Gasblaður Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 30. september 2019 07:00 Fyrir skömmu körpuðu borgarfulltrúar um bann á gasblöðrum, eins og þýska söngkonan Nena hafi ekki átt nógu erfitt. Rökin fyrir hugmyndinni eru að í dag sé skortur á helíum í heiminum, en í vísindasamfélaginu er gastegundin meðal annars notuð í geimvísindum og heilbrigðisgeiranum. Sú notkun hlýtur að þykja öllu mikilvægari í breiðara samhenginu en stundargleði óvita í sykursjokki á þjóðhátíðardegi Íslands sem núllast gjarnan út þegar blaðran fýkur á braut. Þess vegna var erfitt að husga sér að nokkur myndi stilla sér upp gegn þessu banni. Það gerðist nú samt og mótrökin voru hvimleið. Að stærri vandamál steðji að heiminum í dag, hægt sé að beita sér betur í flokkun og endurvinnslu, aðgengi að rusli geti verið bætt og að hægt sé að skipuleggja SORPU betur. Það má lengi bæta við þennan lista enda er enginn skortur á stórum vandamálum í heiminum í dag. Við gætum til að mynda byrjað á að komast að því af hverju slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk áður en við förum að banna gasblöðrur. Þessi gamla tugga er gömul og ný tugga því þótt vissulega séu stærri vandamál í heiminum þá koma þau ekki í veg fyrir að unnið sé að smærri vandamálum líka. Lítil vandamál eru oft auðveld viðureignar, í þessu tilfelli einfalt bann á skemmtilegum óþarfa. Stór vandamál eiga það til að vera erfið viðureignar, og það þarf ekki að setja allt annað á hakann þar til þau eru leyst. Ef verkefni væru leyst í röð frá því stærsta að því smæsta þá kæmist ekkert í verk. Það er alveg hægt að bursta tennurnar þótt maður sé fótbrotinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu körpuðu borgarfulltrúar um bann á gasblöðrum, eins og þýska söngkonan Nena hafi ekki átt nógu erfitt. Rökin fyrir hugmyndinni eru að í dag sé skortur á helíum í heiminum, en í vísindasamfélaginu er gastegundin meðal annars notuð í geimvísindum og heilbrigðisgeiranum. Sú notkun hlýtur að þykja öllu mikilvægari í breiðara samhenginu en stundargleði óvita í sykursjokki á þjóðhátíðardegi Íslands sem núllast gjarnan út þegar blaðran fýkur á braut. Þess vegna var erfitt að husga sér að nokkur myndi stilla sér upp gegn þessu banni. Það gerðist nú samt og mótrökin voru hvimleið. Að stærri vandamál steðji að heiminum í dag, hægt sé að beita sér betur í flokkun og endurvinnslu, aðgengi að rusli geti verið bætt og að hægt sé að skipuleggja SORPU betur. Það má lengi bæta við þennan lista enda er enginn skortur á stórum vandamálum í heiminum í dag. Við gætum til að mynda byrjað á að komast að því af hverju slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk áður en við förum að banna gasblöðrur. Þessi gamla tugga er gömul og ný tugga því þótt vissulega séu stærri vandamál í heiminum þá koma þau ekki í veg fyrir að unnið sé að smærri vandamálum líka. Lítil vandamál eru oft auðveld viðureignar, í þessu tilfelli einfalt bann á skemmtilegum óþarfa. Stór vandamál eiga það til að vera erfið viðureignar, og það þarf ekki að setja allt annað á hakann þar til þau eru leyst. Ef verkefni væru leyst í röð frá því stærsta að því smæsta þá kæmist ekkert í verk. Það er alveg hægt að bursta tennurnar þótt maður sé fótbrotinn.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun