Táknmálið er meira en mikilvægt, það er súrefni fyrir okkur döff Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 23. september 2019 12:15 Fyrir okkur sem reiðum okkur á táknmálið til tjáningar og samskipta er það eins og súrefni fyrir okkur, við þurfum á því að halda til að lifa og njóta lífsins. Börn þurfa á því að halda til að þroskast og dafna. Það er réttur allra að njóta mannréttinda. Til hamingju með daginn í dag!Alþjóðadagur táknmálsins Vissir þú að þann 19. desember 2017 samþykkti þing Sameinuðu þjóðanna alþjóðadag táknmálsins í því skyni að vekja athygli á mikilvægi táknmálsins í mannréttindum þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 23. september varð fyrir valinu sem er stofndagur Alheimssamtaka heyrnarlausra, WFD. Hvert er markmiðið með þessa alþjóðadaga? Sameinuðu þjóðirnir segja að með alþjóðlegum dögum þá er tilefni til að fræða almenning um málefni er varða t.d táknmálið, ógnir þær sem táknmálið á heimsvísu glímir við, virkja vilja stjórnvalda og tryggja fjármagn til að takast á við þær ógnir sem koma í veg fyrir að táknmálið njóti og eflist og að þeir sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta njóti mannréttinda. Samkvæmt WFD eru um 72 milljónir heyrnarlausra um allan heim og samanlagt eru rúmlega 300 táknmál. Táknmálið er fullgilt tungumál, á Íslandi er það íslenskt táknmál. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál kemur fram að stjórnvöld skuli hlúa og styðja við íslenska táknmálið ásamt því að ríki og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, ,menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenska tungumálinu sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðadag táknmálsins varð birt ályktun og er það viðurkennt að snemmtæk íhlutun og aðgengi að táknmáli og þjónustu á táknmáli sé mikilvægt að tryggja, þar með talið gæðamenntun á táknmáli en allt þetta er lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og þroska barna sem reiða sig á táknmál í daglegu lífi. Eins er mikilvægt að ríki varðveiti táknmálið sem hluta af tungumáli og menningu og leggja SÞ líka áherslu á meginregluna „ekkert um okkur án okkar”. Núna undanfarna daga hafa verið umræður í þjóðfélaginu um nám án aðgreiningar. Eru börn sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta að njóta öryggis í íslenskum leik- og grunnskólum? Í ályktun WFD kemur fram að um allan heim eiga döff börn í erfiðleikum við nám VEGNA óviðeigandi námsumhverfsins, ekki vegna heyrnarleysins. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á áberandi misræmi í menntun döff nemenda og jafnaldra þeirra og að almenna skólakerfið uppfyllir ekki þarfir döff nemenda til tungumálanáms. WFD hvetur ríki og stjórnvöld að sýna sérstaka varkárni við túlkun í námi án aðgreingar í tengslum við döff nemendur sem reiða sig á táknmál, tryggja að málumhverfið sé ríkulegt af táknmáli, tryggja að sjálfsmynd þeirra ásamt táknmálssamfélagsins sé haldið á lofti innan umhverfsins sem eru vaxa og dafna. Við hjá Félagi heyrnarlausra höfum verulegar áhyggjur af námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM, viðhorf til táknmálsins í námsumhverfi þarf að vera gott, starfsfólk og kennarar í námsumhverfi barnanna þarf að styðja og efla við táknmálið, mikilvægt er að hugsa um táknmálið í fyrsta sæti þegar verið er að skipuleggja nám og námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM.Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mannréttindi Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem reiðum okkur á táknmálið til tjáningar og samskipta er það eins og súrefni fyrir okkur, við þurfum á því að halda til að lifa og njóta lífsins. Börn þurfa á því að halda til að þroskast og dafna. Það er réttur allra að njóta mannréttinda. Til hamingju með daginn í dag!Alþjóðadagur táknmálsins Vissir þú að þann 19. desember 2017 samþykkti þing Sameinuðu þjóðanna alþjóðadag táknmálsins í því skyni að vekja athygli á mikilvægi táknmálsins í mannréttindum þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 23. september varð fyrir valinu sem er stofndagur Alheimssamtaka heyrnarlausra, WFD. Hvert er markmiðið með þessa alþjóðadaga? Sameinuðu þjóðirnir segja að með alþjóðlegum dögum þá er tilefni til að fræða almenning um málefni er varða t.d táknmálið, ógnir þær sem táknmálið á heimsvísu glímir við, virkja vilja stjórnvalda og tryggja fjármagn til að takast á við þær ógnir sem koma í veg fyrir að táknmálið njóti og eflist og að þeir sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta njóti mannréttinda. Samkvæmt WFD eru um 72 milljónir heyrnarlausra um allan heim og samanlagt eru rúmlega 300 táknmál. Táknmálið er fullgilt tungumál, á Íslandi er það íslenskt táknmál. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál kemur fram að stjórnvöld skuli hlúa og styðja við íslenska táknmálið ásamt því að ríki og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, ,menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenska tungumálinu sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðadag táknmálsins varð birt ályktun og er það viðurkennt að snemmtæk íhlutun og aðgengi að táknmáli og þjónustu á táknmáli sé mikilvægt að tryggja, þar með talið gæðamenntun á táknmáli en allt þetta er lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og þroska barna sem reiða sig á táknmál í daglegu lífi. Eins er mikilvægt að ríki varðveiti táknmálið sem hluta af tungumáli og menningu og leggja SÞ líka áherslu á meginregluna „ekkert um okkur án okkar”. Núna undanfarna daga hafa verið umræður í þjóðfélaginu um nám án aðgreiningar. Eru börn sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta að njóta öryggis í íslenskum leik- og grunnskólum? Í ályktun WFD kemur fram að um allan heim eiga döff börn í erfiðleikum við nám VEGNA óviðeigandi námsumhverfsins, ekki vegna heyrnarleysins. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á áberandi misræmi í menntun döff nemenda og jafnaldra þeirra og að almenna skólakerfið uppfyllir ekki þarfir döff nemenda til tungumálanáms. WFD hvetur ríki og stjórnvöld að sýna sérstaka varkárni við túlkun í námi án aðgreingar í tengslum við döff nemendur sem reiða sig á táknmál, tryggja að málumhverfið sé ríkulegt af táknmáli, tryggja að sjálfsmynd þeirra ásamt táknmálssamfélagsins sé haldið á lofti innan umhverfsins sem eru vaxa og dafna. Við hjá Félagi heyrnarlausra höfum verulegar áhyggjur af námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM, viðhorf til táknmálsins í námsumhverfi þarf að vera gott, starfsfólk og kennarar í námsumhverfi barnanna þarf að styðja og efla við táknmálið, mikilvægt er að hugsa um táknmálið í fyrsta sæti þegar verið er að skipuleggja nám og námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM.Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun