Segir Trump alltaf hafa verið spilltan Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2019 14:12 Hillary og Chelsea Clinton ásamt Stephen Colbert. Hillary Clinton segir það rétta ákvörðun að hefja formlegt ákæruferli gegna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Clinton og dóttir hennar Chelsea voru gestir Stephen Colbert í þætti hans The Late Show í gærkvöldi. Þær voru mættar til að kynna nýja bók þeirra en bróðurpartur fimmtán mínútna viðtals þeirra fór í að ræða Donald Trump. Eins og flestir vita kepptu Trump og Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016 og enn þann dag í dag er Trump iðulega að kalla eftir því að Clinton verði fangelsuð. Því var þó snúið við í þættinum í. Colbert byrjaði á því að spyrja Clinton út í ákæruferlið og símtal Trump við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu. Þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Colbert spurði sérstaklega hvort það væri kominn tími til að „Lock him up“ eða „Læsa hann inni“ og tóku áhorfendur vel undir, eins og gestir kosningafunda Trump gera reglulega. „Formlegt ákæruferli er hafið og þar verða sönnunargögn skoðuð. Ég tel það hárrétt skref,“ sagði Clinton. Hún sagðist telja að þetta tiltekna atvik hefði haft svo mikil áhrif því allir hefðu vitað fyrir að Trump væri spilltur. Hann hefði verið spilltur viðskiptamaður og að framboð hans hefði beðið um aðstoð frá Rússum í forsetakosningunum 2016. „Við höfum vitað það. En að sjá hann í embætti forseta Bandaríkjanna og að setja eigin pólitísku hagsmuni ofar þjóðaröryggi lands okkar, náði í gegnum þá afneitun sem fólk var í,“ sagði Clinton. Hún gerði einnig grín að Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, þegar Colbert spurði hana hvað henni þætti um að Trump hafi sent hann til Úkraínu, þar sem hann þrýsti á embættismenn að rannsaka Biden. Clinton sagði forseta og ráðherra oft nota sendiboða til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Þau skilaboð ættu hins vegar að vera skipulögð í þaula og úthugsuð. „Miðað við það sem við höfum séð í sjónvarp, þá er slík hugsun ekki einn af kostum Giuliani.“Sjá má viðtalið, sem er í tveimur hlutum, hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Hillary Clinton segir það rétta ákvörðun að hefja formlegt ákæruferli gegna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Clinton og dóttir hennar Chelsea voru gestir Stephen Colbert í þætti hans The Late Show í gærkvöldi. Þær voru mættar til að kynna nýja bók þeirra en bróðurpartur fimmtán mínútna viðtals þeirra fór í að ræða Donald Trump. Eins og flestir vita kepptu Trump og Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016 og enn þann dag í dag er Trump iðulega að kalla eftir því að Clinton verði fangelsuð. Því var þó snúið við í þættinum í. Colbert byrjaði á því að spyrja Clinton út í ákæruferlið og símtal Trump við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu. Þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Colbert spurði sérstaklega hvort það væri kominn tími til að „Lock him up“ eða „Læsa hann inni“ og tóku áhorfendur vel undir, eins og gestir kosningafunda Trump gera reglulega. „Formlegt ákæruferli er hafið og þar verða sönnunargögn skoðuð. Ég tel það hárrétt skref,“ sagði Clinton. Hún sagðist telja að þetta tiltekna atvik hefði haft svo mikil áhrif því allir hefðu vitað fyrir að Trump væri spilltur. Hann hefði verið spilltur viðskiptamaður og að framboð hans hefði beðið um aðstoð frá Rússum í forsetakosningunum 2016. „Við höfum vitað það. En að sjá hann í embætti forseta Bandaríkjanna og að setja eigin pólitísku hagsmuni ofar þjóðaröryggi lands okkar, náði í gegnum þá afneitun sem fólk var í,“ sagði Clinton. Hún gerði einnig grín að Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, þegar Colbert spurði hana hvað henni þætti um að Trump hafi sent hann til Úkraínu, þar sem hann þrýsti á embættismenn að rannsaka Biden. Clinton sagði forseta og ráðherra oft nota sendiboða til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Þau skilaboð ættu hins vegar að vera skipulögð í þaula og úthugsuð. „Miðað við það sem við höfum séð í sjónvarp, þá er slík hugsun ekki einn af kostum Giuliani.“Sjá má viðtalið, sem er í tveimur hlutum, hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45