Líklegt að Bandaríkin komi upp flotastöð á Suður-Grænlandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. október 2019 07:00 Rasmus segir að samskipti við íslenska viðbragðsaðila og Landhelgisgæsluna séu nauðsynleg. Fréttablaðið/Anton Rasmus Dahlberg, doktor og sérfræðingur við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir muni ná saman um nýja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Grænlandi. Líklegast er að Kangilinnguit, áður Grönnedal, í suðurhluta landsins verði fyrir valinu. Þar var byggð höfn árið 1951 og staðurinn var aðalbækistöð danska hersins á Grænlandi allt til ársins 2012. „Í dag er Kangilinnguit kallaður einmanalegasti staður danska hersins, þar eru aðeins nokkrir menn sem viðhalda innviðunum,“ segir Rasmus. Bandaríkjamenn hafa sýnt Grænlandi og norðurslóðum mikinn áhuga undanfarið, einkum í tengslum við aukinn hita í samskiptum landsins við bæði Kína og Rússland sem einnig hafa sýnt norðurslóðunum áhuga. Heimsathygli vakti þegar Trump forseti bauðst til að kaupa Grænland, en það boð var ekki út í loftið og Bandaríkjamenn vilja auka herafla sinn á eyjunni. Nú þegar hafa þeir herstöð í Thule í norðvesturhlutanum en í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir flotastöð á Grænlandi. „Það eru mjög fáar hafnir á Grænlandi sem geta tekið við stórum herskipum. Í Kangilinnguit er allt til staðar og vel viðhaldið, ekki aðeins höfnin heldur innviðir á landi til að sinna skipunum,“ segir Rasmus. „Staðsetningin er líka mjög góð, bæði upp á vegalengdir til austurs og vesturs, og Kangilinnguit er ekki það norðarlega að hafís valdi miklum vandræðum.“ Rasmus flutti fyrirlestur í gær í Þjóðminjasafninu á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og ræddi almennt um stöðuna á norðurheimskautinu, varnarmál og fleira. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að erlend ríki, sérstaklega Kínverjar, beittu áhrifum sínum á sjálfstæðishreyfingu Grænlands til að komast yfir auðlindir. Vel þekkt væri að Kínverjar byggðu upp innviði í Afríkuríkjum til þess að gera ríkin þar háð sér. „Grænlendingar hafa engan sérstakan áhuga á Kínverjum, en þeir nota Kínverja til að ögra bæði Dönum og Bandaríkjamönnum,“ segir Rasmus. „Ég get ekki séð að Grænland hafi burði til að geta orðið sjálfstætt á komandi öldum.“ Í því samhengi nefnir hann fámennið í landinu, efnahagsmálin og félagslega stöðu margra íbúa. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að Danir haldi fast í Grænland segir Rasmus hana tvíþætta. Annars vegar er það „Grænlandsspilið“, það er að stærð og staðsetning eyjunnar sé mikilvæg í alþjóðamálum og meðal annars hafi Danir getað komist auðveldlega og án mikils kostnaðar inn í Atlantshafsbandalagið. Hins vegar eru þar mannúðarsjónarmið. „Við Danir berum ábyrgð á Grænlendingum, sérstaklega eftir þær hörmungar sem við færðum yfir þjóðina með félagslegum tilraunum á sjötta áratugnum.“ Var það þegar reynt var að gera Grænlendinga að vestrænni þjóð, fólk var flutt í þéttbýli í Nuuk og börn flutt til Danmerkur. Það sem sneri helst að Íslandi voru mál tengd björgun. Stórum skemmtiferðaskipum fjölgar á norðurheimskautssvæðinu og ferðamenn koma við á ýmsum stöðum á Grænlandi. Rasmus tók þátt í LiveX björgunaræfingunni við Nuuk árið 2016 og var mjög hugsi eftir hana. „Við æfðum slys á 200 manna skemmtiferðaskipi, og aðeins 16 „dóu“,“ segir hann. Raunveruleikinn er hins vegar að þúsundir eru um borð í mörgum skipanna. Rasmus segir að góð samskipti við Landhelgisgæslu Íslands og viðbragðsaðila séu nauðsynleg, því að Grænland hafi ekki getu til að taka við fólki í risaslysi. „Við erum engu betur sett ef fólk deyr á ströndinni en í sjónum,“ segir hann. