Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2019 22:25 Volodymir Zelensky og Donald Trump. AP/Evan Vucci. Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. Helstu aðstoðarmenn Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, höfðu tekið þá ákvörðun að það væri betra að verða við kröfum Trump en að missa tæplega 400 milljóna dala hernaðaraðstoð sem forsetinn bandaríski hafði fryst. Yfirvöld Úkraínu hafa lengi forðast það að virðast taka nokkurn þátt í stjórnmálum Bandaríkjanna. Samkvæmt New York Times, sem byggir að miklu leyti á viðtölum við hátt setta embættismenn í Úkraínu, höfðu tveir öldungadeildarþingmenn þó sagt Zelensky að neyðaraðstoðin myndi ekki berast fyrr en forsetinn yrði við kröfum Trump og hæfi tvær rannsóknir sem áttu að þjóna pólitískum hagsmunum hans.Snemma í september var sú ákvörðun þó tekin að verða við kröfunum þar sem hernaðaraðstoðin þótti mjög mikilvæg vegna baráttu Úkraínumanna við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins, sem studdir eru af Rússlandi. Verið var að undirbúa opinbera yfirlýsingu Zelensky en fyrir einskæra lukku sluppu þeir fyrir horn. Til stóð að Zelensky myndi opinbera rannsóknirnar sem Trump vildi þann 13. september. Nokkrum dögum fyrir það var orðið opinbert að Trump hefði fryst hernaðaraðstoðina og þingmenn í Bandaríkjunum beittu Hvíta húsið miklum þrýstingi. Þann 11. september lét Trump eftir og afhenti aðstoðina sem um ræðir. Zelensky hætti við yfirlýsinguna hið snarasta.Starfsmenn Trump og bandamenn hans hafa síðan þá ítrekað haldið því fram að hernaðaraðstoðin hafi ekki verið fryst til að setja þrýsting á Zelensky. Framburður margra vitna sem komu að samskiptum Bandaríkjanna og Úkraínu á þessum tíma er þó til marks að það séu hreinar lygar.Sjá einnig: Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildiRannsóknirnar tvær sem Trump vildi að framkvæmdar yrðu í Úkraínu snúa að tveimur samsæriskenningum. Önnur varðar Joe Biden og hin afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.Biden og Burisma Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Hugmyndin grundvallast meðal annars á þeirri ranghugmynd að Crowdstrike, tölvuöryggisfyrirtæki frá Kaliforníu sem rannsakaði tölvuinnbrotið, hafi í raun verið í eigu úkraínsks auðkýfings. Crowdstrike, og alríkislögreglan FBI, komust að því að rússneskir hakkarar hefðu staðið að innbrotinu. Trump nefndi Crowdstrike sérstaklega á nafn í símtali sínu við Zelensky í júlí. Tölvupóstþjónn demókrata sem brotist var inn í var heldur ekki eitt áþreifanleg tæki eins og kenningin byggir á heldur skýþjónusta. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. Helstu aðstoðarmenn Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, höfðu tekið þá ákvörðun að það væri betra að verða við kröfum Trump en að missa tæplega 400 milljóna dala hernaðaraðstoð sem forsetinn bandaríski hafði fryst. Yfirvöld Úkraínu hafa lengi forðast það að virðast taka nokkurn þátt í stjórnmálum Bandaríkjanna. Samkvæmt New York Times, sem byggir að miklu leyti á viðtölum við hátt setta embættismenn í Úkraínu, höfðu tveir öldungadeildarþingmenn þó sagt Zelensky að neyðaraðstoðin myndi ekki berast fyrr en forsetinn yrði við kröfum Trump og hæfi tvær rannsóknir sem áttu að þjóna pólitískum hagsmunum hans.Snemma í september var sú ákvörðun þó tekin að verða við kröfunum þar sem hernaðaraðstoðin þótti mjög mikilvæg vegna baráttu Úkraínumanna við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins, sem studdir eru af Rússlandi. Verið var að undirbúa opinbera yfirlýsingu Zelensky en fyrir einskæra lukku sluppu þeir fyrir horn. Til stóð að Zelensky myndi opinbera rannsóknirnar sem Trump vildi þann 13. september. Nokkrum dögum fyrir það var orðið opinbert að Trump hefði fryst hernaðaraðstoðina og þingmenn í Bandaríkjunum beittu Hvíta húsið miklum þrýstingi. Þann 11. september lét Trump eftir og afhenti aðstoðina sem um ræðir. Zelensky hætti við yfirlýsinguna hið snarasta.Starfsmenn Trump og bandamenn hans hafa síðan þá ítrekað haldið því fram að hernaðaraðstoðin hafi ekki verið fryst til að setja þrýsting á Zelensky. Framburður margra vitna sem komu að samskiptum Bandaríkjanna og Úkraínu á þessum tíma er þó til marks að það séu hreinar lygar.Sjá einnig: Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildiRannsóknirnar tvær sem Trump vildi að framkvæmdar yrðu í Úkraínu snúa að tveimur samsæriskenningum. Önnur varðar Joe Biden og hin afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.Biden og Burisma Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Hugmyndin grundvallast meðal annars á þeirri ranghugmynd að Crowdstrike, tölvuöryggisfyrirtæki frá Kaliforníu sem rannsakaði tölvuinnbrotið, hafi í raun verið í eigu úkraínsks auðkýfings. Crowdstrike, og alríkislögreglan FBI, komust að því að rússneskir hakkarar hefðu staðið að innbrotinu. Trump nefndi Crowdstrike sérstaklega á nafn í símtali sínu við Zelensky í júlí. Tölvupóstþjónn demókrata sem brotist var inn í var heldur ekki eitt áþreifanleg tæki eins og kenningin byggir á heldur skýþjónusta.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45
Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39