Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2019 08:30 Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. AP/Evan Vucci Hið meinta loforð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á að hafa gefið öðrum þjóðarleiðtoga, snýr með einhverjum hætti að Úkraínu. Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. Innri endurskoðandi leyniþjónustanna, Michael Atkinson, mat tilkynninguna trúverðuga og sagði hana „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþing er snúa að málefnum leyniþjónustanna. Atkinson, sem skipaður var af Trump, var kallaður fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar í gær þar sem hann neitaði ítrekað að segja frá innihaldi kvörtunarinnar, þar sem honum væri það ekki heimilt.Sjá einnig: Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Sérfræðingar deila um það hvort Maguire beri í raun að upplýsa þingið um innihald tilkynningar starfsmannsins.Samkvæmt New York Times er ekki ljóst hvernig Úkraína tengist málinu en samskipti Trump og Volodymyr Zelensky, nýs forseta Úkraínu, frá því í júlí eru þegar til skoðunar. Þá sagði Trump að samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu gætu skánað til muna ef yfirvöld Úkraínu kláruðu rannsókn á spillingarmálum, sem hafi komið niður á samskiptum ríkjanna. Þetta kom fram í samantekt forsætisembættis Úkraínu sem opinberað var í júlí.Vilja að Úkraínumenn rannsaki BidenÁ sama tíma voru bandamenn Trump að þrýsta á ríkisstjórn Úkraínu að opna rannsókn sem gæti skaðað Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í gær að hann hefði beðið háttsetta embættismenn í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Þá sérstaklega að enduropna gamla rannsókn á fyrirtæki sem tengist syni Biden, Hunter Biden, sem var í stjórn stórs fyrirtækis í Úkraínu. Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Meðal annars snýr rannsóknin að því hvort Trump hafi reynt að hætta við stuðning sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu til að þvinga Úkraínumenn til hlýðni. Degi seinna var aðstoðin, sem fólst í 250 milljónum dala til þjálfunar hermanna og kaup búnaðs þeirra, send til Úkraínu.Hér má sjá viðtal Chris Cuomo við Giuliani í gær, þar sem lögmaðurinn móðgaði Cuomo ítrekað og lagði fram fjöldann allan af ásökunum sem byggja ekki á sterkum grunni, eins og Politifact hefur bent á, meðal annarra. Þar að neðan má sjá Cuomo fara stuttlega yfir ásakanir Giuliani í garð Joe Biden og sannleiksgildi þeirra.CNN's @ChrisCuomo: "Did you ask Ukraine to look into Joe Biden?"@RudyGiuliani: "Of course I did"President Trump's attorney says he had spoken with a Ukrainian official about Joe Biden's possible role in that government's dismissal of a prosecutor who investigated Biden's son. pic.twitter.com/hqmqtmx2VW— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 CNN's @ChrisCuomo fact-checks President Trump's attorney Rudy Giuliani's claims about former VP Joe Biden https://t.co/boEwKZ97ER pic.twitter.com/Kq1tz3Ods0— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Hið meinta loforð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á að hafa gefið öðrum þjóðarleiðtoga, snýr með einhverjum hætti að Úkraínu. Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. Innri endurskoðandi leyniþjónustanna, Michael Atkinson, mat tilkynninguna trúverðuga og sagði hana „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþing er snúa að málefnum leyniþjónustanna. Atkinson, sem skipaður var af Trump, var kallaður fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar í gær þar sem hann neitaði ítrekað að segja frá innihaldi kvörtunarinnar, þar sem honum væri það ekki heimilt.Sjá einnig: Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Sérfræðingar deila um það hvort Maguire beri í raun að upplýsa þingið um innihald tilkynningar starfsmannsins.Samkvæmt New York Times er ekki ljóst hvernig Úkraína tengist málinu en samskipti Trump og Volodymyr Zelensky, nýs forseta Úkraínu, frá því í júlí eru þegar til skoðunar. Þá sagði Trump að samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu gætu skánað til muna ef yfirvöld Úkraínu kláruðu rannsókn á spillingarmálum, sem hafi komið niður á samskiptum ríkjanna. Þetta kom fram í samantekt forsætisembættis Úkraínu sem opinberað var í júlí.Vilja að Úkraínumenn rannsaki BidenÁ sama tíma voru bandamenn Trump að þrýsta á ríkisstjórn Úkraínu að opna rannsókn sem gæti skaðað Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í gær að hann hefði beðið háttsetta embættismenn í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Þá sérstaklega að enduropna gamla rannsókn á fyrirtæki sem tengist syni Biden, Hunter Biden, sem var í stjórn stórs fyrirtækis í Úkraínu. Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Meðal annars snýr rannsóknin að því hvort Trump hafi reynt að hætta við stuðning sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu til að þvinga Úkraínumenn til hlýðni. Degi seinna var aðstoðin, sem fólst í 250 milljónum dala til þjálfunar hermanna og kaup búnaðs þeirra, send til Úkraínu.Hér má sjá viðtal Chris Cuomo við Giuliani í gær, þar sem lögmaðurinn móðgaði Cuomo ítrekað og lagði fram fjöldann allan af ásökunum sem byggja ekki á sterkum grunni, eins og Politifact hefur bent á, meðal annarra. Þar að neðan má sjá Cuomo fara stuttlega yfir ásakanir Giuliani í garð Joe Biden og sannleiksgildi þeirra.CNN's @ChrisCuomo: "Did you ask Ukraine to look into Joe Biden?"@RudyGiuliani: "Of course I did"President Trump's attorney says he had spoken with a Ukrainian official about Joe Biden's possible role in that government's dismissal of a prosecutor who investigated Biden's son. pic.twitter.com/hqmqtmx2VW— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 CNN's @ChrisCuomo fact-checks President Trump's attorney Rudy Giuliani's claims about former VP Joe Biden https://t.co/boEwKZ97ER pic.twitter.com/Kq1tz3Ods0— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira