Kvenréttindafélagið fagnar framtaki Íslandsbanka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2019 14:30 Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands. Kvenréttindafélag Íslands segist fagna framtaki Íslandsbanka að að færa viðskipti sín til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem búi ekki við afgerandi kynjahalla. Þetta kemur fram í ályktun félagsins. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, boðaði í upphafi vikunnar að Íslandsbanki myndi forðast að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylltu herbergið aðeins af karlmönnum. Þá ætli bankinn að kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóði upp á afgerandi kynjahalla. Útspil bankans hefur meðal annars sætt gagnrýni meðal fjármálaráðherra sem segir framtakið koma honum spánskt fyrir sjónir. Meðfram því ætlar Íslandsbankinn að kveðja sparibauka sína úr plasti og hætta að prenta skýrslur af umhverfissjónarmiðum. Kvenréttindafélagið segist í ályktun sinni fagna áformum Íslandsbanka „að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Við fögnum framtaki þeirra að taka markviss skref í átt að aukinni umhverfisvernd og færa viðskipti sín yfir til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem ekki búa við afgerandi kynjahalla,“ segir í ályktuninni. „Ef öll fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld leggjast saman á árar, er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna og tryggja framtíð komandi kynslóða.“ Auglýsinga- og markaðsmál Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30 Væri ekki nær að baka köku? Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. 25. október 2019 11:34 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Varhugaverð vegferð Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að "kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans. 25. október 2019 07:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands segist fagna framtaki Íslandsbanka að að færa viðskipti sín til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem búi ekki við afgerandi kynjahalla. Þetta kemur fram í ályktun félagsins. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, boðaði í upphafi vikunnar að Íslandsbanki myndi forðast að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylltu herbergið aðeins af karlmönnum. Þá ætli bankinn að kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóði upp á afgerandi kynjahalla. Útspil bankans hefur meðal annars sætt gagnrýni meðal fjármálaráðherra sem segir framtakið koma honum spánskt fyrir sjónir. Meðfram því ætlar Íslandsbankinn að kveðja sparibauka sína úr plasti og hætta að prenta skýrslur af umhverfissjónarmiðum. Kvenréttindafélagið segist í ályktun sinni fagna áformum Íslandsbanka „að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Við fögnum framtaki þeirra að taka markviss skref í átt að aukinni umhverfisvernd og færa viðskipti sín yfir til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem ekki búa við afgerandi kynjahalla,“ segir í ályktuninni. „Ef öll fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld leggjast saman á árar, er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna og tryggja framtíð komandi kynslóða.“
Auglýsinga- og markaðsmál Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30 Væri ekki nær að baka köku? Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. 25. október 2019 11:34 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Varhugaverð vegferð Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að "kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans. 25. október 2019 07:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30
Væri ekki nær að baka köku? Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. 25. október 2019 11:34
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Varhugaverð vegferð Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að "kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans. 25. október 2019 07:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00