„Þetta er ekki vopnahlé“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2019 22:00 Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. Vopnahlé sé virt að vettugi og það sé þyngra en tárum taki að fylgjast með framvindunni úr fjarska. Samtökin Ísland-Kúrdistan stóðu fyrir mótmælum í miðborg Reykjavíkur í dag til að sýna samstöðu með Kúrdum í Sýrlandi. „Við erum að koma hingað til að vekja athygli á málinu í Rojava, við erum að vekja athygli á fasisma og við erum að fordæma aðgerðir Erdogan,“ segir Lenya Rún Anwar Faraj. Erdogan Tyrklandsforseti féllst á bón Bandaríkjastjórnar í fyrradag um að gera 120 klukkustunda vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. Ætlast var til þess að hersveitir Kúrda yfirgæfu í millitíðinni það svæði sem Tyrkir hafa skilgreint sem sérstakt öryggissvæði. Í dag hafa borist fréttir af því að vopnahléið sé ekki virt en það hefur fréttastofa CNN til að mynda eftir tveimur bandarískum embættismönnum. „Þetta er ekki vopnahlé. Það er ekki verið að virða vopnahléið og þetta er þannig að Kúrdar, þau hafa 120 klukkutíma til að hörfa frá svæðinu og Tyrkland má þá bara eiga það. Það eru kúrdískir borgarar ennþá þarna inni særðir, það er ennþá verið að ráðast á þá. Það er ekkert sérstakt við þetta vopnahlé,“ segir Lenya. Hvernig finnst þér að fylgjast með fréttum af svæðinu héðan frá Íslandi? „Mér líður eins og það væri svo miklu meira sem að ég gæti gert. Þetta náttúrlega bara brýtur í mér hjartað og annarra Kúrda líka. Við erum svo hjálplaus eitthvað og máttlaus, getum ekki gert neitt,“ segir Lenya. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrás Tyrkja og lýst áhyggjum af stöðunni við Bandaríkjastjórn. „Þau gætu tekið það fram að við séum í NATO og notað það til einhvers góð. Það er svo mikið sem íslensk stjórnvöld gætu gert betur, gefið þessu meiri umfjöllun til dæmis,“ segir Lenya.Vísir/Elín Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Reykjavík Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld. 16. október 2019 19:00 Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka. Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun. Almennir borgara líða mest fyrir átökin, helmingur íbúa hefur yfirgefið heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. 17. október 2019 10:15 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. Vopnahlé sé virt að vettugi og það sé þyngra en tárum taki að fylgjast með framvindunni úr fjarska. Samtökin Ísland-Kúrdistan stóðu fyrir mótmælum í miðborg Reykjavíkur í dag til að sýna samstöðu með Kúrdum í Sýrlandi. „Við erum að koma hingað til að vekja athygli á málinu í Rojava, við erum að vekja athygli á fasisma og við erum að fordæma aðgerðir Erdogan,“ segir Lenya Rún Anwar Faraj. Erdogan Tyrklandsforseti féllst á bón Bandaríkjastjórnar í fyrradag um að gera 120 klukkustunda vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. Ætlast var til þess að hersveitir Kúrda yfirgæfu í millitíðinni það svæði sem Tyrkir hafa skilgreint sem sérstakt öryggissvæði. Í dag hafa borist fréttir af því að vopnahléið sé ekki virt en það hefur fréttastofa CNN til að mynda eftir tveimur bandarískum embættismönnum. „Þetta er ekki vopnahlé. Það er ekki verið að virða vopnahléið og þetta er þannig að Kúrdar, þau hafa 120 klukkutíma til að hörfa frá svæðinu og Tyrkland má þá bara eiga það. Það eru kúrdískir borgarar ennþá þarna inni særðir, það er ennþá verið að ráðast á þá. Það er ekkert sérstakt við þetta vopnahlé,“ segir Lenya. Hvernig finnst þér að fylgjast með fréttum af svæðinu héðan frá Íslandi? „Mér líður eins og það væri svo miklu meira sem að ég gæti gert. Þetta náttúrlega bara brýtur í mér hjartað og annarra Kúrda líka. Við erum svo hjálplaus eitthvað og máttlaus, getum ekki gert neitt,“ segir Lenya. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrás Tyrkja og lýst áhyggjum af stöðunni við Bandaríkjastjórn. „Þau gætu tekið það fram að við séum í NATO og notað það til einhvers góð. Það er svo mikið sem íslensk stjórnvöld gætu gert betur, gefið þessu meiri umfjöllun til dæmis,“ segir Lenya.Vísir/Elín
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Reykjavík Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld. 16. október 2019 19:00 Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka. Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun. Almennir borgara líða mest fyrir átökin, helmingur íbúa hefur yfirgefið heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. 17. október 2019 10:15 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld. 16. október 2019 19:00
Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka. Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun. Almennir borgara líða mest fyrir átökin, helmingur íbúa hefur yfirgefið heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. 17. október 2019 10:15
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. 17. október 2019 18:30
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21