Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 20:52 Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir það ekki hafa verið auðvelda eða léttvæga ákvörðun að taka tímabundið við starfi forstjóra stofnunarinnar. Þá telur hún nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. Þetta kemur fram í tilkynningu Herdísar til starfsmanna Reykjalundar sem birt var í dag. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Í tilkynningunni fer Herdís, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra í kjölfar uppsagnanna, yfir þau viðfangsefni sem hún og framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa einbeitt sér að síðustu daga. Framkvæmdastjórnin sé nú fullmönnuð en ljóst sé að enn ríki reiði meðal starfsfólks Reykjalundar eftir sviptingarnar fyrr í mánuðinum. Þá hafi Herdís sett fram tvær kröfur gagnvart stjórn SÍBS þegar hún tók tímabundið við starfi forstjóra, og fallist hafi verið á þær báðar. Annars vegar kröfu um að áheyrnarfulltrúi SÍBS myndi víkja úr framkvæmdastjórn. „Framkvæmdastjórn Reykjalundar er því algjörlega sjálfstæð og óháð aðkomu stjórnar SÍBS.“Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS.VísirHins vegar að starf forstjóra yrði auglýst eins fljótt og auðið er og að stjórn SÍBS fengi hæfa aðila til að annast ráðningarferlið. Undirbúningur þess ferlis sé nú hafin. „Ég vil endurtaka, að þegar ég féllst á að taka tímabundið við starfi forstjóra var sú ákvörðun á engan hátt auðveld eða léttvæg. Ég tel hins vegar að ég geti lagt mitt að mörkum og langar að eiga þátt í því með ykkar hjálp að byggja hér hratt upp að nýju,“ segir í tilkynningu Herdísar. Þá hafi atburðir síðustu vikna vissulega haft áhrif á alla á Reykjalundi, og þar sé Herdís sjálf ekki undanskilin. Þá taki hún undir þau sjónarmið að félagasamtök eigi ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. „Til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig tel ég nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. SÍBS er vissulega eigandi Reykjalundar en það útlokar ekki að taka til skoðunar núverandi fyrirkomulag með hagsmuni sjúklinga, faglegrar starfsemi og starfsmanna að leiðarljósi. Ég hef óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál og tel afar áríðandi að tillögur að breyttu fyrirkomulagi verði leiddar til lykta á næstu 3-6 mánuðum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS hafi bókað mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar, Birgis Þórarinssonar, þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Þá sagði talsmaður fagráðs Reykjalundar að allt starfsfólk Reykjalundar íhugi nú stöðu sína en sex læknar eru ýmist á förum eða hafa sagt upp störfum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir það ekki hafa verið auðvelda eða léttvæga ákvörðun að taka tímabundið við starfi forstjóra stofnunarinnar. Þá telur hún nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. Þetta kemur fram í tilkynningu Herdísar til starfsmanna Reykjalundar sem birt var í dag. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Í tilkynningunni fer Herdís, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra í kjölfar uppsagnanna, yfir þau viðfangsefni sem hún og framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa einbeitt sér að síðustu daga. Framkvæmdastjórnin sé nú fullmönnuð en ljóst sé að enn ríki reiði meðal starfsfólks Reykjalundar eftir sviptingarnar fyrr í mánuðinum. Þá hafi Herdís sett fram tvær kröfur gagnvart stjórn SÍBS þegar hún tók tímabundið við starfi forstjóra, og fallist hafi verið á þær báðar. Annars vegar kröfu um að áheyrnarfulltrúi SÍBS myndi víkja úr framkvæmdastjórn. „Framkvæmdastjórn Reykjalundar er því algjörlega sjálfstæð og óháð aðkomu stjórnar SÍBS.“Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS.VísirHins vegar að starf forstjóra yrði auglýst eins fljótt og auðið er og að stjórn SÍBS fengi hæfa aðila til að annast ráðningarferlið. Undirbúningur þess ferlis sé nú hafin. „Ég vil endurtaka, að þegar ég féllst á að taka tímabundið við starfi forstjóra var sú ákvörðun á engan hátt auðveld eða léttvæg. Ég tel hins vegar að ég geti lagt mitt að mörkum og langar að eiga þátt í því með ykkar hjálp að byggja hér hratt upp að nýju,“ segir í tilkynningu Herdísar. Þá hafi atburðir síðustu vikna vissulega haft áhrif á alla á Reykjalundi, og þar sé Herdís sjálf ekki undanskilin. Þá taki hún undir þau sjónarmið að félagasamtök eigi ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. „Til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig tel ég nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. SÍBS er vissulega eigandi Reykjalundar en það útlokar ekki að taka til skoðunar núverandi fyrirkomulag með hagsmuni sjúklinga, faglegrar starfsemi og starfsmanna að leiðarljósi. Ég hef óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál og tel afar áríðandi að tillögur að breyttu fyrirkomulagi verði leiddar til lykta á næstu 3-6 mánuðum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS hafi bókað mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar, Birgis Þórarinssonar, þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Þá sagði talsmaður fagráðs Reykjalundar að allt starfsfólk Reykjalundar íhugi nú stöðu sína en sex læknar eru ýmist á förum eða hafa sagt upp störfum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent