Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Heimir Már Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 13. nóvember 2019 13:31 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. Frá fundi hans var greint í Kveik í gær, þar sem fjallað var um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjölluninni segist hann ætla að segja sig frá þeim. Í samtali við fréttastofu undirstrikar Kristján að heimsókn sín á skrifstofurnar hafi verið „fimm mínútna kurteisishjal og meira veit ég ekki um málið. Ég hef ekkert að fela í þeim efnum,“ segir Kristján. Þannig segist hann ekki hafa vitað að um namibíska áhrifamenn hafi verið að ræða. „Svo er það þannig í þessu blessaða lífi stjórnmálamanna að við hittumst og tökum í hendur á fólki af ólíklegasta toga og þetta er eitt af þeim tilvikum í lífinu,“ segir Kristján.Sjá einnig: „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Hann neitar að hafa verið boðaður sérstaklega til fundar þennan dag. Hans fundur hafi verið persónulegs eðlis og hann ekkert vitað af viðskiptunum sem fjallað var um í Kveiki í gær fyrr en í síðustu viku þegar Stundin spurðist fyrir um málið. Hann segir það Samherja að svara fyrir ásakanirnar og minnir á að hann hafi ekki haft afskipti af fyrirtækinu í nítján ár þegar hann hætti í stjórn fyrirtækisins.Niðurstaða nauðsynleg Engu að síður muni hann gera það sem hann hafi boðað, þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra árið 2017. Komi upp mál sem tengist Samherja muni hann meta hæfi sitt - „og það er enginn efi í mínum huga að ef einhver ákvörðun kemur inn á borð sjávarútvegsráðherra í þessum efnum þá mun ég ekki taka ákvörðun í því máli heldur segja mig frá því.“ Hann segir samskipti sín við Samherja í dag vera takmörkuð. „Það er nú þannig að ég hef ekki haft nein einustu afskipti af rekstri eða starfsemi Samherja frá því að ég sat þar í stjórn fyrir 19 árum.“ Hann minnir á að mál Samherja er nú komið á borð héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra og telur Kristján Þór mikilvægt að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. Komi á daginn að lög hafi verið brotin muni íslenskt regluverk taka á því. Einstaklingsbundnar skoðanir hans eða annarra á innihaldi Kveiksþáttarins skipti litlu máli í þeim efnum. Kristján segir að sér þyki málið „eðlilega sorglegt.“ Þátturinn hafi verið sláandi og óumdeilt að umfjöllunin muni skaða orðspor íslensk sjávarútvegs. „Þetta er staða sem við glímum við og þurfum að greiða úr með einhverjum hætti. Fyrst af öllu er að niðurstaða rannsókna okkar opinberu eftirlitsstofnana beri ávöxt og komist til einhverrar niðurstöðu.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. Frá fundi hans var greint í Kveik í gær, þar sem fjallað var um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjölluninni segist hann ætla að segja sig frá þeim. Í samtali við fréttastofu undirstrikar Kristján að heimsókn sín á skrifstofurnar hafi verið „fimm mínútna kurteisishjal og meira veit ég ekki um málið. Ég hef ekkert að fela í þeim efnum,“ segir Kristján. Þannig segist hann ekki hafa vitað að um namibíska áhrifamenn hafi verið að ræða. „Svo er það þannig í þessu blessaða lífi stjórnmálamanna að við hittumst og tökum í hendur á fólki af ólíklegasta toga og þetta er eitt af þeim tilvikum í lífinu,“ segir Kristján.Sjá einnig: „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Hann neitar að hafa verið boðaður sérstaklega til fundar þennan dag. Hans fundur hafi verið persónulegs eðlis og hann ekkert vitað af viðskiptunum sem fjallað var um í Kveiki í gær fyrr en í síðustu viku þegar Stundin spurðist fyrir um málið. Hann segir það Samherja að svara fyrir ásakanirnar og minnir á að hann hafi ekki haft afskipti af fyrirtækinu í nítján ár þegar hann hætti í stjórn fyrirtækisins.Niðurstaða nauðsynleg Engu að síður muni hann gera það sem hann hafi boðað, þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra árið 2017. Komi upp mál sem tengist Samherja muni hann meta hæfi sitt - „og það er enginn efi í mínum huga að ef einhver ákvörðun kemur inn á borð sjávarútvegsráðherra í þessum efnum þá mun ég ekki taka ákvörðun í því máli heldur segja mig frá því.“ Hann segir samskipti sín við Samherja í dag vera takmörkuð. „Það er nú þannig að ég hef ekki haft nein einustu afskipti af rekstri eða starfsemi Samherja frá því að ég sat þar í stjórn fyrir 19 árum.“ Hann minnir á að mál Samherja er nú komið á borð héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra og telur Kristján Þór mikilvægt að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. Komi á daginn að lög hafi verið brotin muni íslenskt regluverk taka á því. Einstaklingsbundnar skoðanir hans eða annarra á innihaldi Kveiksþáttarins skipti litlu máli í þeim efnum. Kristján segir að sér þyki málið „eðlilega sorglegt.“ Þátturinn hafi verið sláandi og óumdeilt að umfjöllunin muni skaða orðspor íslensk sjávarútvegs. „Þetta er staða sem við glímum við og þurfum að greiða úr með einhverjum hætti. Fyrst af öllu er að niðurstaða rannsókna okkar opinberu eftirlitsstofnana beri ávöxt og komist til einhverrar niðurstöðu.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21