Fékk ekki að borða á veitingastað í London því hún er kona Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 17:05 Kristín Edwald er mikil veiðikona og í veiðiklúbbnum Strekktar línur. Fréttablaðið/Stefán Kristín Edwald, lögmaður og veiðikona, segist aldrei þessu vant hafa orðið kjaftstopp þegar henni var tjáð í stangveiðiklúbbi í London í dag að konur væru ekki leyfðar á veitingastaðnum. Kristín greinir frá þessu á Facebook og staðfestir í samtali við Vísi. Kristín lýsir því að eldri breskur herramaður hafi boðið henni til hádegisverðar í stangveiðiklúbbi í ensku höfuðborginni. Þegar hún hafi mætt á svæðið hafi starfsmaður veitingastaðarins sagt við breska herramanninn sem hafði boðið Kristínu og fleirum: „Sorry but women are not allowed...“ Hún minnir á að árið sé 2019. „Ég varð aldrei þessu vant kjaftstopp, vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ segir Kristín. Í framhaldinu hafi reiðin blossað upp í henni. En reglum staðarins var ekki breytt og Kristín fékk ekki að snæða á staðnum frekar en aðrar konur. Kristín segist ekki líða misrétti af nokkru tagi, hvorki á grundvelli kyns, kynhneigðar, uppruna eða nokkurs annars.Jón Þór Ólason formaður SVFR.Jón Þór Ólason, lögmaður og formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir í ummælum við færslu Kristínar að hún sé velkomin í félagið. „Velkominn í SVFR Kristín - þar starfrækjum við öfluga kvennadeild og 2 magnaðar konur sitja í stjórn félagsins. Ömurlegt að heyra af svona steinaldar-hugsunarhætti. Annars kom nú fram hjá Loka á baksíðu DV er fyrsta konan settist í stjórn SVFR að nú væri síðasta vígið fallið. En nú er öldin önnur nema í landi þar sem drottning ræður ríkjum.“ Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands sem starfar með Kristínu á lögmannsstofunni Lex, er hneyksluð eins og fleiri. „Ertu að grínast? Ég hélt að þetta væri liðin tíð í landi Bretadrottningar. Ég meina, þeir hleyptu konum inn í golfklúbbinn á St. Andrews árið 2017. Ég hélt að það hefði verið síðasta vígið.“ Íslendingar erlendis Jafnréttismál Stangveiði Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Kristín Edwald, lögmaður og veiðikona, segist aldrei þessu vant hafa orðið kjaftstopp þegar henni var tjáð í stangveiðiklúbbi í London í dag að konur væru ekki leyfðar á veitingastaðnum. Kristín greinir frá þessu á Facebook og staðfestir í samtali við Vísi. Kristín lýsir því að eldri breskur herramaður hafi boðið henni til hádegisverðar í stangveiðiklúbbi í ensku höfuðborginni. Þegar hún hafi mætt á svæðið hafi starfsmaður veitingastaðarins sagt við breska herramanninn sem hafði boðið Kristínu og fleirum: „Sorry but women are not allowed...“ Hún minnir á að árið sé 2019. „Ég varð aldrei þessu vant kjaftstopp, vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ segir Kristín. Í framhaldinu hafi reiðin blossað upp í henni. En reglum staðarins var ekki breytt og Kristín fékk ekki að snæða á staðnum frekar en aðrar konur. Kristín segist ekki líða misrétti af nokkru tagi, hvorki á grundvelli kyns, kynhneigðar, uppruna eða nokkurs annars.Jón Þór Ólason formaður SVFR.Jón Þór Ólason, lögmaður og formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir í ummælum við færslu Kristínar að hún sé velkomin í félagið. „Velkominn í SVFR Kristín - þar starfrækjum við öfluga kvennadeild og 2 magnaðar konur sitja í stjórn félagsins. Ömurlegt að heyra af svona steinaldar-hugsunarhætti. Annars kom nú fram hjá Loka á baksíðu DV er fyrsta konan settist í stjórn SVFR að nú væri síðasta vígið fallið. En nú er öldin önnur nema í landi þar sem drottning ræður ríkjum.“ Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands sem starfar með Kristínu á lögmannsstofunni Lex, er hneyksluð eins og fleiri. „Ertu að grínast? Ég hélt að þetta væri liðin tíð í landi Bretadrottningar. Ég meina, þeir hleyptu konum inn í golfklúbbinn á St. Andrews árið 2017. Ég hélt að það hefði verið síðasta vígið.“
Íslendingar erlendis Jafnréttismál Stangveiði Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira