Loðin stefna Pírata Egill Þór Jónsson skrifar 23. október 2019 13:00 Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Eins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greindi sjálf frá í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins þá greiddu Píratar atkvæði með sáttmálanum en þó með fyrirvara. En alla jafna setur fólk fyrirvara í atkvæðagreiðslu sem þessari ef samþykki þeirra er bundið ákveðnum skilyrðum. Einn þessara fyrirvara sneri að því að veggjöld myndu ekki koma niður á þeim tekjulægri í samfélaginu. Þrátt fyrir það er afstaða Pírataflokksins í borgarstjórn til veggjalda ansi óljós og vel loðin. Í því samhengi er rétt að benda á að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, er í raun brautryðjandi í þeim fyrirætlunum meirihlutans að leggja á sérstök veggjöld í Reykjavík. Því til stuðnings segir orðrétt í fréttum RÚV frá 25.05.2019: „Sigurborg segir að þetta gæti orðið hluti af þeirri leið sem farin yrði til þess að fjármagna uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir jafnframt í fréttinni að í Noregi séu þetta gjöld á bilinu 1200 til 1800 krónur hver ferð. Þessi hugmynd Sigurborgar er í hróplegu ósamræmi við þá fyrirvara sem hún og flokkur hennar setti við samþykkt samgöngusáttmálans í borgarstjórn þriðjudaginn 15. október síðastliðinn. Þar er þess sérstaklega getið að útfærsla sérstakrar fjármögnunar komi ekki niður á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Píratar í Reykjavík gera hins vegar enga athugasemd við veggjöld að öðru leyti, en það hlýtur vera krafa kjósenda að þeir upplýsi um afstöðu sína til sérstakra veggjalda. Þá hefur oddviti Pírata ítrekað vikið sér undan því að svara því hvort flokkurinn sé fylgjandi veggjöldum eða ekki. Píratar hafna samkomulaginu í rafrænni atkvæðagreiðslu Píratar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki einhuga um samgöngusáttmálann. Til að mynda lögðu fulltrúar Pírata í bæjarstjórn Kópavogs til atkvæðagreiðslu inn í kosningakerfi Pírata um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sáttmálanum var hafnað í þeirri atkvæðagreiðslu með meirihluta atkvæða. Við afgreiðslu samgöngusáttmálans á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í gær, þriðjudaginn 22. október 2019, greiddi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um samgöngusáttmálann. Sú ákvörðun Sigurbjargar hlýtur fyrst og fremst að byggjast á ákvörðun grasrótar Pírata í Kópavogi. Í mínum huga eiga kjósendur hins vegar rétt á að fá að vita hver raunveruleg afstaða borgarstjórnarflokks Pírata er til veggjalda. Eða er það kannski svo að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, og aðrir fulltrúar flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur styðja það heilshugar að samkomulagið verði fjármagnað með veggjöldum? Það vekur athygli að Píratar í Kópavogi hafi fellt samkomulagið í atkvæðagreiðslu innan flokksins. Þá vekur það óneitanlega athygli að grasrót Pírata fékk ekki segja sitt álit á samningnum, en í grunnstefinu Pírata er rætt sérsteklega um beint lýðræði og aðkomu grasrótar að ákvörðunartöku skv. sjöttu grein grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Ég veit ekki hvort borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík óttist grasrótina í Reykjavík eða bara hreinlega þekki ekki grunnstefnu Pírata, betur en svo að þeir láti hjá líða að halda kosningu um samgöngusáttmálann í Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Egill Þór Jónsson Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Eins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greindi sjálf frá í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins þá greiddu Píratar atkvæði með sáttmálanum en þó með fyrirvara. En alla jafna setur fólk fyrirvara í atkvæðagreiðslu sem þessari ef samþykki þeirra er bundið ákveðnum skilyrðum. Einn þessara fyrirvara sneri að því að veggjöld myndu ekki koma niður á þeim tekjulægri í samfélaginu. Þrátt fyrir það er afstaða Pírataflokksins í borgarstjórn til veggjalda ansi óljós og vel loðin. Í því samhengi er rétt að benda á að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, er í raun brautryðjandi í þeim fyrirætlunum meirihlutans að leggja á sérstök veggjöld í Reykjavík. Því til stuðnings segir orðrétt í fréttum RÚV frá 25.05.2019: „Sigurborg segir að þetta gæti orðið hluti af þeirri leið sem farin yrði til þess að fjármagna uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir jafnframt í fréttinni að í Noregi séu þetta gjöld á bilinu 1200 til 1800 krónur hver ferð. Þessi hugmynd Sigurborgar er í hróplegu ósamræmi við þá fyrirvara sem hún og flokkur hennar setti við samþykkt samgöngusáttmálans í borgarstjórn þriðjudaginn 15. október síðastliðinn. Þar er þess sérstaklega getið að útfærsla sérstakrar fjármögnunar komi ekki niður á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Píratar í Reykjavík gera hins vegar enga athugasemd við veggjöld að öðru leyti, en það hlýtur vera krafa kjósenda að þeir upplýsi um afstöðu sína til sérstakra veggjalda. Þá hefur oddviti Pírata ítrekað vikið sér undan því að svara því hvort flokkurinn sé fylgjandi veggjöldum eða ekki. Píratar hafna samkomulaginu í rafrænni atkvæðagreiðslu Píratar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki einhuga um samgöngusáttmálann. Til að mynda lögðu fulltrúar Pírata í bæjarstjórn Kópavogs til atkvæðagreiðslu inn í kosningakerfi Pírata um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sáttmálanum var hafnað í þeirri atkvæðagreiðslu með meirihluta atkvæða. Við afgreiðslu samgöngusáttmálans á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í gær, þriðjudaginn 22. október 2019, greiddi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um samgöngusáttmálann. Sú ákvörðun Sigurbjargar hlýtur fyrst og fremst að byggjast á ákvörðun grasrótar Pírata í Kópavogi. Í mínum huga eiga kjósendur hins vegar rétt á að fá að vita hver raunveruleg afstaða borgarstjórnarflokks Pírata er til veggjalda. Eða er það kannski svo að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, og aðrir fulltrúar flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur styðja það heilshugar að samkomulagið verði fjármagnað með veggjöldum? Það vekur athygli að Píratar í Kópavogi hafi fellt samkomulagið í atkvæðagreiðslu innan flokksins. Þá vekur það óneitanlega athygli að grasrót Pírata fékk ekki segja sitt álit á samningnum, en í grunnstefinu Pírata er rætt sérsteklega um beint lýðræði og aðkomu grasrótar að ákvörðunartöku skv. sjöttu grein grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Ég veit ekki hvort borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík óttist grasrótina í Reykjavík eða bara hreinlega þekki ekki grunnstefnu Pírata, betur en svo að þeir láti hjá líða að halda kosningu um samgöngusáttmálann í Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun