Gylfi Þór Sigurðsson, liðsfélagi Andre, var einn af mörgum sem sendu honum kveðjur en Portúgalinn hefur fengið mikinn stuðning alls staðar af í kjölfarið á þessu hryllilega fótbroti.
Aðgerðin gekk vel hjá Andre Gomes og nú bíður hans mikil endurhæfing. Það er samt búist við því að hann nái fullum bata sem eru mjög góðar fréttir.
Eftir að Andre Gomes kom heim þá vildi hann þakka fyrir sig og það gerði hann með því að setja myndband inn á Twitter-síðu sína en myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Hann talar þar ensku en skrifar einnig smá portúgölsku í kveðjuna.
Thank you for your unconditional support!
Obrigado pelo vosso apoio incondicional!
¡Muchas gracias por todo vuestro apoyo! pic.twitter.com/KEz31pvWD2
— André Gomes (@aftgomes) November 6, 2019
„Hæ allir. Eins og þið vitið eflaust þá gekk allt vel í aðgerðinni. Ég er kominn heim í faðm fjölskyldunnar. Ég vil nota tækifærið til að þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn, allir kveðjurnar og alla þessa jákvæðu orku. Takk fyrir,“ sagði Andre Gomes og brosti.
"I'd like to thank you all for the support, the messages and the positive energy. Thank you."
Andre Gomes has thanked everyone for their support after his freak injury involving Heung-Min Son in Sunday's draw against Tottenham.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 6, 2019