Skóflaði upp sæbjúgnaslóð á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 15:15 Sæbjúgnaslóðin á OB-planinu í morgun. Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir Bunki af sæbjúgum tók á móti Sigríði Ingibjörgu Karlsdóttur þegar hún hugðist taka bensín á Ísafirði í morgun. Sæbjúgun virðast hafa dottið af flutningabíl sem flutti þau frá Flateyri í gærkvöld, en ljóst er að verðmætin eru nokkur enda fer hvert kíló af sæbjúgum á þúsundir króna. Sigríður tók myndina hér að ofan og segir að um „heilan haug“ af sæbjúgum hafi verið að ræða. Ekki nóg með það; hún hafi heyrt frá kunningja sínum á Flateyri að sæbjúgnaslóð lægi frá bæjarfélaginu og í átt til Ísafjarðar. Hún segist þó ekki getað staðfest það, hún hafi aðeins sé sæbjúgu á plani OB á Ísafirði. „Sá sem var með þetta á bílnum hefur því líklega verið að dreifa þessu óafvitandi,“ segir Sigríður. Í samtali við Vísi segir starfsmaður OB, sem fékk það verkefni að fjarlægja sæbjúgun, að þrátt fyrir allt hafi magnið ekki verið nema „fjórar skóflur.“ Hann treysti sér þó ekki til að meta hver hefði misst sæbjúgun. „Öryggisfulltrúinn okkar getur sjálfsagt séð það í öryggismyndavélunum, en ég hringdi ekki í hann einu sinni. Þetta er ekki svo alvarlegt.“ Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir fimm sæbjúgnabáta hafa lagt við bryggju á Flateyri í gærkvöld. Hún var óviss um hvaða fyrirtæki gæti hafa séð um flutninginn á sæbjúgunum suður en nefndi tvö fyrirtæki í því samhengi: Eimskip og Hafnarnes Ver. Ágústa segir að það kæmi henni mikið á óvart að sæbjúgu hafi dottið úr kari flutningabíls, þau séu oft drekkhlaðin og því þurfi ekki mikið til að það hrynji eitthvað úr þeim.Sæbjúgunum var landað á Flateyri í gærkvöldi.Vísir/egillVísir setti sig í samband við bæði fyrirtækin en Eimskip segist ekki kannast við þessi sæbjúgu. Hannes Sigurðsson hjá Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn sagðist ekki hafa heyrt af sæbjúgnaslysinu en taldi ljóst að ef fleiri kíló af sæbjúgum hefðu farið forgörðum væri tjónið nokkuð. Þegar búið er að verka sæbjúgun fari hvert kíló á fimm til sex þúsund krónur að sögn Hannesar. Því sé málið grafalvarlegt og til skoðunar hjá Hafnarnesi. Farmurinn hafi verið vigtaður við bryggjuna á Flateyri og verði vigtaður við komuna til Þorlákshafnar. „Ef hingað kemur hálftómur bíll þá er það auðvitað ekki gott,“ segir Hannes sem gerir ráð fyrir því að flutningabílarnir séu væntanlegir með kvöldinu. Sæbjúgun eru verkuð í Þorlákshöfn og öll send til Kína, en Hafnarnesi hafa borist um 20 tonn af sæbjúgum á dag síðustu vikur. Í Kína þykja sæbjúgun mikið lostæti, til að mynda eru þau notuð í súpur og sem meðlæti. Hannes segist sjálfur hafa smakkað sæbjúga í Kína og þótti bara ágætt. Vísir setti sig jafnframt í samband við fyrirtækið Flutning, Löndun, Slæging ehf. sem sá um flutning sæbjúgnanna fyrir Hafnarver frá Flateyri til Þorlákshafnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Ómar Hafsteinn Matthíasson, sagðist þó ekki kannast við að bílar fyrirtækisins hafi komið við á Ísafirði á leið sinni frá Flateyri og þótti því ólíklegt að sæbjúgnalekann mætti rekja til þeirra. Þrátt fyrir að sæbjúgun þyki herramannsmatur eystra, og verðmætið eftir því, sagðist Olísstarfsmaðurinn ekki ætla að reiða fram sæbjúgun í kvöldmatinn. Sér þætti ólystugt að borða sjávarfang af olíumenguðu planinu. Því hafi þeim öllum verið fargað. Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Bunki af sæbjúgum tók á móti Sigríði Ingibjörgu Karlsdóttur þegar hún hugðist taka bensín á Ísafirði í morgun. Sæbjúgun virðast hafa dottið af flutningabíl sem flutti þau frá Flateyri í gærkvöld, en ljóst er að verðmætin eru nokkur enda fer hvert kíló af sæbjúgum á þúsundir króna. Sigríður tók myndina hér að ofan og segir að um „heilan haug“ af sæbjúgum hafi verið að ræða. Ekki nóg með það; hún hafi heyrt frá kunningja sínum á Flateyri að sæbjúgnaslóð lægi frá bæjarfélaginu og í átt til Ísafjarðar. Hún segist þó ekki getað staðfest það, hún hafi aðeins sé sæbjúgu á plani OB á Ísafirði. „Sá sem var með þetta á bílnum hefur því líklega verið að dreifa þessu óafvitandi,“ segir Sigríður. Í samtali við Vísi segir starfsmaður OB, sem fékk það verkefni að fjarlægja sæbjúgun, að þrátt fyrir allt hafi magnið ekki verið nema „fjórar skóflur.“ Hann treysti sér þó ekki til að meta hver hefði misst sæbjúgun. „Öryggisfulltrúinn okkar getur sjálfsagt séð það í öryggismyndavélunum, en ég hringdi ekki í hann einu sinni. Þetta er ekki svo alvarlegt.“ Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, segir fimm sæbjúgnabáta hafa lagt við bryggju á Flateyri í gærkvöld. Hún var óviss um hvaða fyrirtæki gæti hafa séð um flutninginn á sæbjúgunum suður en nefndi tvö fyrirtæki í því samhengi: Eimskip og Hafnarnes Ver. Ágústa segir að það kæmi henni mikið á óvart að sæbjúgu hafi dottið úr kari flutningabíls, þau séu oft drekkhlaðin og því þurfi ekki mikið til að það hrynji eitthvað úr þeim.Sæbjúgunum var landað á Flateyri í gærkvöldi.Vísir/egillVísir setti sig í samband við bæði fyrirtækin en Eimskip segist ekki kannast við þessi sæbjúgu. Hannes Sigurðsson hjá Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn sagðist ekki hafa heyrt af sæbjúgnaslysinu en taldi ljóst að ef fleiri kíló af sæbjúgum hefðu farið forgörðum væri tjónið nokkuð. Þegar búið er að verka sæbjúgun fari hvert kíló á fimm til sex þúsund krónur að sögn Hannesar. Því sé málið grafalvarlegt og til skoðunar hjá Hafnarnesi. Farmurinn hafi verið vigtaður við bryggjuna á Flateyri og verði vigtaður við komuna til Þorlákshafnar. „Ef hingað kemur hálftómur bíll þá er það auðvitað ekki gott,“ segir Hannes sem gerir ráð fyrir því að flutningabílarnir séu væntanlegir með kvöldinu. Sæbjúgun eru verkuð í Þorlákshöfn og öll send til Kína, en Hafnarnesi hafa borist um 20 tonn af sæbjúgum á dag síðustu vikur. Í Kína þykja sæbjúgun mikið lostæti, til að mynda eru þau notuð í súpur og sem meðlæti. Hannes segist sjálfur hafa smakkað sæbjúga í Kína og þótti bara ágætt. Vísir setti sig jafnframt í samband við fyrirtækið Flutning, Löndun, Slæging ehf. sem sá um flutning sæbjúgnanna fyrir Hafnarver frá Flateyri til Þorlákshafnar. Forsvarsmaður fyrirtækisins, Ómar Hafsteinn Matthíasson, sagðist þó ekki kannast við að bílar fyrirtækisins hafi komið við á Ísafirði á leið sinni frá Flateyri og þótti því ólíklegt að sæbjúgnalekann mætti rekja til þeirra. Þrátt fyrir að sæbjúgun þyki herramannsmatur eystra, og verðmætið eftir því, sagðist Olísstarfsmaðurinn ekki ætla að reiða fram sæbjúgun í kvöldmatinn. Sér þætti ólystugt að borða sjávarfang af olíumenguðu planinu. Því hafi þeim öllum verið fargað.
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira