Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda drepinn í aðgerðum Bandaríkjanna og Afganistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 18:51 Asim Umar var að sögn drepinn í aðgerðum bandarískra og afganskra hersveita í síðasta mánuði. getty/Scott Nelson/twitter/NDS Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda var drepinn í sameiginlegri hernaðaraðgerð Afganistan og Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Þetta segir í tilkynningu frá leyniþjónustu Afganistan (NDS). Asim Umar, æðsti leiðtogi al-Qaeda í suð-vestur Asíu (AQIS) var drepinn þegar hersveitir Afganistan og Bandaríkjanna réðust inn í búðir Talíbana í Helmand héraðinu þann 23. september síðastliðinn. Minnst fjörutíu almennir borgarar dóu í sömu árásinni. Hvorki Bandaríkin né al-Qaeda hafa staðfest andlát Umar. NDS sagði frá árásinni á Twitter á þriðjudag og sagði árásina hafa verið gerða í samstarfi við Bandaríkin en bæði Umar og aðrir meðlimir AQIS hafi verið í felum í búðunum.1/2: BREAKING: #NDS can now confirm the death of Asim Omar, leader of #Al_Qaeda in the #Indian Subcontinent (AQIS), in a joint US-Afghan raid on a Taliban compound in Musa Qala district of Helmand province on Sep. 23. pic.twitter.com/sFKi38M6MC — NDS Afghanistan (@NDSAfghanistan) October 8, 2019 Þá sagði í yfirlýsingunni að sex aðrir meðlimir AQIS hafi verið drepnir og hafi flestir þeirra verið Pakistanar. Abu Raihan, sem sagður er hafa verið tengiliður Umar við Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Qaeda, er einn þeirra sem er sagður hafa dáið. NDS birti einnig myndir af Uma, bæði lifandi og dánum, með tilkynningunni. Engar frekari upplýsingar um árásina hafa verið birtar og enn hefur ekki verið greint frá því hvað varð um líkin eftir árásina. Það að háttsettur leiðtogi í al-Qaeda hafi verið í búðum Talíbana hefur vakið upp spurningar hvort Talíbönum sé alvara að vera tilbúnir að hætta samskiptum við jíhadista, en Talíbanar eru í friðarviðræðum við Bandaríkin. Friðarviðræðurnar milli Talíbana og Bandaríkjanna virtust ganga vel þar til Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sleit viðræðum í síðasta mánuði. Ef samkomulagið hefði verið samþykkt hefðu bandarískar hersveitir yfirgefið Afganistan en í staðin áttu Talíbanar að hætta öllum samskiptum við al-Qaeda. Talíbanar hafa háð blóðuga baráttu gegn afgönsku ríkisstjórninni og erlendum hersveitum síðan 2001 og stjórna Talíbanar nú hluta landsins. Bandaríkin hófu stríð í Afganistan eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tvíburaturnana þann 9. september árið 2001 vegna þess að Talíbanar, sem stjórnuðu landinu þá, neituðu að framselja þáverandi leiðtoga al-Qaeda, Osama Bin Laden. Yfirvöld í Helmand hafa staðfest að margir almennir borgarar hafi dáið í árásinni en þeir hafi verið viðstaddir brúðkaupi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum er verið að rannsaka dauðsföll almennu borgaranna. Þeir hafa þá ýjað að því að flestir almennra borgara hafi látist í öðrum sprengingum eða þegar sjálfsmorðssprengjumenn hlupu inn í mannfjöldann. Bæði bandarískar- og afganskar hersveitir hafa sakað Talíbana um að nota almenna borgara sem skildi. Umar hefur verið leiðtogi AQIS síðan í september 2014. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda var drepinn í sameiginlegri hernaðaraðgerð Afganistan og Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Þetta segir í tilkynningu frá leyniþjónustu Afganistan (NDS). Asim Umar, æðsti leiðtogi al-Qaeda í suð-vestur Asíu (AQIS) var drepinn þegar hersveitir Afganistan og Bandaríkjanna réðust inn í búðir Talíbana í Helmand héraðinu þann 23. september síðastliðinn. Minnst fjörutíu almennir borgarar dóu í sömu árásinni. Hvorki Bandaríkin né al-Qaeda hafa staðfest andlát Umar. NDS sagði frá árásinni á Twitter á þriðjudag og sagði árásina hafa verið gerða í samstarfi við Bandaríkin en bæði Umar og aðrir meðlimir AQIS hafi verið í felum í búðunum.1/2: BREAKING: #NDS can now confirm the death of Asim Omar, leader of #Al_Qaeda in the #Indian Subcontinent (AQIS), in a joint US-Afghan raid on a Taliban compound in Musa Qala district of Helmand province on Sep. 23. pic.twitter.com/sFKi38M6MC — NDS Afghanistan (@NDSAfghanistan) October 8, 2019 Þá sagði í yfirlýsingunni að sex aðrir meðlimir AQIS hafi verið drepnir og hafi flestir þeirra verið Pakistanar. Abu Raihan, sem sagður er hafa verið tengiliður Umar við Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Qaeda, er einn þeirra sem er sagður hafa dáið. NDS birti einnig myndir af Uma, bæði lifandi og dánum, með tilkynningunni. Engar frekari upplýsingar um árásina hafa verið birtar og enn hefur ekki verið greint frá því hvað varð um líkin eftir árásina. Það að háttsettur leiðtogi í al-Qaeda hafi verið í búðum Talíbana hefur vakið upp spurningar hvort Talíbönum sé alvara að vera tilbúnir að hætta samskiptum við jíhadista, en Talíbanar eru í friðarviðræðum við Bandaríkin. Friðarviðræðurnar milli Talíbana og Bandaríkjanna virtust ganga vel þar til Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sleit viðræðum í síðasta mánuði. Ef samkomulagið hefði verið samþykkt hefðu bandarískar hersveitir yfirgefið Afganistan en í staðin áttu Talíbanar að hætta öllum samskiptum við al-Qaeda. Talíbanar hafa háð blóðuga baráttu gegn afgönsku ríkisstjórninni og erlendum hersveitum síðan 2001 og stjórna Talíbanar nú hluta landsins. Bandaríkin hófu stríð í Afganistan eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tvíburaturnana þann 9. september árið 2001 vegna þess að Talíbanar, sem stjórnuðu landinu þá, neituðu að framselja þáverandi leiðtoga al-Qaeda, Osama Bin Laden. Yfirvöld í Helmand hafa staðfest að margir almennir borgarar hafi dáið í árásinni en þeir hafi verið viðstaddir brúðkaupi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum er verið að rannsaka dauðsföll almennu borgaranna. Þeir hafa þá ýjað að því að flestir almennra borgara hafi látist í öðrum sprengingum eða þegar sjálfsmorðssprengjumenn hlupu inn í mannfjöldann. Bæði bandarískar- og afganskar hersveitir hafa sakað Talíbana um að nota almenna borgara sem skildi. Umar hefur verið leiðtogi AQIS síðan í september 2014.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira