Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 10:36 Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Fréttablaðið/Ernir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að þegar litið sé til Grafarvogsins í Reykjavík þá séu þar of margir skólar starfræktir miðað við fjölda barna. Ójafnvægi sé milli borgarhluta hvað þetta varðar. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu muni leggjast af frá og með næsta hausti . Samkvæmt tillögum borgarinnar hefur verið lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári.Of margir, fámennir grunnskólar Skúli mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi tillögurnar. Hann sagði borgina búa við það að í Grafarvogi séu margir, fámennir grunnskólar. „Við erum með átta grunnskóla í Grafarvoginum. Þeir eru fimm í Breiðholti, fjórir í Vesturbænum, þannig að það er ekki gott jafnvægi á milli borgarhlutanna hvað þetta varðar.“ Hann segir það vera mjög umdeilanlegt hvort að þörf hafi verið á öllum átta skólunum þegar þeim var komið á koppinn á sínum tíma. Svo vægt sé að orði komist. „Það var ekki alveg hugsað fyrir því að vera með sterkar einingar sem gætu farið í gegnum hæðir og lægðir í íbúafjöldanum og nemendafjöldanum. Síðan ef maður skoðar þetta aftur í tímann , þá yfirleitt þá jafna sig þessar sveiflur út. Það eykst nemendafjöldinn yfir ákveðið árabil og svo breytist það aftur. En við erum með eina stóra undantekningu frá þessu sem er skóli okkar í Korpunni þar sem við sjáum jafna, þétta og stöðuga fækkun frá 2012,“ segir Skúli. Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Skúli segir engin dæmi um svo fámennan grunnskóla í borginni. Sá næstfámennasti skólinn í borginni sé á Kjalarnesi með tæplega 130 nemendur.Hlustað á sjónarmið foreldra Skúli segist vel skilja óánægju foreldra barna sem hafa stundað nám í Korpuskóla. „Þetta eru auðvitað ákveðnar breytingar og það er ákveðið rask sem fylgir breytingunum. Við tökum fullt mark á þeim sjónarmiðum sem koma frá þeim foreldrum.“ Skúli segir að borgin hafi reynt að koma til móts við sjónarmið foreldra og lágmarka raskið sem fylgja breytingunum. Skólaakstur verði tryggður milli hverfisins og þeirra skóla sem nemendur flytjast í, en um 1.700 metrar eru frá Korpuskóla og í næsta skóla sem yngri nemendur færu í eftir breytingarnar. Sömuleiðis stæði til að ráðast í samgöngubætur, bæta göngu- og hjólaleiðir, til að bæta öryggi í norðanverðum Grafarvogi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Bítið Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að þegar litið sé til Grafarvogsins í Reykjavík þá séu þar of margir skólar starfræktir miðað við fjölda barna. Ójafnvægi sé milli borgarhluta hvað þetta varðar. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu muni leggjast af frá og með næsta hausti . Samkvæmt tillögum borgarinnar hefur verið lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári.Of margir, fámennir grunnskólar Skúli mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi tillögurnar. Hann sagði borgina búa við það að í Grafarvogi séu margir, fámennir grunnskólar. „Við erum með átta grunnskóla í Grafarvoginum. Þeir eru fimm í Breiðholti, fjórir í Vesturbænum, þannig að það er ekki gott jafnvægi á milli borgarhlutanna hvað þetta varðar.“ Hann segir það vera mjög umdeilanlegt hvort að þörf hafi verið á öllum átta skólunum þegar þeim var komið á koppinn á sínum tíma. Svo vægt sé að orði komist. „Það var ekki alveg hugsað fyrir því að vera með sterkar einingar sem gætu farið í gegnum hæðir og lægðir í íbúafjöldanum og nemendafjöldanum. Síðan ef maður skoðar þetta aftur í tímann , þá yfirleitt þá jafna sig þessar sveiflur út. Það eykst nemendafjöldinn yfir ákveðið árabil og svo breytist það aftur. En við erum með eina stóra undantekningu frá þessu sem er skóli okkar í Korpunni þar sem við sjáum jafna, þétta og stöðuga fækkun frá 2012,“ segir Skúli. Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Skúli segir engin dæmi um svo fámennan grunnskóla í borginni. Sá næstfámennasti skólinn í borginni sé á Kjalarnesi með tæplega 130 nemendur.Hlustað á sjónarmið foreldra Skúli segist vel skilja óánægju foreldra barna sem hafa stundað nám í Korpuskóla. „Þetta eru auðvitað ákveðnar breytingar og það er ákveðið rask sem fylgir breytingunum. Við tökum fullt mark á þeim sjónarmiðum sem koma frá þeim foreldrum.“ Skúli segir að borgin hafi reynt að koma til móts við sjónarmið foreldra og lágmarka raskið sem fylgja breytingunum. Skólaakstur verði tryggður milli hverfisins og þeirra skóla sem nemendur flytjast í, en um 1.700 metrar eru frá Korpuskóla og í næsta skóla sem yngri nemendur færu í eftir breytingarnar. Sömuleiðis stæði til að ráðast í samgöngubætur, bæta göngu- og hjólaleiðir, til að bæta öryggi í norðanverðum Grafarvogi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Bítið Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00