ef spenna eykst á svæðinu og/eða lengra líður þangað til framleiðslugeta kemst í lag, tala þá ekki um hvort tveggja, þá verða áhrifin á eldsneytisverð óhjákvæmilega umtalsverð. Menn eru að tala um jafnvel einhverja tveggja stafa tölu í prósentuhækkunum á eldsneyti og það finnum við fyrir hér á Íslandi eins og aðrir,“ bætti Jón Bjarki við.Segir stöðuna eiga eftir að ráðast á allra næstu dögum „Bara á allra næstu dögum þá annars vegar skýrist hvort að Sádarnir verði fljótir að laga framleiðslugetuna hjá sér eða hvort að það er eitthvað sem tekur vikur eða mánuði, og hvaða stefnu pólitíkin á svæðinu tekur. Hvort að þetta verður svona áminning til manna að bera klæði á vopnin og reyna að stofna til meiri friðar á svæðinu eða hvort að haukarnir nái yfirhöndinni og það gæti jafnvel orðið enn meiri spenna milli Írans og Bandaríkjanna,“ sagði Jón Bjarki. Jón segir jafnframt að það myndi hafa áhrif á innflutningsverð og verðlagsþróun hér á landi. „Ef að þróunin verður óhagstæð bæði varðandi framleiðslugetuna og pólitíkina, þá eru áhrifin að fara að verða umtalsverð á verð á eldsneyti, og það hefur áhrif á okkur, á flugfargjöld, almennt innflutningsverð og verðlagsþróun.“
Bandaríkin Bensín og olía Efnahagsmál Íran Neytendur Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44