Starfsfólki á Reykjalundi létt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 14:00 Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Vísir/Sigurjón Ný starfsstjórn hefur verið skipuð yfir Reykjalund. Formaður fagráðs Reykjalundar segir starfsfólki létt og býst við að læknar sem sögðu upp störfum sínum í mótmælaskyni dragi uppsagnirnar til baka. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Þá sagði Ólafur Þór Ævarsson upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni í gær eftir að hafa starfað þar í tæpan mánuð. Herdís Gunnarsdóttir sem var settur forstjóri sagði upp því starfi í síðustu viku. Meðal krafna lækna sem höfðu sagt upp störfum sínum var að þau þyrftu að víkja. Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður fagráðs um heilaskaða á Reykjalundi segir starfsfólki stofnunarinnar létt. „Ég býst við því að þessar nýju fréttir og þessi nýja starfsstjórn verði til þess að fólk skoði stöðu sína uppá nýtt. Ég held að forsendur margra fyrir sínum uppsögnum séu aðrar. Ég á von á því að margar af þeim uppsögnum sem hafa orðið gangi til baka,“ segir Þórunn. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs staðfesti við fréttastofu í morgun að hún ætli að draga uppsögn sína til baka. Þórunn finnur strax mikinn mun á starfsandanum. „Það er bara léttir yfir fólkinu hér það er það sem ég upplifi mest. Það hefur verið svo mikið vantraust og reiði og ég held að þessi nýja starfsstjórn sé það sem við þurftum,“ segir Þórunn að lokum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ný starfsstjórn hefur verið skipuð yfir Reykjalund. Formaður fagráðs Reykjalundar segir starfsfólki létt og býst við að læknar sem sögðu upp störfum sínum í mótmælaskyni dragi uppsagnirnar til baka. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Þá sagði Ólafur Þór Ævarsson upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni í gær eftir að hafa starfað þar í tæpan mánuð. Herdís Gunnarsdóttir sem var settur forstjóri sagði upp því starfi í síðustu viku. Meðal krafna lækna sem höfðu sagt upp störfum sínum var að þau þyrftu að víkja. Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður fagráðs um heilaskaða á Reykjalundi segir starfsfólki stofnunarinnar létt. „Ég býst við því að þessar nýju fréttir og þessi nýja starfsstjórn verði til þess að fólk skoði stöðu sína uppá nýtt. Ég held að forsendur margra fyrir sínum uppsögnum séu aðrar. Ég á von á því að margar af þeim uppsögnum sem hafa orðið gangi til baka,“ segir Þórunn. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs staðfesti við fréttastofu í morgun að hún ætli að draga uppsögn sína til baka. Þórunn finnur strax mikinn mun á starfsandanum. „Það er bara léttir yfir fólkinu hér það er það sem ég upplifi mest. Það hefur verið svo mikið vantraust og reiði og ég held að þessi nýja starfsstjórn sé það sem við þurftum,“ segir Þórunn að lokum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira