Með margra milljóna úr í sparnaðarherferð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. september 2019 06:15 Pétur Kiernan lifir hátt, ef marka má myndir á Instagram. Fréttablaðið/Ernir Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“ og er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifavaldurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heimasíðu Landsbankans með eftirfarandi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólgin í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þáttastjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Instagram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitton, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bankans, væri ekki markaðslegur blekkingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kemur fram að myndbandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparnaðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megináherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar.Uppfært klukkan 10:05:Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að herferð Landsbankans hefði verið unnin í samstarfi við Útvarp 101 en þær upplýsingar eru rangar. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landsbankans kom einnig fram að Pétur væri þáttagerðarmaður á Útvarpi 101 en það er einnig rangt. Hið rétta er að Útvarp 101 framleiddi aðra herferð fyrir Landsbankans en sú sem nú er í loftinu er unnin í samtarfi við auglýsingastofuna Jónsson og Lemacks. Fréttablaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni. Auglýsinga- og markaðsmál Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“ og er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifavaldurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heimasíðu Landsbankans með eftirfarandi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólgin í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þáttastjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Instagram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitton, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bankans, væri ekki markaðslegur blekkingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kemur fram að myndbandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparnaðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megináherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar.Uppfært klukkan 10:05:Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að herferð Landsbankans hefði verið unnin í samstarfi við Útvarp 101 en þær upplýsingar eru rangar. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landsbankans kom einnig fram að Pétur væri þáttagerðarmaður á Útvarpi 101 en það er einnig rangt. Hið rétta er að Útvarp 101 framleiddi aðra herferð fyrir Landsbankans en sú sem nú er í loftinu er unnin í samtarfi við auglýsingastofuna Jónsson og Lemacks. Fréttablaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni.
Auglýsinga- og markaðsmál Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent