Farinn að æfa innan við viku eftir að hnéskelin hans fór á flakk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 22:00 Patrick Mahomes. Getty/Justin Edmonds Það er fyrir löngu komið í ljós að Patrick Mahomes er enginn venjulegur íþróttamaður og nú ætlar kappinn mögulega að bjóða upp á undraendurkomu eftir meiðsli sem fékk suma til að afskrifa hann út tímabilið. Það er mikið um meiðsli í NFL-deildinni en sum eru stærri en önnur. Þegar leikstjórnendur meiðast þá geta lið lent í miklum vandræðum og hvað þá þegar besti leikmaður síðasta tímabils Patrick Mahomes, besti leikmaður NFL-deildarinnar, meiddist illa á hné í leik Kansas City Chiefs síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Kansas City Chiefs þurftu sumir eflaust áfallahjálp enda útlitið ekki gott.From NFL Now: #Chiefs QB Patrick Mahomes is going to be on the field throwing today, and if that's all he does, that's still good. Nothing but positive news following his dislocated kneecap. pic.twitter.com/bfKZ1aQ7gD — Ian Rapoport (@RapSheet) October 23, 2019Í beinni sjónvarpsútsendingu sáust sjúkraþjálfarar Kansas City Chiefs kippa hnéskel Patrick Mahomes aftur í liðinn og það er ekki beint góð tíðindi þegar hnéskelinn er farin á flakk. Patrick Mahomes stóð samt upp og var studdur af velli en spilaði ekki meira í leiknum. Eftir leikinn fóru menn að velta fyrir sér hvort tímabilið væri búið hjá þessum frábæra leikmanni og um leið væru kannski úr sögunni möguleikar Kansas City Chiefs um að fara alla leið í Super Bowl leikinn. Patrick Mahomes fékk góðar fréttir daginn eftir þegar það kom í ljós að ekkert var slitið. Það var samt búist við því að Patrick Mahomes yrði frá í þrjár til sex vikur.There's something different about Patrick Mahomes, and Andy Reid knows it. pic.twitter.com/ac1emmcg9c — NFL on ESPN (@ESPNNFL) October 24, 2019 Það kom því mörgum mjög á óvart í gær þegar Patrick Mahomes var mættur aftur á æfingu hjá Kansas City Chiefs innan við sex dögum eftir atvikið. Hann sást kasta boltanum á æfingu en tók að sjálfsögðu ekki þátt í neinum líkamlegum átökum. Það mun síðan koma í ljós hvenær Kansas City Chiefs er tilbúið að setja hann aftur út á völlinn. Það hljóta að vera einhverjar vikur í það enda mikilvægt fyrir liðið að leikstjórnandinn fá tíma til að ná sér almennilega. Patrick Mahomes er einstakur leikmaður og með einstaka kasttækni. Hæfileikar hans hafa gert hann að stórstjörnu í NFL-deildinni á einu tímabili. Það væri annar kafli í hetjusöguna ef hann nær að snúa fljótt til baka eftir svona erfið meiðsli.Video: #Chiefs QB Patrick Mahomes returns to the practice field six days removed from a kneecap dislocation. pic.twitter.com/m53byDYs1r — Arrowhead Pride (@ArrowheadPride) October 23, 2019 NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ Sjá meira
Það er fyrir löngu komið í ljós að Patrick Mahomes er enginn venjulegur íþróttamaður og nú ætlar kappinn mögulega að bjóða upp á undraendurkomu eftir meiðsli sem fékk suma til að afskrifa hann út tímabilið. Það er mikið um meiðsli í NFL-deildinni en sum eru stærri en önnur. Þegar leikstjórnendur meiðast þá geta lið lent í miklum vandræðum og hvað þá þegar besti leikmaður síðasta tímabils Patrick Mahomes, besti leikmaður NFL-deildarinnar, meiddist illa á hné í leik Kansas City Chiefs síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Kansas City Chiefs þurftu sumir eflaust áfallahjálp enda útlitið ekki gott.From NFL Now: #Chiefs QB Patrick Mahomes is going to be on the field throwing today, and if that's all he does, that's still good. Nothing but positive news following his dislocated kneecap. pic.twitter.com/bfKZ1aQ7gD — Ian Rapoport (@RapSheet) October 23, 2019Í beinni sjónvarpsútsendingu sáust sjúkraþjálfarar Kansas City Chiefs kippa hnéskel Patrick Mahomes aftur í liðinn og það er ekki beint góð tíðindi þegar hnéskelinn er farin á flakk. Patrick Mahomes stóð samt upp og var studdur af velli en spilaði ekki meira í leiknum. Eftir leikinn fóru menn að velta fyrir sér hvort tímabilið væri búið hjá þessum frábæra leikmanni og um leið væru kannski úr sögunni möguleikar Kansas City Chiefs um að fara alla leið í Super Bowl leikinn. Patrick Mahomes fékk góðar fréttir daginn eftir þegar það kom í ljós að ekkert var slitið. Það var samt búist við því að Patrick Mahomes yrði frá í þrjár til sex vikur.There's something different about Patrick Mahomes, and Andy Reid knows it. pic.twitter.com/ac1emmcg9c — NFL on ESPN (@ESPNNFL) October 24, 2019 Það kom því mörgum mjög á óvart í gær þegar Patrick Mahomes var mættur aftur á æfingu hjá Kansas City Chiefs innan við sex dögum eftir atvikið. Hann sást kasta boltanum á æfingu en tók að sjálfsögðu ekki þátt í neinum líkamlegum átökum. Það mun síðan koma í ljós hvenær Kansas City Chiefs er tilbúið að setja hann aftur út á völlinn. Það hljóta að vera einhverjar vikur í það enda mikilvægt fyrir liðið að leikstjórnandinn fá tíma til að ná sér almennilega. Patrick Mahomes er einstakur leikmaður og með einstaka kasttækni. Hæfileikar hans hafa gert hann að stórstjörnu í NFL-deildinni á einu tímabili. Það væri annar kafli í hetjusöguna ef hann nær að snúa fljótt til baka eftir svona erfið meiðsli.Video: #Chiefs QB Patrick Mahomes returns to the practice field six days removed from a kneecap dislocation. pic.twitter.com/m53byDYs1r — Arrowhead Pride (@ArrowheadPride) October 23, 2019
NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ Sjá meira