Veikindi flugfreyja rannsökuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 14:47 Nokkrar flugfreyjur hafa veikst um borð í Icelandair vélum en málin eru nú til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. Svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri og er málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. RÚV greindi frá málinu fyrst miðla í dag. Nokkur mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefndinni og segir Ragnar Guðmundsson, rannsóknastjóri flugslysasviðs í samtali við fréttastofu Vísis að eitt tilfellanna hafi bæst við rannsóknina í síðustu viku. „Við fórum á vettvang, tókum sýni og rannsökuðum flugvélina,“ segir Ragnar. „Við þurfum að sjá framvindu veikindanna. Veikindi geta verið af margs konar toga þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum.“Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en lengra verður haldið.Stöð 2Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum og tekin verður ákvörðun um framvindu málsins í framhaldi af því, hvort full rannsókn verði opnuð eða henni lokað. Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri flugrekstrar Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að verið væri að skoða það sem upp kom í vél félagsins í síðustu viku og samtal sé við fólkið. Verið sé að reyna að greina hverjar mögulegar orsakir eru. „Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra,“ segir Jens í samtali við RÚV. Ekki náðist tal af Jens við vinnslu fréttar Vísis. Ragnar segir veikindin hafa komið upp í vélum af mismunandi gerð í flota Icelandair og þau virðast ekki heldur vera bundin við lengd fluga. Atvik hafi komið upp áður í löngum flugum vestur um haf en atvikið sem kom upp í síðustu viku, sem er til rannsóknar, hafi verið í stuttu Evrópu flugi. Þá segir hann einkennin ekki vera þau sömu í öllum tilfellum en ekki sé hægt að staðfesta hver einkennin eru. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. Svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri og er málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. RÚV greindi frá málinu fyrst miðla í dag. Nokkur mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefndinni og segir Ragnar Guðmundsson, rannsóknastjóri flugslysasviðs í samtali við fréttastofu Vísis að eitt tilfellanna hafi bæst við rannsóknina í síðustu viku. „Við fórum á vettvang, tókum sýni og rannsökuðum flugvélina,“ segir Ragnar. „Við þurfum að sjá framvindu veikindanna. Veikindi geta verið af margs konar toga þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum.“Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en lengra verður haldið.Stöð 2Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum og tekin verður ákvörðun um framvindu málsins í framhaldi af því, hvort full rannsókn verði opnuð eða henni lokað. Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri flugrekstrar Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að verið væri að skoða það sem upp kom í vél félagsins í síðustu viku og samtal sé við fólkið. Verið sé að reyna að greina hverjar mögulegar orsakir eru. „Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra,“ segir Jens í samtali við RÚV. Ekki náðist tal af Jens við vinnslu fréttar Vísis. Ragnar segir veikindin hafa komið upp í vélum af mismunandi gerð í flota Icelandair og þau virðast ekki heldur vera bundin við lengd fluga. Atvik hafi komið upp áður í löngum flugum vestur um haf en atvikið sem kom upp í síðustu viku, sem er til rannsóknar, hafi verið í stuttu Evrópu flugi. Þá segir hann einkennin ekki vera þau sömu í öllum tilfellum en ekki sé hægt að staðfesta hver einkennin eru.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25
Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00