„Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert“ Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. október 2019 22:00 Hátt í fimmtíu starfsmönnum fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi hefur verið sagt upp eins og kom fram á Vísi í gær. Bæjaryfirvöld hafa leitað á náðir Byggðastofnunar og reyna nú að tryggja fjármögnun til þess að halda megi starfseminni gangandi. Það er mjög þungt hljóð í bæjarbúum og atvinnuhorfur þar ekki góðar. „Í gær var öllu starfsfólki sagt upp frá og með deginum í gær, þá höfum við ákveðinn tíma til þess að vinna að þessu máli og ætlum okkur að klára það á þessum tíma og draga uppsagnir til baka, gangi eftir að fjármagna “ sagði Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að flutningarnir á Akranes fyrir tveimur árum hafi verið dýrir, þeir hafi þó alls ekki verið mistök. „Maður getur lent í áföllum og þá þarf maður bara að vinna úr því.“Gríðarlegt áfall Eigi fyrirtækið að lifa þarf að endurfjármagna um 150 milljón króna bankaskuld sem fallin er á gjalddaga. Þar sem lánalína frá bankanum er ekki í boði hafa fyrirtækið og bæjaryfirvöld óskað eftir fyrirgreiðslu frá Byggðarstofnun. Málið verður tekið fyrir á fundi eftir tvær vikur. Fyrirtækið sóttist einnig eftir fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun fyrr á árinu en þá var því hafnað. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að það yrði gríðarlegt áfall ef Byggðastofnun felist ekki á þetta. „Í ástandi eins og er nú, þar sem verið er að kólna í hagkerfinu, þá skiptir hvert einasta starf gríðarlega miklu máli. Við erum þarna með einstaklinga, að lang mestu leiti konur, sem að eru að ganga í gegnum það í annað skipti á tveimur árum að fá þessar sáru fréttir.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Stöð 2/EgillÓttast aðra eins tölu á næsta ári Ein þessara kvenna er Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður Ísfisks. Hún segir að það sé „bara ömurlegt“ að vera komin aftur í þessa stöðu. Hún segir að lítið annað sé í boði. „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert.“ Starfsfólki grunaði hvað í stefndi enda hafði það ekki verið boðað aftur til vinnu eftir sumarfrí, þar sem fyrirtækið hefur ekki viljað hefja vinnslu fyrr en fjármögnun er tryggð. Bæjarstjóri segir brýnt að fyrirtækið haldist á floti enda vofa fleiri uppsagnir yfir bænum á Grundartangasvæðinu. „Hér erum við að tala um 50 störf sem hafa farið á liðnu ári og ég geri ráð fyrir að það muni halda áfram. Ég óttast að það sé önnur eins tala framundan á næsta ári,“ segir Sævar Freyr.Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður ÍsfisksSkjáskot/Stöð 2Mikil varnarbarátta „Þetta er grafalvarleg staða,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Það er alltaf alvarlegt þegar 60 manns missa vinnuna á einum vettvangi. Þetta væri í raun ígildi þess að 1400 manns myndu missa vinnuna á höfuðborgarsvæðinu í einni svipan. Þannig að þetta er gríðarlegt högg.“ Hann segir að eins og staðan er í dag sé alveg ljóst að það sé engin önnur störf að fá fyrir þetta fólk. „Þess vegna leggjum við gríðarlega mikla áherslu á það að þetta leysist og fyrirtækið nái að endurfjármagna sig og Byggðastofnun veiti þessu fyrirtæki lánveitingu. Við erum bara að bíða og vona það besta.“ Vilhjálmur segir að hart sé sótt að atvinnumálum á Akranesi og verja þurfi hvert einasta starf í sveitarfélaginu með kjafti og klóm. Mikil varnarbarátta sé í gangi þessa dagana. „Það munum við gera og stéttarfélagið hefur verið að velta því fyrir sér hvort að það sé að orðið tímabært að boða hér til íbúafundar þar sem að við köllum eftir aðgerðum, til dæmis þingmanna í kjördæminu. Ástandið núna er alvarlegt.“ Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Hátt í fimmtíu starfsmönnum fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi hefur verið sagt upp eins og kom fram á Vísi í gær. Bæjaryfirvöld hafa leitað á náðir Byggðastofnunar og reyna nú að tryggja fjármögnun til þess að halda megi starfseminni gangandi. Það er mjög þungt hljóð í bæjarbúum og atvinnuhorfur þar ekki góðar. „Í gær var öllu starfsfólki sagt upp frá og með deginum í gær, þá höfum við ákveðinn tíma til þess að vinna að þessu máli og ætlum okkur að klára það á þessum tíma og draga uppsagnir til baka, gangi eftir að fjármagna “ sagði Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að flutningarnir á Akranes fyrir tveimur árum hafi verið dýrir, þeir hafi þó alls ekki verið mistök. „Maður getur lent í áföllum og þá þarf maður bara að vinna úr því.“Gríðarlegt áfall Eigi fyrirtækið að lifa þarf að endurfjármagna um 150 milljón króna bankaskuld sem fallin er á gjalddaga. Þar sem lánalína frá bankanum er ekki í boði hafa fyrirtækið og bæjaryfirvöld óskað eftir fyrirgreiðslu frá Byggðarstofnun. Málið verður tekið fyrir á fundi eftir tvær vikur. Fyrirtækið sóttist einnig eftir fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun fyrr á árinu en þá var því hafnað. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að það yrði gríðarlegt áfall ef Byggðastofnun felist ekki á þetta. „Í ástandi eins og er nú, þar sem verið er að kólna í hagkerfinu, þá skiptir hvert einasta starf gríðarlega miklu máli. Við erum þarna með einstaklinga, að lang mestu leiti konur, sem að eru að ganga í gegnum það í annað skipti á tveimur árum að fá þessar sáru fréttir.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Stöð 2/EgillÓttast aðra eins tölu á næsta ári Ein þessara kvenna er Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður Ísfisks. Hún segir að það sé „bara ömurlegt“ að vera komin aftur í þessa stöðu. Hún segir að lítið annað sé í boði. „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert.“ Starfsfólki grunaði hvað í stefndi enda hafði það ekki verið boðað aftur til vinnu eftir sumarfrí, þar sem fyrirtækið hefur ekki viljað hefja vinnslu fyrr en fjármögnun er tryggð. Bæjarstjóri segir brýnt að fyrirtækið haldist á floti enda vofa fleiri uppsagnir yfir bænum á Grundartangasvæðinu. „Hér erum við að tala um 50 störf sem hafa farið á liðnu ári og ég geri ráð fyrir að það muni halda áfram. Ég óttast að það sé önnur eins tala framundan á næsta ári,“ segir Sævar Freyr.Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður ÍsfisksSkjáskot/Stöð 2Mikil varnarbarátta „Þetta er grafalvarleg staða,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Það er alltaf alvarlegt þegar 60 manns missa vinnuna á einum vettvangi. Þetta væri í raun ígildi þess að 1400 manns myndu missa vinnuna á höfuðborgarsvæðinu í einni svipan. Þannig að þetta er gríðarlegt högg.“ Hann segir að eins og staðan er í dag sé alveg ljóst að það sé engin önnur störf að fá fyrir þetta fólk. „Þess vegna leggjum við gríðarlega mikla áherslu á það að þetta leysist og fyrirtækið nái að endurfjármagna sig og Byggðastofnun veiti þessu fyrirtæki lánveitingu. Við erum bara að bíða og vona það besta.“ Vilhjálmur segir að hart sé sótt að atvinnumálum á Akranesi og verja þurfi hvert einasta starf í sveitarfélaginu með kjafti og klóm. Mikil varnarbarátta sé í gangi þessa dagana. „Það munum við gera og stéttarfélagið hefur verið að velta því fyrir sér hvort að það sé að orðið tímabært að boða hér til íbúafundar þar sem að við köllum eftir aðgerðum, til dæmis þingmanna í kjördæminu. Ástandið núna er alvarlegt.“
Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21
Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22
Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00