Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 16:57 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. Áralangur stöðugleiki hafi ríkt á stofnuninni og hún hafi notið faglegs trausts. Hún hafi bæði rætt við starfsfólk og stjórnarfólk hjá SÍBS sem og við fyrrverandi stjórnarfólk. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Bryndís segist hafa upplifað beint í æð að þar ríki mikil óánægja og hræðsla.Sjá einnig: Nýir stjórnendur taka við á morgun Í fyrirspurn Bryndísar kom fram að Reykjalundur sé ein stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega komi um tólfhundruð manns í endurhæfingu og þar starfi á annað hundrað manns. Þá hafi stofnunin verið valin stofnun ársins árið 2017.Upplifði óánægju og hræðslu „Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að ánægja starfsmanna hafi farið minnkandi í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Í heimsókn minni og háttvirts þingmanns Ólafs Þórs Gunnarssonar á Reykjalundi á föstudaginn síðastliðinn upplifðum við beint í æð þá miklu óánægju og hræðslu sem nú er allsráðandi meðal starfsmanna Reykjalundar,“ sagði Bryndís um leið og hún kallaði eftir afstöðu heilbrigðisráðherra til þeirrar stöðu sem upp er komin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.„Hyggst ráðherra bregðast við áskorun starfsmanna og hefur ráðherra átt í samskiptum við stjórn SÍBS og starfsmenn Reykjalundar?“ spurði Bryndís. Svandís kvaðst í svari sínu deila áhyggjum Bryndísar af þeirri stöðu sem uppi er. „Það er hins vegar svo að með lögum um opinber innkaup og lögum um sjúkratryggingar var settur ákveðinn rammi um það hvernig hið opinbera kaupir þjónustu af einkaaðilum og í raun og veru er aðkoma mín einungis í gegnum embætti landlæknis annars vegar, sem með að gera faglegt eftirlit með þjónustu, og hins vegar Sjúkratryggingar Íslands sem annast kaupin,“ sagði Svandís. Hún hafi engu að síður fylgst vel með umræðunni og sjálf átt samtöl við starfsfólk og aðra hlutaðeigandi „með það að leiðarljósi að reyna að skilja málið betur og hvetja til þess að ró komist á starfsemina fyrir þá sem þjónustunnar njóta,“ sagði Svandís. Alþingi Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. Áralangur stöðugleiki hafi ríkt á stofnuninni og hún hafi notið faglegs trausts. Hún hafi bæði rætt við starfsfólk og stjórnarfólk hjá SÍBS sem og við fyrrverandi stjórnarfólk. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Bryndís segist hafa upplifað beint í æð að þar ríki mikil óánægja og hræðsla.Sjá einnig: Nýir stjórnendur taka við á morgun Í fyrirspurn Bryndísar kom fram að Reykjalundur sé ein stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega komi um tólfhundruð manns í endurhæfingu og þar starfi á annað hundrað manns. Þá hafi stofnunin verið valin stofnun ársins árið 2017.Upplifði óánægju og hræðslu „Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að ánægja starfsmanna hafi farið minnkandi í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Í heimsókn minni og háttvirts þingmanns Ólafs Þórs Gunnarssonar á Reykjalundi á föstudaginn síðastliðinn upplifðum við beint í æð þá miklu óánægju og hræðslu sem nú er allsráðandi meðal starfsmanna Reykjalundar,“ sagði Bryndís um leið og hún kallaði eftir afstöðu heilbrigðisráðherra til þeirrar stöðu sem upp er komin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.„Hyggst ráðherra bregðast við áskorun starfsmanna og hefur ráðherra átt í samskiptum við stjórn SÍBS og starfsmenn Reykjalundar?“ spurði Bryndís. Svandís kvaðst í svari sínu deila áhyggjum Bryndísar af þeirri stöðu sem uppi er. „Það er hins vegar svo að með lögum um opinber innkaup og lögum um sjúkratryggingar var settur ákveðinn rammi um það hvernig hið opinbera kaupir þjónustu af einkaaðilum og í raun og veru er aðkoma mín einungis í gegnum embætti landlæknis annars vegar, sem með að gera faglegt eftirlit með þjónustu, og hins vegar Sjúkratryggingar Íslands sem annast kaupin,“ sagði Svandís. Hún hafi engu að síður fylgst vel með umræðunni og sjálf átt samtöl við starfsfólk og aðra hlutaðeigandi „með það að leiðarljósi að reyna að skilja málið betur og hvetja til þess að ró komist á starfsemina fyrir þá sem þjónustunnar njóta,“ sagði Svandís.
Alþingi Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira