Íranskir hakkarar sagðir hafa beint spjótum sínum að bandarísku forsetaframboði Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 18:14 Árásirnar beindust að reikningum forsetaframboðs, embættismanna og blaðamanna hjá Microsoft. AP/Ted S. Warren Tæknirisinn Microsoft fullyrti í dag að hópur tölvuþrjóta sem virðist tengdur írönskum stjórnvöldum hafi ráðist á bandarískt forsetaframboð. Árásirnar beindust einnig að núverandi og fyrrverandi embættismönnum, blaðamönnum og þekktum Írönum sem búa utan heimalandsins. Á mánaðartímabili í ágúst og september gerðu tölvuþrjótarnir þúsundir tilrauna til að finna tölvupóstföng ákveðinna einstaklinga og réðust svo á 241 þeirra. Forsetaframbjóðandinn og aðrir sem urðu fyrir árásunum eru ekki nafngreindir í færslu sem Microsoft birti á vefsíðu sinni. Microsoft nefnir hópinn „Fosfór“. Liðsmenn hans komust í pósta fjögurra einstaklinga en þeir eru hvorki sagðir tengjast forsetaframboði né bandarískum stjórnvöldum. Fyrirtækið segist hafa látið viðskiptavini sína vita af árásunum. Árásirnar voru ekki tæknilega fágaðar að dómi Microsoft. Þrjótarnir hafi þó notað töluvert af persónuupplýsingum til að ráðast á skotmörk sín. Það bendi til þess að Fosfór hafi mikinn áhuga og sé tilbúinn að verja verulegum tíma og fjármunum í að afla upplýsinga um skotmörkin.Washington Post segir að íranskir hakkarar hafi um árabil einbeitt sér að bandarískum embættismönnum. Þær árásir hafi færst í aukana samhliða versnandi samskiptum stjórnvalda í Washington og Teheran. Bandaríska leyniþjónustan hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af tölvuárásum og tilraunum erlendra ríkja til að hlutast til í kosningum í Bandaríkjunum eins og Rússar gerðu í forsetakosningunum árið 2016. Rússneskir tölvuþrjótar komust þá meðal annars í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og láku þeim í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Rússar ráku ennfremur áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem beindist að bandarískum kjósendum.Uppfært 21:00Reuters-fréttastofan segir að írönsku hakkararnir hafi reynt að brjótast inn í tölvupósta endurkjörsnefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þeir hafi ekki borið erindi sem erfiði. Vefsíða nefndarinnar sé sú eina sem helstu frambjóðendur fyrir kosningarnar 2020 halda úti sem styðst við kerfi Microsoft. Talsmaður nefndarinnar segir þó ekkert benda til þess að kerfi hennar hafi orðið fyrir árás. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Microsoft Tölvuárásir Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft fullyrti í dag að hópur tölvuþrjóta sem virðist tengdur írönskum stjórnvöldum hafi ráðist á bandarískt forsetaframboð. Árásirnar beindust einnig að núverandi og fyrrverandi embættismönnum, blaðamönnum og þekktum Írönum sem búa utan heimalandsins. Á mánaðartímabili í ágúst og september gerðu tölvuþrjótarnir þúsundir tilrauna til að finna tölvupóstföng ákveðinna einstaklinga og réðust svo á 241 þeirra. Forsetaframbjóðandinn og aðrir sem urðu fyrir árásunum eru ekki nafngreindir í færslu sem Microsoft birti á vefsíðu sinni. Microsoft nefnir hópinn „Fosfór“. Liðsmenn hans komust í pósta fjögurra einstaklinga en þeir eru hvorki sagðir tengjast forsetaframboði né bandarískum stjórnvöldum. Fyrirtækið segist hafa látið viðskiptavini sína vita af árásunum. Árásirnar voru ekki tæknilega fágaðar að dómi Microsoft. Þrjótarnir hafi þó notað töluvert af persónuupplýsingum til að ráðast á skotmörk sín. Það bendi til þess að Fosfór hafi mikinn áhuga og sé tilbúinn að verja verulegum tíma og fjármunum í að afla upplýsinga um skotmörkin.Washington Post segir að íranskir hakkarar hafi um árabil einbeitt sér að bandarískum embættismönnum. Þær árásir hafi færst í aukana samhliða versnandi samskiptum stjórnvalda í Washington og Teheran. Bandaríska leyniþjónustan hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af tölvuárásum og tilraunum erlendra ríkja til að hlutast til í kosningum í Bandaríkjunum eins og Rússar gerðu í forsetakosningunum árið 2016. Rússneskir tölvuþrjótar komust þá meðal annars í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og láku þeim í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Rússar ráku ennfremur áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem beindist að bandarískum kjósendum.Uppfært 21:00Reuters-fréttastofan segir að írönsku hakkararnir hafi reynt að brjótast inn í tölvupósta endurkjörsnefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þeir hafi ekki borið erindi sem erfiði. Vefsíða nefndarinnar sé sú eina sem helstu frambjóðendur fyrir kosningarnar 2020 halda úti sem styðst við kerfi Microsoft. Talsmaður nefndarinnar segir þó ekkert benda til þess að kerfi hennar hafi orðið fyrir árás.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Microsoft Tölvuárásir Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira