Sofðu rótt Lára G. Sigurðardóttir skrifar 23. september 2019 07:00 Til er sjúkdómur, Fatal Familial Insomnia, sem dregur fólk til dauða. Svefnleysi ágerist þangað til viðkomandi hættir einn daginn að geta sofið. Hann á erfitt með að einbeita sér, verður gleyminn og fær ofskynjanir – auk þess sem kvíði og þunglyndi sækir á. Þótt sjúkdómurinn sé afar fátíður gefur hann okkur mikilvæga innsýn í áhrif svefnleysis. Nú eru skuggalega margir unglingar sem sofa einungis rúma sex tíma sem er langt frá því að vera heilbrigt þegar æskilegur svefntími þeirra eru níu tímar. Þarf engan að undra að þeir þambi örvandi drykki til að komast í gegnum daginn, sem dregur dilk á eftir sér. Það er auðvelt að lenda í vítahring svefnleysis og örvandi drykkja. Þegar maður fær ónógan svefn þá sækir maður frekar í örvandi efni og þegar maður er með of mikið af örvandi efnum í líkamanum þá sefur maður verr. Örvandi drykkir innihalda venjulega koffín og önnur efni sem skerða svefngæði. Ef þú færð þér orkudrykk seinnipart dags þá er helmingur koffíns enn í blóðinu þegar kemur að háttatíma en koffín hindrar m.a. að boðefnið adenósín geti sagt heilanum að það sé kominn svefntími. Börn eru næmari fyrir áhrifum koffíns og eiga alls ekki að neyta örvandi drykkja enda sérðu á umbúðunum, ef grannt er skoðað, að þeir eru ekki ætlaðir yngri en 20 ára. Það þarf ekki að vera flókið að hjálpa unglingunum að sofa rótt, t.d. aftengja internetið á kvöldin, setja símtæki í lokaðan skáp og ræða við þau um svefn. Innflytjendur örvandi drykkja geta merkt betur umbúðirnar með aldurstakmarki og verslunareigendur sett stífari reglur um sölu til unglinga. Þangað til næst, sofðu rótt – því það er fátt jafn endurnærandi og að vakna eftir góðan svefn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Til er sjúkdómur, Fatal Familial Insomnia, sem dregur fólk til dauða. Svefnleysi ágerist þangað til viðkomandi hættir einn daginn að geta sofið. Hann á erfitt með að einbeita sér, verður gleyminn og fær ofskynjanir – auk þess sem kvíði og þunglyndi sækir á. Þótt sjúkdómurinn sé afar fátíður gefur hann okkur mikilvæga innsýn í áhrif svefnleysis. Nú eru skuggalega margir unglingar sem sofa einungis rúma sex tíma sem er langt frá því að vera heilbrigt þegar æskilegur svefntími þeirra eru níu tímar. Þarf engan að undra að þeir þambi örvandi drykki til að komast í gegnum daginn, sem dregur dilk á eftir sér. Það er auðvelt að lenda í vítahring svefnleysis og örvandi drykkja. Þegar maður fær ónógan svefn þá sækir maður frekar í örvandi efni og þegar maður er með of mikið af örvandi efnum í líkamanum þá sefur maður verr. Örvandi drykkir innihalda venjulega koffín og önnur efni sem skerða svefngæði. Ef þú færð þér orkudrykk seinnipart dags þá er helmingur koffíns enn í blóðinu þegar kemur að háttatíma en koffín hindrar m.a. að boðefnið adenósín geti sagt heilanum að það sé kominn svefntími. Börn eru næmari fyrir áhrifum koffíns og eiga alls ekki að neyta örvandi drykkja enda sérðu á umbúðunum, ef grannt er skoðað, að þeir eru ekki ætlaðir yngri en 20 ára. Það þarf ekki að vera flókið að hjálpa unglingunum að sofa rótt, t.d. aftengja internetið á kvöldin, setja símtæki í lokaðan skáp og ræða við þau um svefn. Innflytjendur örvandi drykkja geta merkt betur umbúðirnar með aldurstakmarki og verslunareigendur sett stífari reglur um sölu til unglinga. Þangað til næst, sofðu rótt – því það er fátt jafn endurnærandi og að vakna eftir góðan svefn.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun