Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2019 17:19 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Reykjavík síðdegis en hann er staddur í Sierra Leone. „Þessar boðuðu hernaðaraðgerðir eru mikið áhyggjuefni og það er fyrirsjáanlegt að þær geti haft áhrif á almenna borgara og maður hefur líka áhyggjur af því að ef verður um að ræða árás á Kúrda þá geti það leyst hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki úr læðingi en sýrlenskir Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti við þessi illræmdu samtök. Þetta er áhyggjuefni en við fylgjumst grannt með gangi mála og munum koma áhyggjum okkar á framfæri,“ segir Guðlaugur. „Þeir hafa verið mjög dyggir bandamenn og oftar en ekki staðið í fylkingarbroddi gegn samtökum sem ég vona að allir séu sammála um að megi ekki ná markmiðum sínum og menn skyldu ekkert vanmeta það að þau geti aftur farið af stað,“ segir Guðlaugur en þetta rímar við það sem sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við. Óttast er að í ringulreiðinni sem gæti skapast við árás á Kúrda myndist svigrúm fyrir samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki til að rísa úr öskunni. Aðspurður hvort ákvörðun Trumps sé olía á eld í Sýrlandi segist Guðlaugur áfram ætla að hvetja til friðsamlegra lausna. „Það er alveg rétt hjá ykkur og hver maður sér það að það þarf oft ekki mikið til að til þess að kveikja í púðurtunnu en ég ætla ekki að þessu stigi að leggja út af því. Þetta er bara nokkuð sem er áhyggjuefni.“Hvernig mun heimsbyggðin bregðast við? Og ég tala nú ekki um NATO?„Þetta er ekkert á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þetta er ekki með samþykki þess og hvað þá í umboði Atlantshafsbandalagsins þannig að það er ekki um neitt slíkt að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að málið yrði tekið fyrir á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14 Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Reykjavík síðdegis en hann er staddur í Sierra Leone. „Þessar boðuðu hernaðaraðgerðir eru mikið áhyggjuefni og það er fyrirsjáanlegt að þær geti haft áhrif á almenna borgara og maður hefur líka áhyggjur af því að ef verður um að ræða árás á Kúrda þá geti það leyst hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki úr læðingi en sýrlenskir Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti við þessi illræmdu samtök. Þetta er áhyggjuefni en við fylgjumst grannt með gangi mála og munum koma áhyggjum okkar á framfæri,“ segir Guðlaugur. „Þeir hafa verið mjög dyggir bandamenn og oftar en ekki staðið í fylkingarbroddi gegn samtökum sem ég vona að allir séu sammála um að megi ekki ná markmiðum sínum og menn skyldu ekkert vanmeta það að þau geti aftur farið af stað,“ segir Guðlaugur en þetta rímar við það sem sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við. Óttast er að í ringulreiðinni sem gæti skapast við árás á Kúrda myndist svigrúm fyrir samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki til að rísa úr öskunni. Aðspurður hvort ákvörðun Trumps sé olía á eld í Sýrlandi segist Guðlaugur áfram ætla að hvetja til friðsamlegra lausna. „Það er alveg rétt hjá ykkur og hver maður sér það að það þarf oft ekki mikið til að til þess að kveikja í púðurtunnu en ég ætla ekki að þessu stigi að leggja út af því. Þetta er bara nokkuð sem er áhyggjuefni.“Hvernig mun heimsbyggðin bregðast við? Og ég tala nú ekki um NATO?„Þetta er ekkert á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þetta er ekki með samþykki þess og hvað þá í umboði Atlantshafsbandalagsins þannig að það er ekki um neitt slíkt að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að málið yrði tekið fyrir á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14 Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01