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Grænland Utanríkismál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Rasmus Dahlberg, doktor og sérfræðingur við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir muni ná saman um nýja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Grænlandi. Líklegast er að Kangilinnguit, áður Grönnedal, í suðurhluta landsins verði fyrir valinu. Þar var byggð höfn árið 1951 og staðurinn var aðalbækistöð danska hersins á Grænlandi allt til ársins 2012. „Í dag er Kangilinnguit kallaður einmanalegasti staður danska hersins, þar eru aðeins nokkrir menn sem viðhalda innviðunum,“ segir Rasmus. Bandaríkjamenn hafa sýnt Grænlandi og norðurslóðum mikinn áhuga undanfarið, einkum í tengslum við aukinn hita í samskiptum landsins við bæði Kína og Rússland sem einnig hafa sýnt norðurslóðunum áhuga. Heimsathygli vakti þegar Trump forseti bauðst til að kaupa Grænland, en það boð var ekki út í loftið og Bandaríkjamenn vilja auka herafla sinn á eyjunni. Nú þegar hafa þeir herstöð í Thule í norðvesturhlutanum en í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir flotastöð á Grænlandi. „Það eru mjög fáar hafnir á Grænlandi sem geta tekið við stórum herskipum. Í Kangilinnguit er allt til staðar og vel viðhaldið, ekki aðeins höfnin heldur innviðir á landi til að sinna skipunum,“ segir Rasmus. „Staðsetningin er líka mjög góð, bæði upp á vegalengdir til austurs og vesturs, og Kangilinnguit er ekki það norðarlega að hafís valdi miklum vandræðum.“ Rasmus flutti fyrirlestur í gær í Þjóðminjasafninu á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og ræddi almennt um stöðuna á norðurheimskautinu, varnarmál og fleira. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að erlend ríki, sérstaklega Kínverjar, beittu áhrifum sínum á sjálfstæðishreyfingu Grænlands til að komast yfir auðlindir. Vel þekkt væri að Kínverjar byggðu upp innviði í Afríkuríkjum til þess að gera ríkin þar háð sér. „Grænlendingar hafa engan sérstakan áhuga á Kínverjum, en þeir nota Kínverja til að ögra bæði Dönum og Bandaríkjamönnum,“ segir Rasmus. „Ég get ekki séð að Grænland hafi burði til að geta orðið sjálfstætt á komandi öldum.“ Í því samhengi nefnir hann fámennið í landinu, efnahagsmálin og félagslega stöðu margra íbúa. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að Danir haldi fast í Grænland segir Rasmus hana tvíþætta. Annars vegar er það „Grænlandsspilið“, það er að stærð og staðsetning eyjunnar sé mikilvæg í alþjóðamálum og meðal annars hafi Danir getað komist auðveldlega og án mikils kostnaðar inn í Atlantshafsbandalagið. Hins vegar eru þar mannúðarsjónarmið. „Við Danir berum ábyrgð á Grænlendingum, sérstaklega eftir þær hörmungar sem við færðum yfir þjóðina með félagslegum tilraunum á sjötta áratugnum.“ Var það þegar reynt var að gera Grænlendinga að vestrænni þjóð, fólk var flutt í þéttbýli í Nuuk og börn flutt til Danmerkur. Það sem sneri helst að Íslandi voru mál tengd björgun. Stórum skemmtiferðaskipum fjölgar á norðurheimskautssvæðinu og ferðamenn koma við á ýmsum stöðum á Grænlandi. Rasmus tók þátt í LiveX björgunaræfingunni við Nuuk árið 2016 og var mjög hugsi eftir hana. „Við æfðum slys á 200 manna skemmtiferðaskipi, og aðeins 16 „dóu“,“ segir hann. Raunveruleikinn er hins vegar að þúsundir eru um borð í mörgum skipanna. Rasmus segir að góð samskipti við Landhelgisgæslu Íslands og viðbragðsaðila séu nauðsynleg, því að Grænland hafi ekki getu til að taka við fólki í risaslysi. „Við erum engu betur sett ef fólk deyr á ströndinni en í sjónum,“ segir hann.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Grænland Utanríkismál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira