Dýpkun skuldabréfamarkaðar Birgir Haraldsson skrifar 25. september 2019 07:00 Samhliða versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu á þessu ári hafa langtímavextir á skuldabréfamörkuðum hríðlækkað víðsvegar um heiminn og fjöldi seðlabanka keyrt stýrivexti niður. Þessa þróun má glögglega sjá í hlutdeild skuldabréfa í heiminum sem bera neikvæða vexti en hún hafði aukist í tæp 30% í lok ágúst úr 12% seint á síðasta ári, samkvæmt bandaríska fjárfestingarbankanum J.P. Morgan. Aldrei hefur þessi hlutdeild mælst hærri áður en hún nær yfir 24 lönd, bæði iðnaðar- og nýmarkaðslönd, og meðal annars skuldabréf ríkja, opinberra stofnana og fyrirtækja. Vaxtagrunnur upp á 3,5% líkt og á Íslandi í dag er því „vara“ sem er að verða af skornum skammti á heimsvísu. Í þessu ljósi er áhugavert að sjá að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfamarkaði er engu að síður við sögulegt lágmark um þessar mundir en samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins áttu alþjóðafjárfestar eingöngu 14,6% af útistandandi ríkisskuldabréfum í ágúst. Þetta hlutfall var um tvöfalt hærra rétt fyrir innleiðingu innflæðishaftanna í júní 2016 en til samanburðar má nefna að nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hlutdeild erlendra fjárfesta í skuldum nýmarkaðsríkja í eigin gjaldmiðli sýna hana um 18% að meðaltali. Lönd eins og Pólland og Mexíkó standa í 30% (bæði voru í 40% fyrir fjórum árum), Suður-Afríka í 38%, Indónesía í 40% og Perú situr efst með hlutdeild erlendra fjárfesta í 44% (fór hæst í 57% í lok árs 2013). Segja má að rýmið til að tvöfalda og jafnvel þrefalda þátttöku alþjóðafjárfesta í íslenskum skuldabréfum sé til staðar en það tryggir á engan hátt að slík þróun muni eiga sér stað. Helsta áskorunin er smæð markaðarins en heildarvirði allra íslenskra skuldabréfa samsvarar útistandandi skuldabréfaútgáfu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing (21 milljarðar Bandaríkjadala). Sömuleiðis myndi tvöföldun á þátttöku erlendra aðila í ríkisskuldabréfum eingöngu þýða innflæði upp á 800 milljónir Bandaríkjadala – upphæð sem sjóðsstjóri innan meðalstórs vogunarsjóðs í New York eða London stýrir. Vaxtagrunnur upp á 3,5% ætti því eingöngu að vera nauðsynlegt skilyrði til að vekja áhuga erlendra aðila í dag en ekki endilega nægjanlegt því að smæðin setur ákveðnar hömlur á íslensk skuldabréfatækifæri fyrir alþjóðafjárfesta. Það er því einkar áhugavert að fylgjast með markaðnum fyrir íslensk fyrirtækjaskuldabréf um þessar mundir en ákveðnar sviptingar eru að eiga sér stað sem benda til þess að útgáfa skuldabréfa fyrirtækja gæti aukist á komandi misserum. Nýverið í þessum miðli lýsti til að mynda bankastjóri eins af viðskiptabönkunum því yfir að fjármögnun stærri fyrirtækja myndi í auknum mæli leita út á skuldabréfamarkaðinn þar sem bankarnir væru ekki lengur samkeppnishæfir í kjörum til þessa hóps. Þessi þróun er nú hafin með skuldabréfaútgáfu Haga* í þessum mánuði og ef staflinn af bankalánum sem situr á efnahagsreikningum skráðra fyrirtækja myndi færast inn á skuldabréfamarkaðinn myndu stoðir hans styrkjast til muna. Innlendir togkraftar fyrir alþjóðafjárfesta gætu því mögulega aukist ef fyrirtækjahluti skuldabréfamarkaðarins dýpkar í náinni framtíð á meðan markaðsaðstæður erlendis ættu að að ýta fjárfestum í fræknari landkannanir. Tíminn mun leiða í ljós hvort og hversu hratt þessi þróun á sér stað en það væri til mikils að vinna fyrir íslenskan skuldabréfamarkað ef fjölbreytileiki í fjárfestingarkostum og fjárfestahópnum myndi aukast.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance *Arctica Finance sér um framkvæmd skuldabréfaútgáfu Haga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Sjá meira
Samhliða versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu á þessu ári hafa langtímavextir á skuldabréfamörkuðum hríðlækkað víðsvegar um heiminn og fjöldi seðlabanka keyrt stýrivexti niður. Þessa þróun má glögglega sjá í hlutdeild skuldabréfa í heiminum sem bera neikvæða vexti en hún hafði aukist í tæp 30% í lok ágúst úr 12% seint á síðasta ári, samkvæmt bandaríska fjárfestingarbankanum J.P. Morgan. Aldrei hefur þessi hlutdeild mælst hærri áður en hún nær yfir 24 lönd, bæði iðnaðar- og nýmarkaðslönd, og meðal annars skuldabréf ríkja, opinberra stofnana og fyrirtækja. Vaxtagrunnur upp á 3,5% líkt og á Íslandi í dag er því „vara“ sem er að verða af skornum skammti á heimsvísu. Í þessu ljósi er áhugavert að sjá að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfamarkaði er engu að síður við sögulegt lágmark um þessar mundir en samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins áttu alþjóðafjárfestar eingöngu 14,6% af útistandandi ríkisskuldabréfum í ágúst. Þetta hlutfall var um tvöfalt hærra rétt fyrir innleiðingu innflæðishaftanna í júní 2016 en til samanburðar má nefna að nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hlutdeild erlendra fjárfesta í skuldum nýmarkaðsríkja í eigin gjaldmiðli sýna hana um 18% að meðaltali. Lönd eins og Pólland og Mexíkó standa í 30% (bæði voru í 40% fyrir fjórum árum), Suður-Afríka í 38%, Indónesía í 40% og Perú situr efst með hlutdeild erlendra fjárfesta í 44% (fór hæst í 57% í lok árs 2013). Segja má að rýmið til að tvöfalda og jafnvel þrefalda þátttöku alþjóðafjárfesta í íslenskum skuldabréfum sé til staðar en það tryggir á engan hátt að slík þróun muni eiga sér stað. Helsta áskorunin er smæð markaðarins en heildarvirði allra íslenskra skuldabréfa samsvarar útistandandi skuldabréfaútgáfu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing (21 milljarðar Bandaríkjadala). Sömuleiðis myndi tvöföldun á þátttöku erlendra aðila í ríkisskuldabréfum eingöngu þýða innflæði upp á 800 milljónir Bandaríkjadala – upphæð sem sjóðsstjóri innan meðalstórs vogunarsjóðs í New York eða London stýrir. Vaxtagrunnur upp á 3,5% ætti því eingöngu að vera nauðsynlegt skilyrði til að vekja áhuga erlendra aðila í dag en ekki endilega nægjanlegt því að smæðin setur ákveðnar hömlur á íslensk skuldabréfatækifæri fyrir alþjóðafjárfesta. Það er því einkar áhugavert að fylgjast með markaðnum fyrir íslensk fyrirtækjaskuldabréf um þessar mundir en ákveðnar sviptingar eru að eiga sér stað sem benda til þess að útgáfa skuldabréfa fyrirtækja gæti aukist á komandi misserum. Nýverið í þessum miðli lýsti til að mynda bankastjóri eins af viðskiptabönkunum því yfir að fjármögnun stærri fyrirtækja myndi í auknum mæli leita út á skuldabréfamarkaðinn þar sem bankarnir væru ekki lengur samkeppnishæfir í kjörum til þessa hóps. Þessi þróun er nú hafin með skuldabréfaútgáfu Haga* í þessum mánuði og ef staflinn af bankalánum sem situr á efnahagsreikningum skráðra fyrirtækja myndi færast inn á skuldabréfamarkaðinn myndu stoðir hans styrkjast til muna. Innlendir togkraftar fyrir alþjóðafjárfesta gætu því mögulega aukist ef fyrirtækjahluti skuldabréfamarkaðarins dýpkar í náinni framtíð á meðan markaðsaðstæður erlendis ættu að að ýta fjárfestum í fræknari landkannanir. Tíminn mun leiða í ljós hvort og hversu hratt þessi þróun á sér stað en það væri til mikils að vinna fyrir íslenskan skuldabréfamarkað ef fjölbreytileiki í fjárfestingarkostum og fjárfestahópnum myndi aukast.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance *Arctica Finance sér um framkvæmd skuldabréfaútgáfu Haga.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun