Íranir gefa frat í yfirlýsingu leiðtoganna Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2019 07:05 Emmanuel Macron, Angela Merkel og Boris Johnson funduðu saman í New York, þar sem Loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna fer fram. EPa/ HAYOUNG JEON Íranir hafa hafnað sameiginlegri yfirlýsingu sem leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Bretlands sendu frá sér í gærkvöldi. Þar tóku leiðtogarnir undir ásakanir Bandaríkjamanna um að Íranir hafi staðið á bak við árásina á olíuvinnslustöð Sáda á dögunum. Evrópuleiðtogarnir, sem funduðu saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, segja enga aðra haldbæra skýringu á árásinni en þá að Íran hafi skipulagt hana, en Íranir hafa neitað því staðfastlega. Þau Angela Merkel, Emmanuel Macron og Boris Johnson taka fram í yfirlýsingunni að ríkin ætli sér að standa áfram við kjarnorkusamkomulagið sem gert var við Íran 2015. Leiðtogarnir heita því aukinheldur að reyna að draga úr spennunni í Austurlöndum nær og hvetja Írani til að gera slíkt hið sama. Greinendum þykir hvatningin þó innantóm, enda aðeins örfáir dagar síðan Johnson sagðist ekki útiloka að Bretar myndu taka aðstoða Bandaríkjamenn við að styrkja varnir Sádi-Arabíu við Persaflóa - sem stjórnvöld í Teheran myndu túlku sem ögrun. Íranir hafna enn sem fyrr ásökununum og segja Evrópuleiðtogana ekki gera annað en að herma eins og páfagaukar eftir Bandaríkjamönnum. „Ef Íran hefði staðið á bakvið árásina væri ekkert eftir af olíuvinnlustöðvunum,“ sagði utanríkisráðherra Írans í samtali við fjölmiðlafólk í New York. Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Þýskaland Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Íranir hafa hafnað sameiginlegri yfirlýsingu sem leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Bretlands sendu frá sér í gærkvöldi. Þar tóku leiðtogarnir undir ásakanir Bandaríkjamanna um að Íranir hafi staðið á bak við árásina á olíuvinnslustöð Sáda á dögunum. Evrópuleiðtogarnir, sem funduðu saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, segja enga aðra haldbæra skýringu á árásinni en þá að Íran hafi skipulagt hana, en Íranir hafa neitað því staðfastlega. Þau Angela Merkel, Emmanuel Macron og Boris Johnson taka fram í yfirlýsingunni að ríkin ætli sér að standa áfram við kjarnorkusamkomulagið sem gert var við Íran 2015. Leiðtogarnir heita því aukinheldur að reyna að draga úr spennunni í Austurlöndum nær og hvetja Írani til að gera slíkt hið sama. Greinendum þykir hvatningin þó innantóm, enda aðeins örfáir dagar síðan Johnson sagðist ekki útiloka að Bretar myndu taka aðstoða Bandaríkjamenn við að styrkja varnir Sádi-Arabíu við Persaflóa - sem stjórnvöld í Teheran myndu túlku sem ögrun. Íranir hafna enn sem fyrr ásökununum og segja Evrópuleiðtogana ekki gera annað en að herma eins og páfagaukar eftir Bandaríkjamönnum. „Ef Íran hefði staðið á bakvið árásina væri ekkert eftir af olíuvinnlustöðvunum,“ sagði utanríkisráðherra Írans í samtali við fjölmiðlafólk í New York.
Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Þýskaland Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09
Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55
Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45