Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2019 10:55 Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. „Reykjalundur er það mikilvæg stofnun að það þarf að ríkja sátt um hana og stöðugleiki fyrir sjúklingana,“ segir Bryndís sem auk formennsku í samtökunum er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir hollvinasamtökin standa þétt við bak Reykjalundar þegar komi að söfnun fjár og aðstoð við stærri fjárfestingar.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/ArnarBirgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, var sagt upp um mánaðamótin og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni, í gær. „Ég hef átt gott samstarf við Birgi svo það kom mér á óvart að hann hefði lokið störfum,“ segir Bryndís. Hún hafi rætt við Svein Guðmundsson, formann SÍBS, sem hafi fullvissað hana um að störf Birgis fyrir Reykjalund hefðu verið góð.Bryndís Haraldsdóttir,lengst til vinstri og Birgir Gunnarsson lengst til hægri þegar Reykjalundi var veitt vegleg gjöf frá Styrktar- og sjúkrasjóði Verzlunarmanna í Reykjavík árið 2017.Ekki virðist öll sagan sögð. „Augljóslega hefur eitthvað komið upp á,“ segir Bryndís. Hún viti þó ekki nákvæmlega um hvað það snúist. Augljóslega hafi Birgir og Sveinn verið ósammála um eitthvað. Hún vonar að ástandið skýrist á fundi með starfsmönnum í hádeginu. „Það kom mér á óvart að Magnúsi hefði verið sagt upp störfum, eins og fréttin hljóðaði,“ segir Bryndís um uppsögn Magnúsar í gær. Hún leggi áherslu á að það verði að vera starfandi yfirlæknir á Reykjalundi. Það sé augljóst mál. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. „Reykjalundur er það mikilvæg stofnun að það þarf að ríkja sátt um hana og stöðugleiki fyrir sjúklingana,“ segir Bryndís sem auk formennsku í samtökunum er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir hollvinasamtökin standa þétt við bak Reykjalundar þegar komi að söfnun fjár og aðstoð við stærri fjárfestingar.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/ArnarBirgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, var sagt upp um mánaðamótin og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni, í gær. „Ég hef átt gott samstarf við Birgi svo það kom mér á óvart að hann hefði lokið störfum,“ segir Bryndís. Hún hafi rætt við Svein Guðmundsson, formann SÍBS, sem hafi fullvissað hana um að störf Birgis fyrir Reykjalund hefðu verið góð.Bryndís Haraldsdóttir,lengst til vinstri og Birgir Gunnarsson lengst til hægri þegar Reykjalundi var veitt vegleg gjöf frá Styrktar- og sjúkrasjóði Verzlunarmanna í Reykjavík árið 2017.Ekki virðist öll sagan sögð. „Augljóslega hefur eitthvað komið upp á,“ segir Bryndís. Hún viti þó ekki nákvæmlega um hvað það snúist. Augljóslega hafi Birgir og Sveinn verið ósammála um eitthvað. Hún vonar að ástandið skýrist á fundi með starfsmönnum í hádeginu. „Það kom mér á óvart að Magnúsi hefði verið sagt upp störfum, eins og fréttin hljóðaði,“ segir Bryndís um uppsögn Magnúsar í gær. Hún leggi áherslu á að það verði að vera starfandi yfirlæknir á Reykjalundi. Það sé augljóst mál.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Sjá meira
Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03
Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01
Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15
Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00