Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. október 2019 19:15 Eftir farsælt samstarf við hersveitir Kúrda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því að Tyrkir ráðist inn á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi, sem þeir kalla Rojava. Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust því í dag. Talsmaður sveita Kúrda sagði í dag að með þessu væru Bandaríkin að stinga Kúrda í bakið. Ýmsir samherjar Trumps hafa að auki gagnrýnt ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð ganga þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna en hún var tekin eftir símtal Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Tyrkir álíta sveitir Kúrda hryðjuverkasamtök og hefur tyrkneski herinn gert fjölda árása á yfirráðasvæði Kúrda. Haukur Hilmarsson, íslenskur liðsmaður hersveitanna, er talinn hafa farist í slíkri árás í febrúar á síðasta ári. Svik Arann Taha Karim, íslenskur Kúrdi, segir miður að Trump leyfi Erdogan nú að ráðast inn á svæðið. „Ég kalla þetta svik. Það er verið að misnota Kúrda.“ Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagðist í dag búa sig undir hið versta. Sömuleiðis segist Arann óttast það að mjög illa fari. Tyrklandsforseti sé einfaldlega að reyna að endurvekja Ottómanveldið. Að lokum segist Arann telja að íslensk stjórnvöld ættu að aðhafast í málinu. „Ísland ber ábyrgð í þessu máli af því Ísland er í NATO,“ segir Arann. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Eftir farsælt samstarf við hersveitir Kúrda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því að Tyrkir ráðist inn á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi, sem þeir kalla Rojava. Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust því í dag. Talsmaður sveita Kúrda sagði í dag að með þessu væru Bandaríkin að stinga Kúrda í bakið. Ýmsir samherjar Trumps hafa að auki gagnrýnt ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð ganga þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna en hún var tekin eftir símtal Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Tyrkir álíta sveitir Kúrda hryðjuverkasamtök og hefur tyrkneski herinn gert fjölda árása á yfirráðasvæði Kúrda. Haukur Hilmarsson, íslenskur liðsmaður hersveitanna, er talinn hafa farist í slíkri árás í febrúar á síðasta ári. Svik Arann Taha Karim, íslenskur Kúrdi, segir miður að Trump leyfi Erdogan nú að ráðast inn á svæðið. „Ég kalla þetta svik. Það er verið að misnota Kúrda.“ Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagðist í dag búa sig undir hið versta. Sömuleiðis segist Arann óttast það að mjög illa fari. Tyrklandsforseti sé einfaldlega að reyna að endurvekja Ottómanveldið. Að lokum segist Arann telja að íslensk stjórnvöld ættu að aðhafast í málinu. „Ísland ber ábyrgð í þessu máli af því Ísland er í NATO,“ segir Arann.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48
Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04
Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48
Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent