Vinnur íslenskt vísindasamfélag langt undir getu vegna vanfjármögnunar? Hópur skrifar 10. október 2019 07:45 Það voru kaldar kveðjur sem mættu íslenskum vísindamönnum í fjárlagafrumvarpi 2020 sem lagt var fyrir Alþingi í byrjun september. Kveðjurnar eru í formi niðurskurðar í Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs, helstu lífæð rannsókna á Íslandi. Niðurskurðurinn nemur 45 milljónum frá síðustu fjárlögum og lækkunin nemur um 80 milljónum frá því 2018. Afleiðingarnar verða að öllum líkindum þær að næsta úthlutun sjóðsins mun lækka um rúm fimm prósent. Upphæðin jafngildir rúmlega átta ársverkum doktorsnema á Íslandi, en stór hluti styrkjanna fer í fjármögnun doktorsverkefna. Þessi niðurskurður er áætlaður þrátt fyrir að sjóðurinn hafi rýrnað að raunvirði ár eftir ár. Í kjölfarið er ljóst að afkastageta íslensks vísindasamfélags mun minnka. Árið 2016 kom innspýting úr fjárlögum í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs og henni fylgdu fyrirheit um frekari aukningu sem ekki hefur verið staðið við. Áhrifa þessarar innspýtingar gætir víða í íslensku vísindalífi, en hún hefur eflt vísindi í landinu. Þannig hefur ungum íslenskum vísindamönnum fjölgað, fólk hefur snúið aftur til Íslands úr námi, eygjandi von um að geta stundað metnaðarfullar rannsóknir hér. Mikill sköpunarkraftur býr í íslensku vísindasamfélagi og þessi reynsla af auknu fjármagni í sjóðina sýnir það svart á hvítu hversu auðvelt það er að virkja þennan kraft og efla. Þó eru ýmis teikn á lofti um að íslenskt vísindasamfélag starfi nú langt undir getu vegna vanfjármögnunar. Árangurshlutfall umsókna í Rannsóknasjóð er eitt merki þess, en í síðustu úthlutun hlutu einungis 17% verkefna styrk. Þessi lækkun árangurshlutfalls er einungis komin til vegna aukinnar sóknar í sjóðinn, þar sem fjárveitingar í hann hafa staðið nokkurn veginn í stað síðan 2016. Einnig berast fregnir af því að í ár hafi umsóknum í sjóðinn fjölgað enn og aftur. Það er því ljóst að ef ekkert verður að gert verður árangurshlutfall umsókna í sjóðinn í næstu úthlutun komið niður fyrir það lægsta sem gerðist árin eftir hrun á Íslandi. En hvað er þá til ráða? Erum við föst í vítahring þar sem aukin fjármögnun til samkeppnissjóða veldur því að sóknin í þá eykst stöðugt, sem þá sífellt lækkar árangurshlutfallið? Svarið við því er hreint og klárt nei. Ef íslenskt vísindasamfélag væri fjármagnað þannig að það gæti starfað eftir bestu getu, ef fjármögnunin væri á pari við það sem gerist í þeim nágrannalöndum sem okkur er svo tamt að bera okkur saman við, er ólíklegt að hlutfallið væri svo lágt. En á meðan fjármögnun grunnrannsókna er undir því sem gerist að meðaltali í OECD-löndum og langt undir því sem gengur og gerist t.d. í Bretlandi og á Norðurlöndunum, er ekki skrítið að aukið fjármagn leiði til aukinnar sóknar í sjóðina. Sífellt yfirvofandi niðurskurður á fjármagni til rannsókna vekur furðu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur það að stefnu sinni að efla vísindastarf á Íslandi. Yfirlýst stefna hennar er að auka fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun úr 2% í 3% af landsframleiðslu árið 2024. Niðurskurður nú gengur því þvert á kosningaloforð og yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Sú gróska sem fylgdi í kjölfar þeirrar aukningar sem varð á framlögum í sjóðina árið 2016 er birtingarmynd þeirra jákvæðu áhrifa sem það hefur á hugvit íslenskra vísindamanna og af kastagetu að hækka fjármagn sem rennur til vísinda. Sem dæmi má nefna að í kjölfar aukningarinnar hefur Öndvegisstyrkjum úr Rannsóknasjóði fjölgað, en mjög öflug Öndvegisverkefni hafa í kjölfarið hlotið hæstu styrki sem unnt er að fá frá rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Þessi reynsla segir okkur að viðbót fjármagns í innlenda sjóði skili sér jafnvel margfalt til baka á formi erlends rannsóknafjár, enda eru á Íslandi framúrskarandi vísindamenn sem eiga fullt erindi í samkeppni um hæstu erlendu styrkina fái þeir þá forgjöf frá Íslandi sem til þarf. Í stað yfirvofandi niðurskurðar ár eftir ár ætti því að halda áfram á þeirri braut sem var hafin árin 2015-2016 og auka verulega fjármagn í íslenska samkeppnissjóði. Við undirrituð skorum á stjórnvöld að standa við gefin loforð og virkja þann kraft sem í íslensku vísindasamfélagi býr, snúa vörn í sókn og auka við fjármögnun íslenskra samkeppnissjóða. Árangurinn í formi hagsældar fyrir íslenska þjóð mun ekki láta á sér standa.Erna Magnúsdóttir dósent við Háskóla ÍslandsEyja Margrét Brynjarsdóttir lektor við Háskóla ÍslandsEyjólfur Ingi Ásgeirsson dósent við Háskólann í ReykjavíkOddur Vilhelmsson prófessor við Háskólann á AkureyriSigrún Ólafsdóttir prófessor við Háskóla ÍslandsSnævar Sigurðsson sérfræðingur við Háskóla ÍslandsÞórdís Ingadóttir dósent við Háskólann í ReykjavíkHöfundar eru í stjórn Vísindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það voru kaldar kveðjur sem mættu íslenskum vísindamönnum í fjárlagafrumvarpi 2020 sem lagt var fyrir Alþingi í byrjun september. Kveðjurnar eru í formi niðurskurðar í Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs, helstu lífæð rannsókna á Íslandi. Niðurskurðurinn nemur 45 milljónum frá síðustu fjárlögum og lækkunin nemur um 80 milljónum frá því 2018. Afleiðingarnar verða að öllum líkindum þær að næsta úthlutun sjóðsins mun lækka um rúm fimm prósent. Upphæðin jafngildir rúmlega átta ársverkum doktorsnema á Íslandi, en stór hluti styrkjanna fer í fjármögnun doktorsverkefna. Þessi niðurskurður er áætlaður þrátt fyrir að sjóðurinn hafi rýrnað að raunvirði ár eftir ár. Í kjölfarið er ljóst að afkastageta íslensks vísindasamfélags mun minnka. Árið 2016 kom innspýting úr fjárlögum í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs og henni fylgdu fyrirheit um frekari aukningu sem ekki hefur verið staðið við. Áhrifa þessarar innspýtingar gætir víða í íslensku vísindalífi, en hún hefur eflt vísindi í landinu. Þannig hefur ungum íslenskum vísindamönnum fjölgað, fólk hefur snúið aftur til Íslands úr námi, eygjandi von um að geta stundað metnaðarfullar rannsóknir hér. Mikill sköpunarkraftur býr í íslensku vísindasamfélagi og þessi reynsla af auknu fjármagni í sjóðina sýnir það svart á hvítu hversu auðvelt það er að virkja þennan kraft og efla. Þó eru ýmis teikn á lofti um að íslenskt vísindasamfélag starfi nú langt undir getu vegna vanfjármögnunar. Árangurshlutfall umsókna í Rannsóknasjóð er eitt merki þess, en í síðustu úthlutun hlutu einungis 17% verkefna styrk. Þessi lækkun árangurshlutfalls er einungis komin til vegna aukinnar sóknar í sjóðinn, þar sem fjárveitingar í hann hafa staðið nokkurn veginn í stað síðan 2016. Einnig berast fregnir af því að í ár hafi umsóknum í sjóðinn fjölgað enn og aftur. Það er því ljóst að ef ekkert verður að gert verður árangurshlutfall umsókna í sjóðinn í næstu úthlutun komið niður fyrir það lægsta sem gerðist árin eftir hrun á Íslandi. En hvað er þá til ráða? Erum við föst í vítahring þar sem aukin fjármögnun til samkeppnissjóða veldur því að sóknin í þá eykst stöðugt, sem þá sífellt lækkar árangurshlutfallið? Svarið við því er hreint og klárt nei. Ef íslenskt vísindasamfélag væri fjármagnað þannig að það gæti starfað eftir bestu getu, ef fjármögnunin væri á pari við það sem gerist í þeim nágrannalöndum sem okkur er svo tamt að bera okkur saman við, er ólíklegt að hlutfallið væri svo lágt. En á meðan fjármögnun grunnrannsókna er undir því sem gerist að meðaltali í OECD-löndum og langt undir því sem gengur og gerist t.d. í Bretlandi og á Norðurlöndunum, er ekki skrítið að aukið fjármagn leiði til aukinnar sóknar í sjóðina. Sífellt yfirvofandi niðurskurður á fjármagni til rannsókna vekur furðu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur það að stefnu sinni að efla vísindastarf á Íslandi. Yfirlýst stefna hennar er að auka fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun úr 2% í 3% af landsframleiðslu árið 2024. Niðurskurður nú gengur því þvert á kosningaloforð og yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Sú gróska sem fylgdi í kjölfar þeirrar aukningar sem varð á framlögum í sjóðina árið 2016 er birtingarmynd þeirra jákvæðu áhrifa sem það hefur á hugvit íslenskra vísindamanna og af kastagetu að hækka fjármagn sem rennur til vísinda. Sem dæmi má nefna að í kjölfar aukningarinnar hefur Öndvegisstyrkjum úr Rannsóknasjóði fjölgað, en mjög öflug Öndvegisverkefni hafa í kjölfarið hlotið hæstu styrki sem unnt er að fá frá rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Þessi reynsla segir okkur að viðbót fjármagns í innlenda sjóði skili sér jafnvel margfalt til baka á formi erlends rannsóknafjár, enda eru á Íslandi framúrskarandi vísindamenn sem eiga fullt erindi í samkeppni um hæstu erlendu styrkina fái þeir þá forgjöf frá Íslandi sem til þarf. Í stað yfirvofandi niðurskurðar ár eftir ár ætti því að halda áfram á þeirri braut sem var hafin árin 2015-2016 og auka verulega fjármagn í íslenska samkeppnissjóði. Við undirrituð skorum á stjórnvöld að standa við gefin loforð og virkja þann kraft sem í íslensku vísindasamfélagi býr, snúa vörn í sókn og auka við fjármögnun íslenskra samkeppnissjóða. Árangurinn í formi hagsældar fyrir íslenska þjóð mun ekki láta á sér standa.Erna Magnúsdóttir dósent við Háskóla ÍslandsEyja Margrét Brynjarsdóttir lektor við Háskóla ÍslandsEyjólfur Ingi Ásgeirsson dósent við Háskólann í ReykjavíkOddur Vilhelmsson prófessor við Háskólann á AkureyriSigrún Ólafsdóttir prófessor við Háskóla ÍslandsSnævar Sigurðsson sérfræðingur við Háskóla ÍslandsÞórdís Ingadóttir dósent við Háskólann í ReykjavíkHöfundar eru í stjórn Vísindafélags Íslands
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun