Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 19:21 Íslenskur netöryggissérfræðingur telur líklegt að Íslendingar eigi þátt í hrinu umfangsmikilla tölvuinnbrota hjá fyrirtækjum undanfarið. Þá séu líkur á að innbrot af þessu tagi verði algengari þar sem þjófarnir eygi mikla gróðavon í þeim. Fréttastofa Stöðvar sagði frá því í kvöld að erlendir tölvuþrjótar sviku nærri því níu hundruð milljónir króna út úr móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Málið teygi anga sína til Asíu. Skammt er síðan greint var frá svipuðu innbroti þar sem um fjögur hundruð milljónir voru sviknar út úr HS Orku. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segist spyrja sig að því hvort að ekki sé líklegt að Íslendingar komi nálægt svikum af þessu tagi. „Ég hef ekki trú á því að Google Translate sé það gott í dag að það geti skilað af sér óaðfinnanlegri íslensku með okkar flóknu málfræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að svikapóstar tölvuþrjóta séu orðnir fágaðri en þeir voru áður. Spurður að því hvort að þjófnaðir og svik af þessu tagi verði algengari segist Valdimar hafa trú á því enda sé eftir miklu að slægjast fyrir þjófana, sérstaklega ef þeir koma frá löndum þar sem mann hafa ekki mikið umleikis. „Ég tala ekki um þessar upphæðir sem við erum að tala um í dag í hundruðum milljóna,“ segir hann. Tilhneiging sé hjá fyrirtækjum að vilja ekki segja frá því þegar þau verða fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Valdimar segir hins vegar að það yrði til bóta að opna umræðugrundvöll svo fyrirtæki geti lært hvert af öðru. „Oft eru þetta sömu mistökin sem eiga sér stað hjá mismunandi fyrirtækjum. Ef að eitt fyrirtæki verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum þá væri gott að reyna að vara aðra við gagnvart sams konar broti,“ segir hann. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Íslenskur netöryggissérfræðingur telur líklegt að Íslendingar eigi þátt í hrinu umfangsmikilla tölvuinnbrota hjá fyrirtækjum undanfarið. Þá séu líkur á að innbrot af þessu tagi verði algengari þar sem þjófarnir eygi mikla gróðavon í þeim. Fréttastofa Stöðvar sagði frá því í kvöld að erlendir tölvuþrjótar sviku nærri því níu hundruð milljónir króna út úr móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Málið teygi anga sína til Asíu. Skammt er síðan greint var frá svipuðu innbroti þar sem um fjögur hundruð milljónir voru sviknar út úr HS Orku. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segist spyrja sig að því hvort að ekki sé líklegt að Íslendingar komi nálægt svikum af þessu tagi. „Ég hef ekki trú á því að Google Translate sé það gott í dag að það geti skilað af sér óaðfinnanlegri íslensku með okkar flóknu málfræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að svikapóstar tölvuþrjóta séu orðnir fágaðri en þeir voru áður. Spurður að því hvort að þjófnaðir og svik af þessu tagi verði algengari segist Valdimar hafa trú á því enda sé eftir miklu að slægjast fyrir þjófana, sérstaklega ef þeir koma frá löndum þar sem mann hafa ekki mikið umleikis. „Ég tala ekki um þessar upphæðir sem við erum að tala um í dag í hundruðum milljóna,“ segir hann. Tilhneiging sé hjá fyrirtækjum að vilja ekki segja frá því þegar þau verða fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Valdimar segir hins vegar að það yrði til bóta að opna umræðugrundvöll svo fyrirtæki geti lært hvert af öðru. „Oft eru þetta sömu mistökin sem eiga sér stað hjá mismunandi fyrirtækjum. Ef að eitt fyrirtæki verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum þá væri gott að reyna að vara aðra við gagnvart sams konar broti,“ segir hann.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00
Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15