Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 15:00 Maðurinn huldi höfuð sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara þegar krafa um gæsluvarðhald var tekin fyrir á dögunum. Vísir/Friðrik Þór Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið „dramatísk sambandsslit“ um nóttina. Þá hafði hann ítrekað uppi ummælin „Sjáðu hvað ég hef gert.“ Þetta kemur fram í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum. Landsréttur staðfesti á dögunum gæsluvarðhald yfir manninum til 22. nóvember en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnað síðari kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglunnar kemur fram að umrædda nótt hafi borist tilkynning til lögreglu í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Lögreglumenn ákváðu strax að skilja að unga manninn og stúlkuna, handtaka hann og færa á lögreglustöð en flytja stúlkuna í sjúkrabíl á spítala. Karlmaðurinn vildi ekki tjá sig um það sem gerst hafði á Miðbakka annað en að það að þau hefðu verið „dramatísk sambandsslit“ og það hafi hann ítrekað haft uppi ummælin „Sjáðu hvað ég hef gert.“Stoppaði bílinn og hringdi á lögguna Sá sem hringdi á Neyðarlínuna lýsti því á vettvangi að hann hefði séð unga manninn ganga yfir Geirsgötuna frá hafnarsvæðinu haldandi á stúlkunni. Hann hafi stoppað bíl sinn og óskað eftir aðstoð lögreglu. Stúlkan hafi verið í miklu uppnámi og með sjáanlega áverka. Rætt hafi verið við hana á leið á slysadeild þar sem hún hafi greint frá því að ungi maðurinn, sem væri fyrrverandi kærasti hennar, hafi ráðist á hana. Hafi hún átt erfitt með að muna hvað hafi gerst. Rannsóknarlögreglumaður hafi farið á slysadeild og hitt stúlkuna en hún hafi ekki verið í ástandi til að veita formlega skýrslu. Þær upplýsingar hafi þó fengist frá hjúkrunarfræðingi að hún hafi komið köld og í blautum fötum, með storknað blóð í andliti og á vörum. Hún hafi verið með mikla sjáanlega áverka í framan og ekki getað opnað augun, með stór glóðaraugu báðum megin. Hjúkrunarfræðingur hafi hins vegar náð að ræða talsvert við stúlkuna og fengið hana smám saman til að segja sér frá atvikum. Í því samtali hafi hún greint frá því að hafa verið með unga manninum umrædda nótt og þau farið saman á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hann hafi svo orðið afbrýðisamur. Þau hafi gengið að hafnarsvæðinu en þar hafi ungi maðurinn hent henni í götuna, sparkað í hana og tekið hana hálstaki.Mundi að hafa gert „eitthvað ljótt“ Laugardaginn 19. október var karlmaðurinn yfirheyrður með réttarstöðu sakbornings þar sem hann bar fyrir sig minnisleysi að mestu. Hann taldi sig þó muna að hafa gert „eitthvað ljótt“. Hafi hann aðeins talið sig hafa vitneskju um að hafa „tæklað“ stúlkuna og svo hafi þau örugglega lent í slag. Þá hafi hann sagt þau bæði vita hver ynni þann slag. Í síðari skýrslutöku af unga manninum sem var tekinn þann 23. október hafi hann tekið fram að hann væri hræddur um að hafa beitt brotaþola ofbeldi en að hann myndi ekkert eftir því.Landsréttur féllst á kröfu um gæsluvarðhald ólíkt Hérðasdómi Reykjavíkur.Vísir/VilhelmSamkvæmt bráðabirgðavottorði sérfræðilæknis hafi stúlkan verið með augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og yfirborðsáverka á höfði, mar á hálsi og marga yfirborðsáverka og maráverka víðsvegar um líkama. Kallaður hafi verið til réttarmeinafræðingur til að skoða áverka stúlkunnar þar sem ítarlegri lýsingu og ljósmyndir sé að finna af áverkunum. Í niðurstöðum réttarmeinafræðings kom meðal annars fram að áverkamyndin bendi til árásar manns þar sem veitt voru mörg högg, líklega einhver spörk og að mögulega hafi verið stappað á andlitinu. Þessar aðfarir hafi sérstaklega beinst að höfði og andliti ásamt því að tekið hafi verið um hálsinn og þrengt að. Útlit eðli og staðsetning áverka á höndum geti bent til þess að stúlkan hafi reynt að verjast árásinni með því að setja armana fyrir höfuð sér. Útlit áverkana ber með sér að áverkarnir séu ferskir við skoðunina daginn eftir árásina og samræmast því að áverkarnir hafi orðið á þeim tíma sem atburðurinn er sagður hafa orðið.Rökstuddur grunur um líkamsárás Rannsókn málsins er í fullum gangi en lögregla telur að ungi maðurinn sé undir sterkum rökstuddum grun að hafa veist að stúlkunni með ofsafengnum hætti. Þó áverkarnir séu alvarlegir sé hending að ekki hafi farið verr. Fyrsta gæsluvarðhaldið yfir manninum var á grundvelli rannsóknarhagsmuna og var hann þá sömuleiðis í einangrun. Við kröfu um framlengingu á varðhaldinu var það gert á grundvelli almannahagsmuna. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus þegar svo sterkur grunur sé um alvarlegt brot. Brotið stríði gegn réttarvitund almennings og til þess fallið að valda hneykslun gengi hann laus áður en því sé lokið með dómi.Tilgáta um að hann ætlaði að kasta henni í sjóinn Héraðsdómur og Landsréttur voru ósammála þegar kom að kröfunni um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Héraðsdómur hafnaði kröfunni og taldi ekki unnt að draga þá ályktun af læknisfræðilegum gögnum að áverkar brotaþola hafi verið lífshættulegir. Ekki lægi fyrir að stúlkan hefði farið í lífshættulegt ástand vegna höfuðhögga eða hálstaks. Fram kom að stúlkan hefði þá tilgátu að ungi maðurinn hefði ætlað að kasta henni í sjóinn. Héraðsdómur taldi ekki mark takandi á því enda myndi stúlkan lítið eftir árásinni. Landsréttur var hins vegar þeirrar skoðunar að skýrsla réttarmeinafræðings bæri með sér að árásin á stúlkuna, sem væri barn að aldri, hefði verið mjög gróf og harkaleg og að hún kynni að hafa verið í lífshættu meðan á henni stóð þótt áverkarnir sem slíkir hafi ekki verið taldir lífshættulegir. „Í dómaframkvæmd hefur verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega eru grunaðir um svo alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir,“ segir í niðurstöðu Landsréttar og vísað til dómafordæmis. Með vísan til alvarleika þess afbrots sem ungi maðurinn er sterklega grunaður um að hafa framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.Úrskurð Landsréttar í heild má lesa hér. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Verjandi mannsins segir engan grundvöll til gæsluvarðhalds fyrir hendi. 25. október 2019 16:27 Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember. 31. október 2019 08:24 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið „dramatísk sambandsslit“ um nóttina. Þá hafði hann ítrekað uppi ummælin „Sjáðu hvað ég hef gert.“ Þetta kemur fram í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum. Landsréttur staðfesti á dögunum gæsluvarðhald yfir manninum til 22. nóvember en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnað síðari kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglunnar kemur fram að umrædda nótt hafi borist tilkynning til lögreglu í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Lögreglumenn ákváðu strax að skilja að unga manninn og stúlkuna, handtaka hann og færa á lögreglustöð en flytja stúlkuna í sjúkrabíl á spítala. Karlmaðurinn vildi ekki tjá sig um það sem gerst hafði á Miðbakka annað en að það að þau hefðu verið „dramatísk sambandsslit“ og það hafi hann ítrekað haft uppi ummælin „Sjáðu hvað ég hef gert.“Stoppaði bílinn og hringdi á lögguna Sá sem hringdi á Neyðarlínuna lýsti því á vettvangi að hann hefði séð unga manninn ganga yfir Geirsgötuna frá hafnarsvæðinu haldandi á stúlkunni. Hann hafi stoppað bíl sinn og óskað eftir aðstoð lögreglu. Stúlkan hafi verið í miklu uppnámi og með sjáanlega áverka. Rætt hafi verið við hana á leið á slysadeild þar sem hún hafi greint frá því að ungi maðurinn, sem væri fyrrverandi kærasti hennar, hafi ráðist á hana. Hafi hún átt erfitt með að muna hvað hafi gerst. Rannsóknarlögreglumaður hafi farið á slysadeild og hitt stúlkuna en hún hafi ekki verið í ástandi til að veita formlega skýrslu. Þær upplýsingar hafi þó fengist frá hjúkrunarfræðingi að hún hafi komið köld og í blautum fötum, með storknað blóð í andliti og á vörum. Hún hafi verið með mikla sjáanlega áverka í framan og ekki getað opnað augun, með stór glóðaraugu báðum megin. Hjúkrunarfræðingur hafi hins vegar náð að ræða talsvert við stúlkuna og fengið hana smám saman til að segja sér frá atvikum. Í því samtali hafi hún greint frá því að hafa verið með unga manninum umrædda nótt og þau farið saman á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hann hafi svo orðið afbrýðisamur. Þau hafi gengið að hafnarsvæðinu en þar hafi ungi maðurinn hent henni í götuna, sparkað í hana og tekið hana hálstaki.Mundi að hafa gert „eitthvað ljótt“ Laugardaginn 19. október var karlmaðurinn yfirheyrður með réttarstöðu sakbornings þar sem hann bar fyrir sig minnisleysi að mestu. Hann taldi sig þó muna að hafa gert „eitthvað ljótt“. Hafi hann aðeins talið sig hafa vitneskju um að hafa „tæklað“ stúlkuna og svo hafi þau örugglega lent í slag. Þá hafi hann sagt þau bæði vita hver ynni þann slag. Í síðari skýrslutöku af unga manninum sem var tekinn þann 23. október hafi hann tekið fram að hann væri hræddur um að hafa beitt brotaþola ofbeldi en að hann myndi ekkert eftir því.Landsréttur féllst á kröfu um gæsluvarðhald ólíkt Hérðasdómi Reykjavíkur.Vísir/VilhelmSamkvæmt bráðabirgðavottorði sérfræðilæknis hafi stúlkan verið með augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og yfirborðsáverka á höfði, mar á hálsi og marga yfirborðsáverka og maráverka víðsvegar um líkama. Kallaður hafi verið til réttarmeinafræðingur til að skoða áverka stúlkunnar þar sem ítarlegri lýsingu og ljósmyndir sé að finna af áverkunum. Í niðurstöðum réttarmeinafræðings kom meðal annars fram að áverkamyndin bendi til árásar manns þar sem veitt voru mörg högg, líklega einhver spörk og að mögulega hafi verið stappað á andlitinu. Þessar aðfarir hafi sérstaklega beinst að höfði og andliti ásamt því að tekið hafi verið um hálsinn og þrengt að. Útlit eðli og staðsetning áverka á höndum geti bent til þess að stúlkan hafi reynt að verjast árásinni með því að setja armana fyrir höfuð sér. Útlit áverkana ber með sér að áverkarnir séu ferskir við skoðunina daginn eftir árásina og samræmast því að áverkarnir hafi orðið á þeim tíma sem atburðurinn er sagður hafa orðið.Rökstuddur grunur um líkamsárás Rannsókn málsins er í fullum gangi en lögregla telur að ungi maðurinn sé undir sterkum rökstuddum grun að hafa veist að stúlkunni með ofsafengnum hætti. Þó áverkarnir séu alvarlegir sé hending að ekki hafi farið verr. Fyrsta gæsluvarðhaldið yfir manninum var á grundvelli rannsóknarhagsmuna og var hann þá sömuleiðis í einangrun. Við kröfu um framlengingu á varðhaldinu var það gert á grundvelli almannahagsmuna. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus þegar svo sterkur grunur sé um alvarlegt brot. Brotið stríði gegn réttarvitund almennings og til þess fallið að valda hneykslun gengi hann laus áður en því sé lokið með dómi.Tilgáta um að hann ætlaði að kasta henni í sjóinn Héraðsdómur og Landsréttur voru ósammála þegar kom að kröfunni um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Héraðsdómur hafnaði kröfunni og taldi ekki unnt að draga þá ályktun af læknisfræðilegum gögnum að áverkar brotaþola hafi verið lífshættulegir. Ekki lægi fyrir að stúlkan hefði farið í lífshættulegt ástand vegna höfuðhögga eða hálstaks. Fram kom að stúlkan hefði þá tilgátu að ungi maðurinn hefði ætlað að kasta henni í sjóinn. Héraðsdómur taldi ekki mark takandi á því enda myndi stúlkan lítið eftir árásinni. Landsréttur var hins vegar þeirrar skoðunar að skýrsla réttarmeinafræðings bæri með sér að árásin á stúlkuna, sem væri barn að aldri, hefði verið mjög gróf og harkaleg og að hún kynni að hafa verið í lífshættu meðan á henni stóð þótt áverkarnir sem slíkir hafi ekki verið taldir lífshættulegir. „Í dómaframkvæmd hefur verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega eru grunaðir um svo alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir,“ segir í niðurstöðu Landsréttar og vísað til dómafordæmis. Með vísan til alvarleika þess afbrots sem ungi maðurinn er sterklega grunaður um að hafa framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.Úrskurð Landsréttar í heild má lesa hér.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Verjandi mannsins segir engan grundvöll til gæsluvarðhalds fyrir hendi. 25. október 2019 16:27 Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember. 31. október 2019 08:24 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09
Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Verjandi mannsins segir engan grundvöll til gæsluvarðhalds fyrir hendi. 25. október 2019 16:27
Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember. 31. október 2019 08:24