Alvarlegum slysum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós voru sett upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. nóvember 2019 21:00 Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós fyrir vinstribeygjur voru sett þar upp. stöð 2 Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. Í nýrri rannsókn á tíðni umferðarslysa á þremur umferðarþungum gatnamótum kemur fram að slysum hefur fækkað verulega eftir að svokölluð vinstribeygjuljós voru sett þar upp. Það er sérstök ljós fyrir vinstri beygjur sem liggja þvert yfir gatnamótin. Um er að ræða tvenn gatnamót við Kringlumýrarbraut, annars vegar við Miklubraut og hins vegar við Laugaveg. Og síðan við Miklubraut og Grensásveg. Slysatíðni í fimm ár fyrir og fimm ár eftir uppsetningu ljósanna var skoðuð. „Ef maður skoðar bara öll slys á gatnamótunum fækkaði þeim um hátt í áttatíu prósent. Ef við skoðum bara alvarlegu slysin fækkar þeim líka í kringum áttatíu prósent. Ef við skoðum bara vinstri beygju slysin fækkar þeim enn meira. Þannig það er mjög mikill ágóði af þessu,“ segir Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.stöð 2„Beygjuljósið hér við Laugaveg var sett upp árið 2009 og á fimm árum eftir það fækkaði alvarlegum slysum, þar sem fólk slasaðist, um 79 prósent,“ bætir hún við. Til samanburðar voru skoðuð gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem beygjuljós hafa ekki verið sett upp. Þar fjölgaði slysum með meiðslum um 19 prósent á sama tíma. Anna telur rannsóknina sýna að beygjuljósin margborga sig þrátt fyrir að þau geti hægt á umferð. Taka mætti gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar til skoðunar. „Það er talið að eitt alvarlegt slys kosti þjóðfélagið um 124 milljónir króna. Alvarlegum slysum fækkaði það mikið til dæmis á Kringlumýrarbraut og Miklubraut að á fimm ára tímabili getum við sagt að það hafi sparast um 1,2 milljarðar króna. Sem er náttúrulega rosalegur ágóði. Svo á hinum gatnamótunum spöruðust 7-800 milljónir á hvorum gatnamótum fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. Í nýrri rannsókn á tíðni umferðarslysa á þremur umferðarþungum gatnamótum kemur fram að slysum hefur fækkað verulega eftir að svokölluð vinstribeygjuljós voru sett þar upp. Það er sérstök ljós fyrir vinstri beygjur sem liggja þvert yfir gatnamótin. Um er að ræða tvenn gatnamót við Kringlumýrarbraut, annars vegar við Miklubraut og hins vegar við Laugaveg. Og síðan við Miklubraut og Grensásveg. Slysatíðni í fimm ár fyrir og fimm ár eftir uppsetningu ljósanna var skoðuð. „Ef maður skoðar bara öll slys á gatnamótunum fækkaði þeim um hátt í áttatíu prósent. Ef við skoðum bara alvarlegu slysin fækkar þeim líka í kringum áttatíu prósent. Ef við skoðum bara vinstri beygju slysin fækkar þeim enn meira. Þannig það er mjög mikill ágóði af þessu,“ segir Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.stöð 2„Beygjuljósið hér við Laugaveg var sett upp árið 2009 og á fimm árum eftir það fækkaði alvarlegum slysum, þar sem fólk slasaðist, um 79 prósent,“ bætir hún við. Til samanburðar voru skoðuð gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem beygjuljós hafa ekki verið sett upp. Þar fjölgaði slysum með meiðslum um 19 prósent á sama tíma. Anna telur rannsóknina sýna að beygjuljósin margborga sig þrátt fyrir að þau geti hægt á umferð. Taka mætti gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar til skoðunar. „Það er talið að eitt alvarlegt slys kosti þjóðfélagið um 124 milljónir króna. Alvarlegum slysum fækkaði það mikið til dæmis á Kringlumýrarbraut og Miklubraut að á fimm ára tímabili getum við sagt að það hafi sparast um 1,2 milljarðar króna. Sem er náttúrulega rosalegur ágóði. Svo á hinum gatnamótunum spöruðust 7-800 milljónir á hvorum gatnamótum fyrir sig,“ segir Anna Guðrún.
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira