Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 12:31 Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember. Vísir/Ernir Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti upp á rúmlega sextíu milljónir króna. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ríkisútvarpið greinir frá og vísar í greinargerð með ákæru héraðssaksóknara þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnasmygli frá Póllandi og peningaþvætti ásamt konu sinni. Farið hafi verið í gegnum skattframtöl hjónanna og ljóst að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun. Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna. Í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst og var birt á vef dómstólaráðuneytisins nýlega er fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Frægt er á sínum tíma þegar Franklín Steiner, sem sakaður var og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, útskýrði háar tekjur sínar með heppni sinni í spilakössum.Skýrasta dæmi Íslandssögunnar um skipulagða brotastarfsemi Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, sagði í desember 2017, þegar Euromarket-málið kom upp að um væri að ræða skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem sést hefði hér á landi. Fíkniefnaþátturinn væri einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Sá angi málsins sem fjallað er um hér að ofan er sá fyrsti sem kemur til meðferðar hjá dómstólum. Aðrir angar eru til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglu en samkvæmt upplýsingum Vísis er rannsóknin vel á veg komin. Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti upp á rúmlega sextíu milljónir króna. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ríkisútvarpið greinir frá og vísar í greinargerð með ákæru héraðssaksóknara þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnasmygli frá Póllandi og peningaþvætti ásamt konu sinni. Farið hafi verið í gegnum skattframtöl hjónanna og ljóst að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun. Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna. Í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst og var birt á vef dómstólaráðuneytisins nýlega er fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Frægt er á sínum tíma þegar Franklín Steiner, sem sakaður var og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, útskýrði háar tekjur sínar með heppni sinni í spilakössum.Skýrasta dæmi Íslandssögunnar um skipulagða brotastarfsemi Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, sagði í desember 2017, þegar Euromarket-málið kom upp að um væri að ræða skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem sést hefði hér á landi. Fíkniefnaþátturinn væri einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Sá angi málsins sem fjallað er um hér að ofan er sá fyrsti sem kemur til meðferðar hjá dómstólum. Aðrir angar eru til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglu en samkvæmt upplýsingum Vísis er rannsóknin vel á veg komin.
Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira