Ráð á ráð ofan Kolbrún Baldursdóttir skrifar 20. september 2019 08:00 Byggðasamlög eru fjarlæg almennum borgurum. Þau eru stofnun sem setur sér eigin starfsreglur og eigin stefnu. Þar fer ekki saman fjárhagsleg ábyrgð og ákvarðanataka. Í núverandi kerfi munu byggðasamlögum fjölga frekar en fækka. Ef þörf er á fjölda byggðasamlaga er ástæða til að huga að sameiningu þeirra sveitarfélaga sem þau mynda. Reykjavík getur ekki í byggðasamlögum tekið ákvarðanir um mikilvæg atriði án þess að njóta stuðnings a.m.k. tveggja annarra sveitarfélaga og það þótt Reykjavík beri langmestu fjárhagslegu ábyrgðina. Nýverið barst Reykjavíkurborg þungur bakreikningur vegna mistaka í fjárhagsáætlanagerð byggðasamlagsins Sorpu. Ef fjárhagsleg ábyrgð Reykjavíkur á rekstri byggðasamlaga á að vera meiri en ábyrgð annarra sveitarfélaga á Reykjavík jafnframt að hafa stjórnunarheimildir í samræmi við þá ábyrgð. Við stjórnsýsluúttekt árið 2011 á byggðasamlögum borgarinnar, Strætó, Sorpu og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kom í ljós tengslaleysi milli eigenda byggðasamlaganna og stjórna þeirra. Stjórnir félaganna fóru stundum út fyrir verksvið sitt og tóku veigamiklar ákvarðanir sem féllu ekki að væntingum eigendanna. Reykjavíkurborg hefur jafnvel gert málamiðlanir á kostnað eigin hagsmuna. Stjórn Sorpu er skipuð einum stjórnarmanni frá hverju sveitarfélagi höfuðborgarsvæðisins. Samþykki ¾ hluta atkvæðavægis eða a.m.k. þriggja sveitarfélaga þarf fyrir ákvörðunum um gjaldskrár, fjárfestingar, ólögbundin útgjöld og meiri háttar skuldbindingar. Reykjavík getur því ekki í krafti atkvæða sinna tekið ákvarðanir um framangreinda hluti. Hjá Strætó þarf atkvæði þriggja aðildarsveitarfélaga til að taka ákvarðanir um meiriháttar fjárfestingar, stofnun dótturfélaga, breytingar á gjaldskrá eða breytingar á þjónustustigi og upptöku nýs leiðakerfis, að hluta eða í heild. Nú stendur til að nýtt byggðasamlag verði stofnað í kringum Borgarlínu og því er eðlilegt að borgarbúar spyrji sig hvort Reykjavík muni þar einnig bera skarðan hlut frá borði. Flokkur fólksins lagði fram tillögu um að borgarstjórn samþykki að aðild Reykjavíkur að byggðasamlögum verði skoðuð með tilliti til þess að auka lýðræðislega aðkomu Reykvíkinga að þeim. Hún var ekki samþykkt.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Sorpa Strætó Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Byggðasamlög eru fjarlæg almennum borgurum. Þau eru stofnun sem setur sér eigin starfsreglur og eigin stefnu. Þar fer ekki saman fjárhagsleg ábyrgð og ákvarðanataka. Í núverandi kerfi munu byggðasamlögum fjölga frekar en fækka. Ef þörf er á fjölda byggðasamlaga er ástæða til að huga að sameiningu þeirra sveitarfélaga sem þau mynda. Reykjavík getur ekki í byggðasamlögum tekið ákvarðanir um mikilvæg atriði án þess að njóta stuðnings a.m.k. tveggja annarra sveitarfélaga og það þótt Reykjavík beri langmestu fjárhagslegu ábyrgðina. Nýverið barst Reykjavíkurborg þungur bakreikningur vegna mistaka í fjárhagsáætlanagerð byggðasamlagsins Sorpu. Ef fjárhagsleg ábyrgð Reykjavíkur á rekstri byggðasamlaga á að vera meiri en ábyrgð annarra sveitarfélaga á Reykjavík jafnframt að hafa stjórnunarheimildir í samræmi við þá ábyrgð. Við stjórnsýsluúttekt árið 2011 á byggðasamlögum borgarinnar, Strætó, Sorpu og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kom í ljós tengslaleysi milli eigenda byggðasamlaganna og stjórna þeirra. Stjórnir félaganna fóru stundum út fyrir verksvið sitt og tóku veigamiklar ákvarðanir sem féllu ekki að væntingum eigendanna. Reykjavíkurborg hefur jafnvel gert málamiðlanir á kostnað eigin hagsmuna. Stjórn Sorpu er skipuð einum stjórnarmanni frá hverju sveitarfélagi höfuðborgarsvæðisins. Samþykki ¾ hluta atkvæðavægis eða a.m.k. þriggja sveitarfélaga þarf fyrir ákvörðunum um gjaldskrár, fjárfestingar, ólögbundin útgjöld og meiri háttar skuldbindingar. Reykjavík getur því ekki í krafti atkvæða sinna tekið ákvarðanir um framangreinda hluti. Hjá Strætó þarf atkvæði þriggja aðildarsveitarfélaga til að taka ákvarðanir um meiriháttar fjárfestingar, stofnun dótturfélaga, breytingar á gjaldskrá eða breytingar á þjónustustigi og upptöku nýs leiðakerfis, að hluta eða í heild. Nú stendur til að nýtt byggðasamlag verði stofnað í kringum Borgarlínu og því er eðlilegt að borgarbúar spyrji sig hvort Reykjavík muni þar einnig bera skarðan hlut frá borði. Flokkur fólksins lagði fram tillögu um að borgarstjórn samþykki að aðild Reykjavíkur að byggðasamlögum verði skoðuð með tilliti til þess að auka lýðræðislega aðkomu Reykvíkinga að þeim. Hún var ekki samþykkt.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar