Að ferðalokum námsmanna erlendis Jóhann Gunnar Þórarinsson skrifar 17. nóvember 2019 09:30 Ár hvert yfirgefa fjölmargir íslenskir námsmenn öryggisnet sitt heima fyrir og leggja land undir fót og hefja nám erlendis. Til að allir námsmenn hafi sama tækifæri til náms erlendis án tillits til efnahags gefur augaleið að nauðsynlegt er að veita lán eða styrk vegna ferðakostnaðar. Það er enn mikilvægara þegar haft er í huga að LÍN hefur í gegnum árin almennt lánað vegna framfærslu fyrir 9 mánuði en námsmenn hafa sjálfir þurft að brúa bilið yfir sumartímann. Það er enn fremur mikilvægt að hafa í huga að í mörgum tilvikum er illmögulegt fyrir námsmenn erlendis að finna sér vinnu í sínu námslandi og fá þeir jafnvel ekki atvinnuleyfi. Í úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2013-2014 var reglan almennt sú að lánað væri fyrir ferðakostnaði að ákveðinni fjárhæð á hverju ári. Fyrir námsárið 2014-2015 var gerð sú breyting að nú væri einungis veitt lán vegna ferðakostnaðar á hverju námsstigi. Þetta leiddi til þess að þeir sem lögðu stund á 6 ára nám erlendis, t.d. í læknisfræði, fengu einungis lánað einu sinni nánar tilgreinda fjárhæð. Þann 1. nóvember sl. lagði Mennta- og menningarmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um Menntasjóð námsmanna (Menntasjóður) sem felur í sér nýtt námsaðstoðarkerfi fyrir íslenska námsmenn. Stjórn SÍNE vinnur nú að formlegri umsögn vegna frumvarpsins en SÍNE hefur áður gert þó nokkrar athugasemdir við drög að frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN) sem birt voru fyrr í sumar á Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpi um Menntasjóðinn liggur fyrir að einungis verður um heimild til láns vegna ferðakostnaðar fyrir stjórn sjóðsins að ræða. Þá verður ekki séð í frumvarpinu eða í athugasemdum með því að að gert sé ráð fyrir að lán verði veitt vegna ferðakostnaðar á hverju ári eða að almennt verði lánað fyrir meira en 9 mánuðum. Það skýtur vægast sagt skökku við að meðan 1. gr. frumvarps um Menntasjóð námsmanna kveður á um að markmiðið sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, að ekki sé gert að skyldu að veitt sé lán eða styrkur vegna ferðakostnaðar fyrir hvert námsár. Það er því von SÍNE að þegar kemur að ferðalokum námsmanna erlendis að þeirra spor verði ekki þyngri en annarra bara fyrir það eitt að þeir ákváðu að stunda nám sitt erlendis. Greinarhöfundur er formaður stjórnar SÍNE og er greinin hluti af herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert yfirgefa fjölmargir íslenskir námsmenn öryggisnet sitt heima fyrir og leggja land undir fót og hefja nám erlendis. Til að allir námsmenn hafi sama tækifæri til náms erlendis án tillits til efnahags gefur augaleið að nauðsynlegt er að veita lán eða styrk vegna ferðakostnaðar. Það er enn mikilvægara þegar haft er í huga að LÍN hefur í gegnum árin almennt lánað vegna framfærslu fyrir 9 mánuði en námsmenn hafa sjálfir þurft að brúa bilið yfir sumartímann. Það er enn fremur mikilvægt að hafa í huga að í mörgum tilvikum er illmögulegt fyrir námsmenn erlendis að finna sér vinnu í sínu námslandi og fá þeir jafnvel ekki atvinnuleyfi. Í úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2013-2014 var reglan almennt sú að lánað væri fyrir ferðakostnaði að ákveðinni fjárhæð á hverju ári. Fyrir námsárið 2014-2015 var gerð sú breyting að nú væri einungis veitt lán vegna ferðakostnaðar á hverju námsstigi. Þetta leiddi til þess að þeir sem lögðu stund á 6 ára nám erlendis, t.d. í læknisfræði, fengu einungis lánað einu sinni nánar tilgreinda fjárhæð. Þann 1. nóvember sl. lagði Mennta- og menningarmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um Menntasjóð námsmanna (Menntasjóður) sem felur í sér nýtt námsaðstoðarkerfi fyrir íslenska námsmenn. Stjórn SÍNE vinnur nú að formlegri umsögn vegna frumvarpsins en SÍNE hefur áður gert þó nokkrar athugasemdir við drög að frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN) sem birt voru fyrr í sumar á Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpi um Menntasjóðinn liggur fyrir að einungis verður um heimild til láns vegna ferðakostnaðar fyrir stjórn sjóðsins að ræða. Þá verður ekki séð í frumvarpinu eða í athugasemdum með því að að gert sé ráð fyrir að lán verði veitt vegna ferðakostnaðar á hverju ári eða að almennt verði lánað fyrir meira en 9 mánuðum. Það skýtur vægast sagt skökku við að meðan 1. gr. frumvarps um Menntasjóð námsmanna kveður á um að markmiðið sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, að ekki sé gert að skyldu að veitt sé lán eða styrkur vegna ferðakostnaðar fyrir hvert námsár. Það er því von SÍNE að þegar kemur að ferðalokum námsmanna erlendis að þeirra spor verði ekki þyngri en annarra bara fyrir það eitt að þeir ákváðu að stunda nám sitt erlendis. Greinarhöfundur er formaður stjórnar SÍNE og er greinin hluti af herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar