Íranir kynna friðarsamkomulag á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 11:28 Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, flytur ræðu á 39 ára afmælisfögnuði stríðsins á milli Íran og Írak. AP Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, varar við því utanaðkomandi hersveitir ógni friði og öryggi á Persaflóa. Þetta sagði hann eftir að yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu að verið væri að senda bandarískar hersveitir á svæðið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rouhani sagði „þjáningu og sársauka“ alltaf fylgja utanaðkomandi hersveitum og þær ætti ekki að nota í „hernaðarkapphlaupi.“ Bandaríkin eru að senda fleiri hersveitir til Sádi Arabíu eftir að ráðist var á sádi-arabískar olíuframleiðslustöðvar en bæði ríkin kenna Íran um árásina. Rouhani bætti við að Íran myndi kynna friðarsamkomulag fyrir Persaflóasvæðið á næstu dögum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York. Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran hefur farið vaxandi á árinu eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró ríkið einhliða úr kjarnorkusamningi sem gerður var til að takmarka kjarnorkuvinnslu Íran. Í staðin var viðskiptaþvingunum létt á Íran en Bandaríkin hafa hert þær undanfarna mánuði.Hassan Rouhani ásamt æðstu herforingjum íranska hersins.APÁrás var gerð á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í Abqaiq og Khurais þann 14. september síðastliðinn. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Íran, tóku ábyrgð á árásinni en bæði Bandaríkin og Sádi Arabía segja Íran vera á bak við árásina, sem yfirvöld í Tehran neita harðlega. Rouhani talaði um hersveitirnar utanaðkomandi á fundi sem haldinn var í tilefni af því að 39 ár voru liðin frá því að stríð á milli Íran og Írak hófst, en stríði stóð yfir frá 1980 til 1988 og hófst 22. september 1980. „Utanaðkomandi hersveitir geta valdið vandamálum og óöryggi fyrir fólkið okkar og fyrir svæðið okkar,“ sagði í ræðu sinni, sem var sjónvarpað. Hann sagði að slíkar hersveitir hafi valdið „hamförum“ og sagði þeim að halda sér í burtu. Rouhani sagði að friðarsamkomulagið verði kynnt fyrir Sameinuðu þjóðunum á meðan á Allsherjarþinginu stendur sem hefst á þriðjudag og fer fram í New York þar sem höfuðstöðvar SÞ eru. Hann gaf ekki upp nein smáatriði um samkomulagið en sagði að hægt væri að halda friði á Hormússundi ef löndin þar í kring legðu sitt af mörkum. Þá sagði hann að Íran væri „tilbúið að fyrirgefa gömul mistök“ nágranna sinna. „Á þessum mikilvægu og sögulegu tímum tilkynnum við nágrönnum okkar að við réttum fram bræðralags- og vinarhönd,“ bætti hann við. Húta-uppreisnarmenn hafa einnig tilkynnt vilja til að semja um frið og sögðu þeir að öllum árásum á Sádi-Arabíu yrði hætt ef konungsríkið og bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama. Bandaríkin Írak Íran Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, varar við því utanaðkomandi hersveitir ógni friði og öryggi á Persaflóa. Þetta sagði hann eftir að yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu að verið væri að senda bandarískar hersveitir á svæðið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rouhani sagði „þjáningu og sársauka“ alltaf fylgja utanaðkomandi hersveitum og þær ætti ekki að nota í „hernaðarkapphlaupi.“ Bandaríkin eru að senda fleiri hersveitir til Sádi Arabíu eftir að ráðist var á sádi-arabískar olíuframleiðslustöðvar en bæði ríkin kenna Íran um árásina. Rouhani bætti við að Íran myndi kynna friðarsamkomulag fyrir Persaflóasvæðið á næstu dögum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York. Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran hefur farið vaxandi á árinu eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró ríkið einhliða úr kjarnorkusamningi sem gerður var til að takmarka kjarnorkuvinnslu Íran. Í staðin var viðskiptaþvingunum létt á Íran en Bandaríkin hafa hert þær undanfarna mánuði.Hassan Rouhani ásamt æðstu herforingjum íranska hersins.APÁrás var gerð á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í Abqaiq og Khurais þann 14. september síðastliðinn. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Íran, tóku ábyrgð á árásinni en bæði Bandaríkin og Sádi Arabía segja Íran vera á bak við árásina, sem yfirvöld í Tehran neita harðlega. Rouhani talaði um hersveitirnar utanaðkomandi á fundi sem haldinn var í tilefni af því að 39 ár voru liðin frá því að stríð á milli Íran og Írak hófst, en stríði stóð yfir frá 1980 til 1988 og hófst 22. september 1980. „Utanaðkomandi hersveitir geta valdið vandamálum og óöryggi fyrir fólkið okkar og fyrir svæðið okkar,“ sagði í ræðu sinni, sem var sjónvarpað. Hann sagði að slíkar hersveitir hafi valdið „hamförum“ og sagði þeim að halda sér í burtu. Rouhani sagði að friðarsamkomulagið verði kynnt fyrir Sameinuðu þjóðunum á meðan á Allsherjarþinginu stendur sem hefst á þriðjudag og fer fram í New York þar sem höfuðstöðvar SÞ eru. Hann gaf ekki upp nein smáatriði um samkomulagið en sagði að hægt væri að halda friði á Hormússundi ef löndin þar í kring legðu sitt af mörkum. Þá sagði hann að Íran væri „tilbúið að fyrirgefa gömul mistök“ nágranna sinna. „Á þessum mikilvægu og sögulegu tímum tilkynnum við nágrönnum okkar að við réttum fram bræðralags- og vinarhönd,“ bætti hann við. Húta-uppreisnarmenn hafa einnig tilkynnt vilja til að semja um frið og sögðu þeir að öllum árásum á Sádi-Arabíu yrði hætt ef konungsríkið og bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama.
Bandaríkin Írak Íran Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55
Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00