10.000.000.000.000 norskar krónur nú í norska olíusjóðnum Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2019 11:05 Norðmenn hafa ástæðu til að fagna enda virðist fjárhagsstaða norska ríkisins nokkuð traust. Getty Fjárhagsstaða norska ríkisins virðist traust. Greint var frá því í morgun að í fyrsta sinn séu verðmæti í norska olíusjóðnum metin meiri en 10 þúsund milljarðar norskra króna. Það samsvarar 136.200 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 23 ár eru nú liðin frá stofnun olíusjóðsins. Fjármálaráðuneyti landsins lagði þá, árið 1996, inn tvo milljarða norskra króna. Síðan þá hefur olíuauðurinn að stórum hluta verið lagður í sjóðinn og stjórnendur fjárfest víða um heim. „Við vorum heppin að finna olíuna. Arðbærni fjárfestinga á alþjóðlegum mörkuðum hefur verið svo mikil að það er hægt að líkja því við að finna olíu upp á nýtt,“ er haft eftir Yngve Slyngstad, yfirmanni sjóðsins, í yfirlýsingu í morgun. Verðmætaaukninguna má meðal annars rekja til veikingar norsku krónunnar. Þó er talin full ástæða til að fagna áfanganum. „Umfang sjóðsins hefur farið fram úr öllum þeim væntingum sem við höfðum þegar þessi vegferð hófst. Þetta hefur verið svakalega vel heppnað og það er góð og gild ástæða til að fagna því að svo vel hafi gengið,“ sagði Knut Kjær sem var fyrsti yfirmaður sjóðsins, í samtali við norska fjölmiðla.Olíusjóðurinn rekur skrifstofur í Osló, Lundúnum, New York, Singapúr og Sjanghæ. Fimmtíu ár eru í desember frá því að norsk stjórnvöld greindu frá því að olía hafi fundist í Norðursjó. Bensín og olía Noregur Tímamót Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárhagsstaða norska ríkisins virðist traust. Greint var frá því í morgun að í fyrsta sinn séu verðmæti í norska olíusjóðnum metin meiri en 10 þúsund milljarðar norskra króna. Það samsvarar 136.200 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 23 ár eru nú liðin frá stofnun olíusjóðsins. Fjármálaráðuneyti landsins lagði þá, árið 1996, inn tvo milljarða norskra króna. Síðan þá hefur olíuauðurinn að stórum hluta verið lagður í sjóðinn og stjórnendur fjárfest víða um heim. „Við vorum heppin að finna olíuna. Arðbærni fjárfestinga á alþjóðlegum mörkuðum hefur verið svo mikil að það er hægt að líkja því við að finna olíu upp á nýtt,“ er haft eftir Yngve Slyngstad, yfirmanni sjóðsins, í yfirlýsingu í morgun. Verðmætaaukninguna má meðal annars rekja til veikingar norsku krónunnar. Þó er talin full ástæða til að fagna áfanganum. „Umfang sjóðsins hefur farið fram úr öllum þeim væntingum sem við höfðum þegar þessi vegferð hófst. Þetta hefur verið svakalega vel heppnað og það er góð og gild ástæða til að fagna því að svo vel hafi gengið,“ sagði Knut Kjær sem var fyrsti yfirmaður sjóðsins, í samtali við norska fjölmiðla.Olíusjóðurinn rekur skrifstofur í Osló, Lundúnum, New York, Singapúr og Sjanghæ. Fimmtíu ár eru í desember frá því að norsk stjórnvöld greindu frá því að olía hafi fundist í Norðursjó.
Bensín og olía Noregur Tímamót Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf