Sportpakkinn: Hefði VAR getað komið i veg fyrir brottrekstur miðvarða Ajax á Brúnni í gærkvöldi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 15:30 Joel Veltman hjá Ajax fær hér rauða spjaldið í leiknum í gær. Getty/Chloe Knott Chelsea og Ajax gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem bauð eiginlega upp á allt sem frábær fótboltaleikur getur boðið upp á. Arnar Björnsson fór yfir það sem gerðist á Brúnni í gær. Leikurinn í Lundúnum fer í sögubækurnar. Chelsea vann fyrri leikinn í Hollandi, MichyBatshuayi skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Ajax átti eitt skot sem fóru á markrammann í fyrri hálfleik en var 3-1 yfir í hálfleik. Tammy Abraham skoraði sjálfsmark á 2. mínútu, Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu og HakimZiech lagði upp annað mark Hollendinganna á 20. mínútu, QuincyPromes skallaði í markið. Þriðja markið var sjálfsmark, Ziech tók aukaspyrnu við hornfánann, skot hans sveif yfir markvörðinn KepaArrizabalaga, fór í tréverkið og þaðan í Spánverjann í markinu. 3-1 fyrir Ajax, tvö sjálfsmörk hjá Chelsea. Donny van deBeek skoraði fjórða mark Ajax þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik og þá héldu margir að úrslitin væru ráðin. Aðeins þrisvar hefur Lundúnaliðið fengið á sig fjögur mörk á heimavelli í meistaradeildinni, síðast í eftirminnilegum leik gegn Liverpool í apríl 2009, 4-4 urðu úrslitin í þeim leik. Fyrirliðinn CesarAzpilicueta minnkaði muninn í tvö mörk á 63. mínútu. Fjórum mínútum síðar byrjaði ótrúleg atburðarás. Daley Blind braut á Tammy Abraham, ítalski dómarinn GianlucaRocchi lét leikinn halda áfram þar sem Chelsea var í sókn. CallumHudson-Odoi fékk boltann en skot hans fór í höndina á JoëlVeltman. Rocchi stöðvaði leikinn og byrjaði á því að reka Blind útaf, leitaði síðan að Veltman sem hafði líkt og Blind fengið gula spjaldið í fyrri hálfleik. Eftir stóðu níu leikmenn Ajax þegar Jorghinho skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var fyrir hendina á Veltman. Þremur mínútum síðar var viðsnúningurinn fullkominn þegar hinn 19 ára Reece James jafnaði metin. Mörkin hefðu getað orðið fleiri, Chelseaskoraði en markið var dæmt af. Ajax fékk tækifæri til að skora en 4-4 urðu úrslitin í ótrúlegum leik á Brúnni. Enskir fjölmiðlar hrósa Chelsea fyrir að krækja í jafntefli úr nánast vonlausri stöðu. Í Hollandi velta menn því fyrir sér að ef CallumHudson-Odoi hefði skorað, í stað þess að skjóta í höndina á Veltman, hefðu myndbandsdómarar væntalega skoðað hvort Jorghino hefði brotið á Daly Blind skömmu áður en Hollendingurinn braut á Tammy Abraham. Þá kemur upp sá möguleiki að markið hefði verið dæmt af Chelsea og Blind fengið aukaspyrnu. Ef atburðarásin hefði orðið á þann veg hefðu þeir Daly Blind og JoëlVeltman sloppið við brottreksturinn. Ajax, Chelsea og Valencia eru öll með 7 stig þegar fjórar umferðir af sex eru búnar af riðlakeppninni. Í 5. umferðinni sækir Chelsea, Valencia heim og Ajax keppir við Lille í Frakklandi. Lille er í neðsta sæti með eitt stig.Klippa: Sportpakkinn: Hefði getað komið í veg fyrir rauðu spjöldin á Brúnni? Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 „Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Sjá meira
Chelsea og Ajax gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem bauð eiginlega upp á allt sem frábær fótboltaleikur getur boðið upp á. Arnar Björnsson fór yfir það sem gerðist á Brúnni í gær. Leikurinn í Lundúnum fer í sögubækurnar. Chelsea vann fyrri leikinn í Hollandi, MichyBatshuayi skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Ajax átti eitt skot sem fóru á markrammann í fyrri hálfleik en var 3-1 yfir í hálfleik. Tammy Abraham skoraði sjálfsmark á 2. mínútu, Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu og HakimZiech lagði upp annað mark Hollendinganna á 20. mínútu, QuincyPromes skallaði í markið. Þriðja markið var sjálfsmark, Ziech tók aukaspyrnu við hornfánann, skot hans sveif yfir markvörðinn KepaArrizabalaga, fór í tréverkið og þaðan í Spánverjann í markinu. 3-1 fyrir Ajax, tvö sjálfsmörk hjá Chelsea. Donny van deBeek skoraði fjórða mark Ajax þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik og þá héldu margir að úrslitin væru ráðin. Aðeins þrisvar hefur Lundúnaliðið fengið á sig fjögur mörk á heimavelli í meistaradeildinni, síðast í eftirminnilegum leik gegn Liverpool í apríl 2009, 4-4 urðu úrslitin í þeim leik. Fyrirliðinn CesarAzpilicueta minnkaði muninn í tvö mörk á 63. mínútu. Fjórum mínútum síðar byrjaði ótrúleg atburðarás. Daley Blind braut á Tammy Abraham, ítalski dómarinn GianlucaRocchi lét leikinn halda áfram þar sem Chelsea var í sókn. CallumHudson-Odoi fékk boltann en skot hans fór í höndina á JoëlVeltman. Rocchi stöðvaði leikinn og byrjaði á því að reka Blind útaf, leitaði síðan að Veltman sem hafði líkt og Blind fengið gula spjaldið í fyrri hálfleik. Eftir stóðu níu leikmenn Ajax þegar Jorghinho skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var fyrir hendina á Veltman. Þremur mínútum síðar var viðsnúningurinn fullkominn þegar hinn 19 ára Reece James jafnaði metin. Mörkin hefðu getað orðið fleiri, Chelseaskoraði en markið var dæmt af. Ajax fékk tækifæri til að skora en 4-4 urðu úrslitin í ótrúlegum leik á Brúnni. Enskir fjölmiðlar hrósa Chelsea fyrir að krækja í jafntefli úr nánast vonlausri stöðu. Í Hollandi velta menn því fyrir sér að ef CallumHudson-Odoi hefði skorað, í stað þess að skjóta í höndina á Veltman, hefðu myndbandsdómarar væntalega skoðað hvort Jorghino hefði brotið á Daly Blind skömmu áður en Hollendingurinn braut á Tammy Abraham. Þá kemur upp sá möguleiki að markið hefði verið dæmt af Chelsea og Blind fengið aukaspyrnu. Ef atburðarásin hefði orðið á þann veg hefðu þeir Daly Blind og JoëlVeltman sloppið við brottreksturinn. Ajax, Chelsea og Valencia eru öll með 7 stig þegar fjórar umferðir af sex eru búnar af riðlakeppninni. Í 5. umferðinni sækir Chelsea, Valencia heim og Ajax keppir við Lille í Frakklandi. Lille er í neðsta sæti með eitt stig.Klippa: Sportpakkinn: Hefði getað komið í veg fyrir rauðu spjöldin á Brúnni?
Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 „Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Sjá meira
Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45
„Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00