Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 22:49 Um það bil hundrað starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag. Fréttablaðið/STEFÁN Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 134 var sagt upp í fjármálageiranum í dag. Umfangsmesta hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni fór fram í Arion banka í dag þar sem 102 misstu vinnuna. Þá var 20 sagt upp hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Hljóðið er þungt í starfsmönnum og þá íhuga Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja að vísa málinu til félagsdóms. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að uppsagnirnar hefðu verið umfangsmeiri en stofnunin hefði búist við. Hún ræddi uppsagnirnar og horfur í efnahagslífinu í ljósi þeirra nánar í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það virðist vera mikill samdráttur í starfsmannahaldi í fjármálageiranum akkúrat núna, það er alveg ljóst. En við erum auðvitað greinilega í niðursveiflu, það held ég að sé engum blöðum um að fletta og það eru allir sammála um það. En spurningin er hvenær þeim botni er náð og vonandi gerist það fljótt á nýju ári að við förum að fara upp á við aftur,“ sagði Unnur.Gerið þið ráð fyrir enn meiri dýfu?„Ég skal ekki segja. Ég óttast að hún verði aðeins dýpri. Ég á nú von á því alveg eins“Að það sé von á fleiri fjöldauppsögnum?„Já, ég yrði ekki hissa. Við getum orðað það þannig. En ég vona það besta.“ Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 8.500 í ágúst, eða 4,4%, sem er 1,3 prósentustigum hærra en í júlí. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun, sem Unnur vísaði í, voru 6748 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun í ágúst og atvinnuleysi þannig um 3,5%, sem hún segir ríma við aukninguna á árinu. Enn á eftir að fara yfir atvinnuleysistölur fyrir septembermánuð.Viðtalið við Unni má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 134 var sagt upp í fjármálageiranum í dag. Umfangsmesta hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni fór fram í Arion banka í dag þar sem 102 misstu vinnuna. Þá var 20 sagt upp hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Hljóðið er þungt í starfsmönnum og þá íhuga Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja að vísa málinu til félagsdóms. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að uppsagnirnar hefðu verið umfangsmeiri en stofnunin hefði búist við. Hún ræddi uppsagnirnar og horfur í efnahagslífinu í ljósi þeirra nánar í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það virðist vera mikill samdráttur í starfsmannahaldi í fjármálageiranum akkúrat núna, það er alveg ljóst. En við erum auðvitað greinilega í niðursveiflu, það held ég að sé engum blöðum um að fletta og það eru allir sammála um það. En spurningin er hvenær þeim botni er náð og vonandi gerist það fljótt á nýju ári að við förum að fara upp á við aftur,“ sagði Unnur.Gerið þið ráð fyrir enn meiri dýfu?„Ég skal ekki segja. Ég óttast að hún verði aðeins dýpri. Ég á nú von á því alveg eins“Að það sé von á fleiri fjöldauppsögnum?„Já, ég yrði ekki hissa. Við getum orðað það þannig. En ég vona það besta.“ Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 8.500 í ágúst, eða 4,4%, sem er 1,3 prósentustigum hærra en í júlí. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun, sem Unnur vísaði í, voru 6748 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun í ágúst og atvinnuleysi þannig um 3,5%, sem hún segir ríma við aukninguna á árinu. Enn á eftir að fara yfir atvinnuleysistölur fyrir septembermánuð.Viðtalið við Unni má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09
Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33