Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 11:19 Kristján Þór Júlíusson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynntu aðgerðir um einföldun regluverks í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í morgun. Vísir/Sigurjón Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra felldi í dag hátt í ellefu hundruð reglugerðir úr gildi. Þá hyggst ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afnema sextán lagabálka. Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á blaðamannafundi í morgun. Þar voru kynntar umfangsmiklar aðgerðir sem eru mis langt á veg komnar sem heyra undir málefnasvið ráðherranna tveggja. „Við erum bæði að fella niður reglugerðir sem hafa af einhverjum ástæðum bara fests og verið til og þjóna ekki neinum tilgangi. Í annan stað erum við líka að sameina reglugerðir með það að meginmarkmiði að einfalda tilveru fólks og fyrirtækja og svo erum við sömuleiðis að vinna að undirbúningi þess að taka til í lagasafninu,” segir Kristján Þór.Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra 1090 reglugerðar sem nú hafa verið felldar úr gildi.Sjálfur felldi hann 1090 reglugerðir úr gildi á blaðamannafundinum í morgun. Endurmat á eftirlitsreglum og einföldun í því sambandi er jafnframt liður í aðgerðunum. Kristján Þór kveðst ekki óttast að gengið verði of langt í þeim efnum. „Ég held að íslensk stjórnsýsla sé ekki þekkt af því að vera með of mikið frjálsræði, ég held að það sé miklu fremur í hina áttina og það er bara kominn tími til. Enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að það er kominn tími til að gera skurk í þessum efnum,” segir Kristján Þór.Mörg hundruð hindranir til staðar Þá hefur Þórdís Kolbrún lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. „Við erum í bandorminum annars vegar að leggja til að ákveðin leyfi verði felld brott, iðnaðarleyfi, ákveðin leyfi varðindi verslunar-, atvinnu og leyfi til sölu notaðra bifreiða. Og svo erum við sömuleiðis að fella á brott sextán lagabálka. Og þetta er í rauninni bara fyrsta skref, þessi bandormur og við erum síðan til hliðar við það með alls konar fleiri aðgerðir,” segir Þórdís Kolbrún. Þá er svokallað OECD-verkefni vel á veg komið en það miðar meðal annars að því að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi. „Það kemur í ljós að það eru mörg mörg hundruð hindranir, nú erum við að greina hvaða hindranir eru þar af ástæðu. Auðvitað viljum við vera með ákveðin skilyrði og kröfur til að viðhalda gæðum og öryggi og öllu því, en hvað af þessu er hægt að fella brott?” segir Þórdís. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum. Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Nýsköpun Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra felldi í dag hátt í ellefu hundruð reglugerðir úr gildi. Þá hyggst ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afnema sextán lagabálka. Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á blaðamannafundi í morgun. Þar voru kynntar umfangsmiklar aðgerðir sem eru mis langt á veg komnar sem heyra undir málefnasvið ráðherranna tveggja. „Við erum bæði að fella niður reglugerðir sem hafa af einhverjum ástæðum bara fests og verið til og þjóna ekki neinum tilgangi. Í annan stað erum við líka að sameina reglugerðir með það að meginmarkmiði að einfalda tilveru fólks og fyrirtækja og svo erum við sömuleiðis að vinna að undirbúningi þess að taka til í lagasafninu,” segir Kristján Þór.Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra 1090 reglugerðar sem nú hafa verið felldar úr gildi.Sjálfur felldi hann 1090 reglugerðir úr gildi á blaðamannafundinum í morgun. Endurmat á eftirlitsreglum og einföldun í því sambandi er jafnframt liður í aðgerðunum. Kristján Þór kveðst ekki óttast að gengið verði of langt í þeim efnum. „Ég held að íslensk stjórnsýsla sé ekki þekkt af því að vera með of mikið frjálsræði, ég held að það sé miklu fremur í hina áttina og það er bara kominn tími til. Enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að það er kominn tími til að gera skurk í þessum efnum,” segir Kristján Þór.Mörg hundruð hindranir til staðar Þá hefur Þórdís Kolbrún lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. „Við erum í bandorminum annars vegar að leggja til að ákveðin leyfi verði felld brott, iðnaðarleyfi, ákveðin leyfi varðindi verslunar-, atvinnu og leyfi til sölu notaðra bifreiða. Og svo erum við sömuleiðis að fella á brott sextán lagabálka. Og þetta er í rauninni bara fyrsta skref, þessi bandormur og við erum síðan til hliðar við það með alls konar fleiri aðgerðir,” segir Þórdís Kolbrún. Þá er svokallað OECD-verkefni vel á veg komið en það miðar meðal annars að því að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi. „Það kemur í ljós að það eru mörg mörg hundruð hindranir, nú erum við að greina hvaða hindranir eru þar af ástæðu. Auðvitað viljum við vera með ákveðin skilyrði og kröfur til að viðhalda gæðum og öryggi og öllu því, en hvað af þessu er hægt að fella brott?” segir Þórdís. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum.
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Nýsköpun Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira