Barbie kynnir kynhlutlausar dúkkur til leiks Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2019 11:13 Talsmenn Mattel segjast hafa unnið náið með sérfræðingum, foreldrum, heilbrigðisstarfsfólki og ekki síst börnum til að skapa þau sex dúkkusett sem nú koma á markaðinn. mattel Barbie-dúkkuframleiðandinn Mattel hefur hafið sölu á kynhlutlausum dúkkum sem framleiðendur segja að munu gefa börnum kleift að „tjá sig frjálslega“. Með nýju dúkkulínunni, sem kölluð er Sköpunarheimur (e. Creatable World), fylgja nokkrir möguleikar til að klæða dúkkuna, fylgihlutir og hárgreiðslur. Þannig geti börn klætt og mótað dúkkurnar með stuttu eða síðu hári, klætt þær í pils, buxur eða jafnvel bæði. Talsmenn Mattel segjast hafa unnið náið með sérfræðingum, foreldrum, heilbrigðisstarfsfólki og ekki síst börnum til að skapa þau sex dúkkusett sem nú koma á markaðinn. Með hverju setti fylgir ein dúkka, tveir möguleikar á hárgreiðslu og „endalausir“ möguleikar til að stílfæra dúkkuna.Staðalímyndir skilgreini ekki leikinn Kim Culmone, aðstoðarforstjóri Mattel, segir nýju línuna til marks um breytta tíma, endurspeglun menningar og að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi talið tímabært að skapa dúkkulínu „lausa við merkimiða“. „Með rannsóknum höfum við komist að því að krakkar vilji ekki að staðalímynd kynja skilgreini leikföng sín,“ segir Culmone. Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Barbie-dúkkuframleiðandinn Mattel hefur hafið sölu á kynhlutlausum dúkkum sem framleiðendur segja að munu gefa börnum kleift að „tjá sig frjálslega“. Með nýju dúkkulínunni, sem kölluð er Sköpunarheimur (e. Creatable World), fylgja nokkrir möguleikar til að klæða dúkkuna, fylgihlutir og hárgreiðslur. Þannig geti börn klætt og mótað dúkkurnar með stuttu eða síðu hári, klætt þær í pils, buxur eða jafnvel bæði. Talsmenn Mattel segjast hafa unnið náið með sérfræðingum, foreldrum, heilbrigðisstarfsfólki og ekki síst börnum til að skapa þau sex dúkkusett sem nú koma á markaðinn. Með hverju setti fylgir ein dúkka, tveir möguleikar á hárgreiðslu og „endalausir“ möguleikar til að stílfæra dúkkuna.Staðalímyndir skilgreini ekki leikinn Kim Culmone, aðstoðarforstjóri Mattel, segir nýju línuna til marks um breytta tíma, endurspeglun menningar og að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi talið tímabært að skapa dúkkulínu „lausa við merkimiða“. „Með rannsóknum höfum við komist að því að krakkar vilji ekki að staðalímynd kynja skilgreini leikföng sín,“ segir Culmone.
Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira