Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 20:21 Kelduskóla-Korpu verður að óbreyttu lokað nái tillaga meirihlutans fram að ganga. Fréttablaðið/Ernir Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrr í dag kom fram að til standi að leggja niður skólastarf í Korpu og þess í stað verði tveir skólar í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn skóli fyrir 8.-10. bekk. Breytingarnar taki gildi frá og með næsta skólaári 2020. Tillagan verður lögð fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Það sem er verið að gera núna, þeir eru að fara gegn gildandi deiliskipulagi,“ segir Ingvar í samtali við Vísi. Það liggi fyrir samkvæmt deiliskipulagi að skóli eigi að vera í hverfinu og því þyrfti að breyta deiliskipulagi áður en tekin sé ákvörðun um að loka skólanum. „Þetta er svo glórulaust allt saman,“ bætir Ingvar við. Í tilkynningunni er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs að staðreyndin sé sú „að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug.“ Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi farið fækkandi á síðustu sjö árum. Þetta segir Ingvar vera óheiðarlega og ranga framsetningu þar sem ástæðuna fyrir fækkun barna í skólanum megi einfaldlega rekja til fyrri ákvarðana borgaryfirvalda um að sameina skóla og færa börn um skóla milli hverfa. Í Korpu búi um 150 börn á grunnskólaaldri samkvæmt þjóðskrá að sögn Ingvars, ástæðan fyrir því að aðeins séu 59 börn í skólanum sé sú að borgin hafi áður tekið ákvörðun um að hin börnin gengju í skóla annars staðar. Bæði foreldrar og nemendur við skólann, þeirra á meðal dóttir Ingvars, hafi sent borgarfulltrúum meirihlutans bréf en viðbrögðin hafi verið dræm. Þá séu hann og aðrir foreldrar miður sín yfir þessari ákvörðun borgaryfirvalda.Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.Í samtali við fréttastofu segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að miðað sé við að breytingarnar taki gildi á næsta skólaári og það sé forsenda fyrir breytingunum að gerðar verði samgöngubætur. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem að tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Þá verði þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260 til 270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Spurður hvort nægt samráð hafi verið átt við íbúana segir Skúli að tillagan byggi á niðurstöðum starfshóps þar sem íbúar, foreldrar, kennarar og skólastjórar og nemendur voru áttu aðkomu. Starfshópurinn skilaði tveimur tillögum, annars vegar um að einni deild yrði lokað eða hins vegar að ráðast í mikla uppbyggingu til að fjölga íbúum í hverfinu. Umhverfis- og skipulagssvið komst að þeirri niðurstöðu að hin fyrrnefnda væri raunhæfari kostur. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrr í dag kom fram að til standi að leggja niður skólastarf í Korpu og þess í stað verði tveir skólar í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn skóli fyrir 8.-10. bekk. Breytingarnar taki gildi frá og með næsta skólaári 2020. Tillagan verður lögð fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Það sem er verið að gera núna, þeir eru að fara gegn gildandi deiliskipulagi,“ segir Ingvar í samtali við Vísi. Það liggi fyrir samkvæmt deiliskipulagi að skóli eigi að vera í hverfinu og því þyrfti að breyta deiliskipulagi áður en tekin sé ákvörðun um að loka skólanum. „Þetta er svo glórulaust allt saman,“ bætir Ingvar við. Í tilkynningunni er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs að staðreyndin sé sú „að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug.“ Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi farið fækkandi á síðustu sjö árum. Þetta segir Ingvar vera óheiðarlega og ranga framsetningu þar sem ástæðuna fyrir fækkun barna í skólanum megi einfaldlega rekja til fyrri ákvarðana borgaryfirvalda um að sameina skóla og færa börn um skóla milli hverfa. Í Korpu búi um 150 börn á grunnskólaaldri samkvæmt þjóðskrá að sögn Ingvars, ástæðan fyrir því að aðeins séu 59 börn í skólanum sé sú að borgin hafi áður tekið ákvörðun um að hin börnin gengju í skóla annars staðar. Bæði foreldrar og nemendur við skólann, þeirra á meðal dóttir Ingvars, hafi sent borgarfulltrúum meirihlutans bréf en viðbrögðin hafi verið dræm. Þá séu hann og aðrir foreldrar miður sín yfir þessari ákvörðun borgaryfirvalda.Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.Í samtali við fréttastofu segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að miðað sé við að breytingarnar taki gildi á næsta skólaári og það sé forsenda fyrir breytingunum að gerðar verði samgöngubætur. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem að tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Þá verði þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260 til 270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Spurður hvort nægt samráð hafi verið átt við íbúana segir Skúli að tillagan byggi á niðurstöðum starfshóps þar sem íbúar, foreldrar, kennarar og skólastjórar og nemendur voru áttu aðkomu. Starfshópurinn skilaði tveimur tillögum, annars vegar um að einni deild yrði lokað eða hins vegar að ráðast í mikla uppbyggingu til að fjölga íbúum í hverfinu. Umhverfis- og skipulagssvið komst að þeirri niðurstöðu að hin fyrrnefnda væri raunhæfari kostur.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira